„Þú ert aldrei svo mikið einn að þú hafir hann ekki með þér“ Snorri Másson skrifar 6. apríl 2023 09:30 Þorbjörn Hlynur Árnason, fv. prestur og prófastur á Borg á Mýrum, var til viðtals í Íslandi í dag á miðvikudag um þýðingu páskahátíðarinnar fyrir kristna menn. Viðtalið má sjá í síðari hluta innslagsins hér að ofan. „Við höfum margt í huga og getum sagt margt um þessa hátíð, vegna þess að páskahátíðin er stærsta hátíð kristinna manna. Þetta er miklu stærri hátíð en jól og hvítasunna, þó svo að jólin eðli máls samkvæmt vegna hnattstöðu okkar séu miklu stærri og fyrirferðarmeiri hátíð í samfélaginu. Á páskadagsmorgni fögnum við upprisu Drottins Jesú Krists. Það er stutta svarið,“ segir Þorbjörn. Langa svarið felist í öllum atburðum dymbilvikunnar sem við erum nú stödd í miðri; sem byrji með pálmasunnudegi með inngöngu Krists í Jerúsalem. Síðar er hann svikinn, tekinn, dæmdur og svo krossfestur; svo rís hann upp á þriðja degi, það er páskadagur. Og Jesú lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi. „Dauðinn dó en lífið lifir, segir í einum af okkar ágætu páskasálmum. Þetta er í raun yfirlýsing um að Guð er góður og hann yfirgefur okkur ekki. Það er alltaf von og hann gefur okkur líf þótt þessu lífi ljúki. Og þú ert aldrei svo mikið einn að þú hafir ekki hann með þér,“ segir Þorbjörn Hlynur. Þorbjörn Hlynur Árnason, sem var prestur og prófastur á Borg á Mýrum í fjörutíu ár þar til hann lét af störfum síðasta haust, hefur trú á kirkjunni, þótt hann segi að ef til vill hafi hún ætíð átt undir högg að sækja. Vísir/Sigurjón Kirkjan þolir köpuryrðin Þorbjörn segir að þrátt fyrir að landsmenn séu almennt þakklátir fyrir góða þjónustu kirkjunnar, sé það því miður svo að önnur neikvæðari sjónarmið um hana reynist stundum háværari. „Það er einhvern veginn eins og þeir sem eru sífellt að gjamma og hafa eftir hver öðrum köpuryrði um kirkjuna, að á þá er meira hlustað,“ segir Þorbjörn. „En kirkjan þolir það. Kirkjan verður áfram, því Jesús Kristur er um ár og eilífð.“ „Það getur vel verið að kirkjan hafi alltaf átt undir högg að sækja, kirkjan hefur kannski alltaf verið í erfiðri stöðu. En á þessum fjörutíu árum sem ég hef þjónað hefur kirkjan breyst mjög mikið og þjónusta kirkjunnar við sína þjóð hefur margeflst. Þetta er allt önnur kirkja sem ég kveð en sú sem ég kom inn í,“ segir Þorbjörn, sem lét af störfum síðasta haust eftir fjörutíu ára starf sem prestur og síðar prófastur í Borgarfirði. Trúmál Páskar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. 25. janúar 2023 08:01 Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 27. október 2022 12:38 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
„Við höfum margt í huga og getum sagt margt um þessa hátíð, vegna þess að páskahátíðin er stærsta hátíð kristinna manna. Þetta er miklu stærri hátíð en jól og hvítasunna, þó svo að jólin eðli máls samkvæmt vegna hnattstöðu okkar séu miklu stærri og fyrirferðarmeiri hátíð í samfélaginu. Á páskadagsmorgni fögnum við upprisu Drottins Jesú Krists. Það er stutta svarið,“ segir Þorbjörn. Langa svarið felist í öllum atburðum dymbilvikunnar sem við erum nú stödd í miðri; sem byrji með pálmasunnudegi með inngöngu Krists í Jerúsalem. Síðar er hann svikinn, tekinn, dæmdur og svo krossfestur; svo rís hann upp á þriðja degi, það er páskadagur. Og Jesú lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi. „Dauðinn dó en lífið lifir, segir í einum af okkar ágætu páskasálmum. Þetta er í raun yfirlýsing um að Guð er góður og hann yfirgefur okkur ekki. Það er alltaf von og hann gefur okkur líf þótt þessu lífi ljúki. Og þú ert aldrei svo mikið einn að þú hafir ekki hann með þér,“ segir Þorbjörn Hlynur. Þorbjörn Hlynur Árnason, sem var prestur og prófastur á Borg á Mýrum í fjörutíu ár þar til hann lét af störfum síðasta haust, hefur trú á kirkjunni, þótt hann segi að ef til vill hafi hún ætíð átt undir högg að sækja. Vísir/Sigurjón Kirkjan þolir köpuryrðin Þorbjörn segir að þrátt fyrir að landsmenn séu almennt þakklátir fyrir góða þjónustu kirkjunnar, sé það því miður svo að önnur neikvæðari sjónarmið um hana reynist stundum háværari. „Það er einhvern veginn eins og þeir sem eru sífellt að gjamma og hafa eftir hver öðrum köpuryrði um kirkjuna, að á þá er meira hlustað,“ segir Þorbjörn. „En kirkjan þolir það. Kirkjan verður áfram, því Jesús Kristur er um ár og eilífð.“ „Það getur vel verið að kirkjan hafi alltaf átt undir högg að sækja, kirkjan hefur kannski alltaf verið í erfiðri stöðu. En á þessum fjörutíu árum sem ég hef þjónað hefur kirkjan breyst mjög mikið og þjónusta kirkjunnar við sína þjóð hefur margeflst. Þetta er allt önnur kirkja sem ég kveð en sú sem ég kom inn í,“ segir Þorbjörn, sem lét af störfum síðasta haust eftir fjörutíu ára starf sem prestur og síðar prófastur í Borgarfirði.
Trúmál Páskar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. 25. janúar 2023 08:01 Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 27. október 2022 12:38 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21
Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. 25. janúar 2023 08:01
Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 27. október 2022 12:38