Einokunarlausir páskar 2024 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2023 17:00 Það fylgir því sérstök blanda af undrun með vott af skelfingu að borga fyrir mat á Íslandi. Verndartollar eru hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við, sem aftur veldur því að matarkarfan hér er dýrari en annars staðar. Með verndartollum komast fyrirtæki eins og Mjólkursamsalan í einokunarstöðu þar sem innflutt mjólkur- og undanrennuduft, sem notað er í alls konar matvælaframleiðslu, verður margfalt dýrara. Til viðbótar hefur fyrirtækið sérstaka undanþágu frá almennum samkeppnisreglum; hentugleikar sem öðrum atvinnurekendum býðst reyndar ekki. Þess vegna getur fyrirtæki eins og Arna í Bolungarvík, sem er keppinautur MS, ekki keypt mjólkur- og undanrennuduft í sína framleiðslu án þess að kaupa það af MS. Og það á hærra verði en heimsmarkaðsverð vörunnar er almennt. Þessu háa verði er svo fleytt út í verðlag sem aftur bitnar á almenningi. Þetta þarf ekki að vera svona. Það er pólitísk ákvörðun og mannanna verk að sitja sem fastast í meingölluðu kerfi. Ástæðan var því ærin þegar fulltrúar verslunarmanna og launafólks gengu á fund fjármálaráðherra og matvælaráðherra á dögunum og fóru fram á að tollar á tilteknar afurðir yrðu felldir niður sem viðbragð við verðbólgu sem gefið hefur góða raun td á Spáni. Nægilega hefur matarkarfan hækkað í verði undanfarin misseri. Á fundinum var lagt til að tollar á alifugla, svínakjöt, franskar kartöflur auk tolla á mjólkur- og undanrennuduft og smjör yrðu afnumdir. Þá var lagt til að tollar á túlípönum og rósum yrðu felldir niður á því tímabili sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn - eins og um páska. Áhrifin yrðu skjótvirk og myndi þar að auki styrkja samkeppnisgrunn atvinnulífsins öllum til heilla. Viðbrögðin voru dræm. Í nýlegri fjármálaáætlun til fimm ára er hvergi minnst á breytingar á tollum og lítið gert til að efla samkeppni hér. Frekar boðið upp á framhald samansúrraðrar íhaldsmennsku og kunnugleg stef. Viðkvæðið um að launafólk, atvinnulíf og Seðlabanki eigi saman að vinna bug á verðbólgu, en að ríkisfjármálin séu undanskilin á því ferðalagi. En það koma páskar eftir þessa páska. Kannski verða næstu páskar upphaf þess að við lokum einokunarhringnum og kveðjum í eitt skipti fyrir öll úr sér gengna tolla sem bitna helst á fólki sem gerir sér það eitt til saka að versla í matinn. Það má alltaf halda í vonina. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Páskar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Það fylgir því sérstök blanda af undrun með vott af skelfingu að borga fyrir mat á Íslandi. Verndartollar eru hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við, sem aftur veldur því að matarkarfan hér er dýrari en annars staðar. Með verndartollum komast fyrirtæki eins og Mjólkursamsalan í einokunarstöðu þar sem innflutt mjólkur- og undanrennuduft, sem notað er í alls konar matvælaframleiðslu, verður margfalt dýrara. Til viðbótar hefur fyrirtækið sérstaka undanþágu frá almennum samkeppnisreglum; hentugleikar sem öðrum atvinnurekendum býðst reyndar ekki. Þess vegna getur fyrirtæki eins og Arna í Bolungarvík, sem er keppinautur MS, ekki keypt mjólkur- og undanrennuduft í sína framleiðslu án þess að kaupa það af MS. Og það á hærra verði en heimsmarkaðsverð vörunnar er almennt. Þessu háa verði er svo fleytt út í verðlag sem aftur bitnar á almenningi. Þetta þarf ekki að vera svona. Það er pólitísk ákvörðun og mannanna verk að sitja sem fastast í meingölluðu kerfi. Ástæðan var því ærin þegar fulltrúar verslunarmanna og launafólks gengu á fund fjármálaráðherra og matvælaráðherra á dögunum og fóru fram á að tollar á tilteknar afurðir yrðu felldir niður sem viðbragð við verðbólgu sem gefið hefur góða raun td á Spáni. Nægilega hefur matarkarfan hækkað í verði undanfarin misseri. Á fundinum var lagt til að tollar á alifugla, svínakjöt, franskar kartöflur auk tolla á mjólkur- og undanrennuduft og smjör yrðu afnumdir. Þá var lagt til að tollar á túlípönum og rósum yrðu felldir niður á því tímabili sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn - eins og um páska. Áhrifin yrðu skjótvirk og myndi þar að auki styrkja samkeppnisgrunn atvinnulífsins öllum til heilla. Viðbrögðin voru dræm. Í nýlegri fjármálaáætlun til fimm ára er hvergi minnst á breytingar á tollum og lítið gert til að efla samkeppni hér. Frekar boðið upp á framhald samansúrraðrar íhaldsmennsku og kunnugleg stef. Viðkvæðið um að launafólk, atvinnulíf og Seðlabanki eigi saman að vinna bug á verðbólgu, en að ríkisfjármálin séu undanskilin á því ferðalagi. En það koma páskar eftir þessa páska. Kannski verða næstu páskar upphaf þess að við lokum einokunarhringnum og kveðjum í eitt skipti fyrir öll úr sér gengna tolla sem bitna helst á fólki sem gerir sér það eitt til saka að versla í matinn. Það má alltaf halda í vonina. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun