Allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins kallaðar út vegna hvassviðris Magnús Jochum Pálsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 7. apríl 2023 16:16 Þetta hjólhýsi í Boðaþingi í Kópavogi varð illa úti í óveðrinu. vísir/dúi Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna gríðarlegs fjölda tilkynninga um foktjón. Meðal þeirra verkefna björgunarsveita, sem eru orðin hundrað talsins, er hjólhýsi sem fauk á hliðina í Kórahverfinu. Flugvél Play neyddist til að lenda á Akureyri þar sem ekki tókst að lenda henni í Keflavík. „Það er nýbúið að boða út sveitir í Reykjavík vegna tilkynninga um foktjón,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu laust fyrir hálf fjögur í dag. Flestar þeirra tilkynninga sem höfðu þá borist voru úr efri byggðum Reykjavíkur og Kópavogs. Björgunarsveitir voru flestar kallaðar út í efri byggðir Kópavogs.vísir/Dúi Meðal þeirra verkefna sem sveitirnar þurftu að sinna var hjólhýsi sem fauk á hliðina en einnig hafi borist tilkynning um fok af byggingarsvæði upp á Bæjarhálsi. Þegar fréttastofa hafði aftur samband við Jón Þór rétt fyrir fjögur sagði hann að búið væri að kalla nær allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu út vegna mikils fjölda aðstoðarbeiðna og tilkynninga um foktjón. Þá höfðu borist tilkynningar um sumarhúsgögn, báta og hjólhýsi sem höfðu fokið. Utan höfuðborgarsvæðisins má nefna að björgunarsveitin þurfti að aðstoða ökumenn tveggja bíla sem festust á Dynjandisheiði og ökumann eins bíls sem festist á Ólafsfjarðarheiði. Þá þurfti flugvél Play að lenda á Akureyrarflugvelli eftir tvær misheppnaðar tilraunir til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Þetta hjólhýsi fær væntanlega ekki að bruna um þjóðveginn í sumar.vísir/Dúi Uppfært klukkan 18:06: Verkefnin orðin hundrað talsins Jón Þór segir í samtali við fréttastofu að verkefnin séu orðin hundrað talsins. Um 60 björgunarsveitarmenn hafa sinnt verkefnum í allan dag. „Það er búið að vera nóg að gera já. Byggingasvæði út um alla borg; gömlu Hótel sögu, nýja Landspítalanum, upp á Hálsum í Árbænum. Varðandi heimahús eru þetta aðallega hús sem standa mikið upp í þessa suðvestanátt. Svalalokanir eru að gefa sig og þakplötur að losna. Fólk er búið að taka út sumarhlutina sem eru að fjúka.“ Hann segist þó ekki hafa fengið fregnir af meiðslum á fólki. „Þetta mjatlast áfram. Þetta stigmagnaðist og nú eru allar sveitir á höfuðborgarsvæði komnar í þetta.“ Hér hafði svalalokun gefið sig. aðsend Björgunarsveitir Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. 7. apríl 2023 16:33 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Það er nýbúið að boða út sveitir í Reykjavík vegna tilkynninga um foktjón,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu laust fyrir hálf fjögur í dag. Flestar þeirra tilkynninga sem höfðu þá borist voru úr efri byggðum Reykjavíkur og Kópavogs. Björgunarsveitir voru flestar kallaðar út í efri byggðir Kópavogs.vísir/Dúi Meðal þeirra verkefna sem sveitirnar þurftu að sinna var hjólhýsi sem fauk á hliðina en einnig hafi borist tilkynning um fok af byggingarsvæði upp á Bæjarhálsi. Þegar fréttastofa hafði aftur samband við Jón Þór rétt fyrir fjögur sagði hann að búið væri að kalla nær allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu út vegna mikils fjölda aðstoðarbeiðna og tilkynninga um foktjón. Þá höfðu borist tilkynningar um sumarhúsgögn, báta og hjólhýsi sem höfðu fokið. Utan höfuðborgarsvæðisins má nefna að björgunarsveitin þurfti að aðstoða ökumenn tveggja bíla sem festust á Dynjandisheiði og ökumann eins bíls sem festist á Ólafsfjarðarheiði. Þá þurfti flugvél Play að lenda á Akureyrarflugvelli eftir tvær misheppnaðar tilraunir til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Þetta hjólhýsi fær væntanlega ekki að bruna um þjóðveginn í sumar.vísir/Dúi Uppfært klukkan 18:06: Verkefnin orðin hundrað talsins Jón Þór segir í samtali við fréttastofu að verkefnin séu orðin hundrað talsins. Um 60 björgunarsveitarmenn hafa sinnt verkefnum í allan dag. „Það er búið að vera nóg að gera já. Byggingasvæði út um alla borg; gömlu Hótel sögu, nýja Landspítalanum, upp á Hálsum í Árbænum. Varðandi heimahús eru þetta aðallega hús sem standa mikið upp í þessa suðvestanátt. Svalalokanir eru að gefa sig og þakplötur að losna. Fólk er búið að taka út sumarhlutina sem eru að fjúka.“ Hann segist þó ekki hafa fengið fregnir af meiðslum á fólki. „Þetta mjatlast áfram. Þetta stigmagnaðist og nú eru allar sveitir á höfuðborgarsvæði komnar í þetta.“ Hér hafði svalalokun gefið sig. aðsend
Björgunarsveitir Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. 7. apríl 2023 16:33 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. 7. apríl 2023 16:33