Ein róttæk hugmynd um breytt páskafrí Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 7. apríl 2023 12:01 Ég legg til að við gerum róttæka breytingu á fríinu sem við fáum um páska. Þar eru nokkur atrið sem valda. Í fyrsta lagi stappar það nærri brjálæði hvernig tímasetning páska er ákveðin. Þeir geta verið einhversstaða í glugga sem er víðari en heill mánuður. Hugsið ykkur ef jólin væru einversstaðar á bilinu 10. des til 10. jan, mismunandi ár hvert. Mismunandi tímasetning páska er óhentug fyrir margt í þjóðlífinu. Skólastarf á vorönn er t.d. erfiðara en ella vegna síbreytilegra páska frá ári til árs. Dreifing frídaga ársins er afar ójöfn og að mörgu leyti óheppileg. Engir frídagar eru að hausti fram til jóla. Að vori eru þeir hins vegar margir um allar trissur. Mín tillaga er að það verði frívika snemma vors. Fimm frídagar í röð frá mánudegi til föstudags. Þannig fái flestir samfellt níu daga frí. Á þeim tíma er hægt að gera margt skemmtilegt. Þessi vika væri alltaf á sama stað, t.d. um mánaðarmótin mars/apríl. Í staðinn væru skírdagur, föstudagurinn langi og annar í páskum ekki frídagar. Þeir myndu þó stundum hitta á frívikuna. Uppstigningardagur og annar í hvítasunnu yrðu heldur ekki frídagar. Það sem almenningur fengi út úr þessu er rúmur tími til að endurhlaða batteríin og með þessu móti væri oftast hægt að fara til útlanda með fjölskylduna eða í æfingaferð eða eitthvað á ódýrari hátt en nú. Hótel eru ódýr á þessum tíma en verðið hækkar um páskana. Á sama hátt gætum við oftast tekið á móti útlendingum um páska á sómasamlegan hátt án þess að veitingastaðir og önnur þjóusta væri í lamasessi. Páskar eru stærsta trúarhátíð kristinna manna. Þeir sem vilja halda páskana hátíðlega munu gera það áfram, páskadagur verður áfram á sunnudegi og sumir munu fara til kirkju eins og áður og flestir éta páskaegg af miklum móð eins og hefð er fyrir. En það verða ekki lengur sérsniðnir aðrir frídagar að einum trúarbrögðum, enda er trúfrelsi í landinu. Eftir standa sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní þannig að það verða vissulega fleiri frídagar fyrri hluta árs. Þeim hefur ekki öllum verið smalað á frívikuna. Ég veit að þetta er róttæk hugmynd. Ég veit að einhverjir eru henni mjög andsnúnir. Hugsunin á bak við hana er þó einungis að gera lífið örlítið einfaldara og skemmtilegra. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páskar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég legg til að við gerum róttæka breytingu á fríinu sem við fáum um páska. Þar eru nokkur atrið sem valda. Í fyrsta lagi stappar það nærri brjálæði hvernig tímasetning páska er ákveðin. Þeir geta verið einhversstaða í glugga sem er víðari en heill mánuður. Hugsið ykkur ef jólin væru einversstaðar á bilinu 10. des til 10. jan, mismunandi ár hvert. Mismunandi tímasetning páska er óhentug fyrir margt í þjóðlífinu. Skólastarf á vorönn er t.d. erfiðara en ella vegna síbreytilegra páska frá ári til árs. Dreifing frídaga ársins er afar ójöfn og að mörgu leyti óheppileg. Engir frídagar eru að hausti fram til jóla. Að vori eru þeir hins vegar margir um allar trissur. Mín tillaga er að það verði frívika snemma vors. Fimm frídagar í röð frá mánudegi til föstudags. Þannig fái flestir samfellt níu daga frí. Á þeim tíma er hægt að gera margt skemmtilegt. Þessi vika væri alltaf á sama stað, t.d. um mánaðarmótin mars/apríl. Í staðinn væru skírdagur, föstudagurinn langi og annar í páskum ekki frídagar. Þeir myndu þó stundum hitta á frívikuna. Uppstigningardagur og annar í hvítasunnu yrðu heldur ekki frídagar. Það sem almenningur fengi út úr þessu er rúmur tími til að endurhlaða batteríin og með þessu móti væri oftast hægt að fara til útlanda með fjölskylduna eða í æfingaferð eða eitthvað á ódýrari hátt en nú. Hótel eru ódýr á þessum tíma en verðið hækkar um páskana. Á sama hátt gætum við oftast tekið á móti útlendingum um páska á sómasamlegan hátt án þess að veitingastaðir og önnur þjóusta væri í lamasessi. Páskar eru stærsta trúarhátíð kristinna manna. Þeir sem vilja halda páskana hátíðlega munu gera það áfram, páskadagur verður áfram á sunnudegi og sumir munu fara til kirkju eins og áður og flestir éta páskaegg af miklum móð eins og hefð er fyrir. En það verða ekki lengur sérsniðnir aðrir frídagar að einum trúarbrögðum, enda er trúfrelsi í landinu. Eftir standa sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní þannig að það verða vissulega fleiri frídagar fyrri hluta árs. Þeim hefur ekki öllum verið smalað á frívikuna. Ég veit að þetta er róttæk hugmynd. Ég veit að einhverjir eru henni mjög andsnúnir. Hugsunin á bak við hana er þó einungis að gera lífið örlítið einfaldara og skemmtilegra. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar