„Þegar þú átt ekki nóg er lítil verðhækkun mjög erfið“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. apríl 2023 12:15 Bjarni segir verðhækkanir undanfarinna missera bíta skjólstæðinga hjálparstarfs kirkjunnar sérstaklega illa. Stór hópur fólks þarf að leita aðstoðar hjálparsamtaka um Páskana að sögn framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar. Beiðnum um aðstoð hafi fjölgað mikið og verðhækkanir undanfarinna missera eru farnar að bíta. Páskarnir eru gjarnan nýttir til þess að hitta nána vini, njóta samveru og jafnvel gæða sér á á páskalambinu í faðmi fjölskyldunnar. Ferðalög eru venjan hjá mörgum og þá er um að gera að gera vel við sig. Fyrir aðra eru stórhátíðir tími fjárhagsáhyggja, óvissu og kvíða. Framkvæmdastjóri hjálparstarfskirkjunnar segir hátíðirnar erfiðar fyrir stóran hóp fólks. „Við tökum eftir því að það eru ákveðnir hópar sem eru í þeirru stöðu að geta ekki haft það eins gott um páskana eins og við hin. Stór hópur þarf að leita aðstoðar vegna bágrar stöðu, til dæmis þeir sem eru á örorkulífeyri eða eru á framfærslu sveitarfélaga. Þeir hafa greinilega of lítið á milli handanna og margir þeirra leita til okkar, til hjálparstarfs kirkjunnar.“ Bjarni segir fleiri og fleiri leita til hjálparsamtaka. „Á þessu ári höfum við fundið fyrir aukningu miðað við árið á undan. Ég vil bæta við líka að innflytjendur eru í enn erfiðari stöðu. Þeir eru á almennum leigumarkaði og hafa heldur ekki þetta tengslanet sem við hin höfum. Við finnum að staðan er að versna vegna þessara verðhækkana.“ Stöðugar hækkanir á nauðsynjavörum bíta þennan hóp sérstaklega. „Þegar þú átt ekki alveg nóg þá er lítil verðhækkun mjög erfið. Svo ef að þvottavélin bilar getur staðan orðið mjög erfið hjá mörgum sem leita til okkar. Þess vegna verður að gera eitthvað til þess að sporna við þessu gagnvart þessum hópi, þau hafa engin önnur ráð en að leita til okkar, það er bara þannig.“ Framfærsla lífeyrisþega og annarra lágtekjuhópa dugi einfaldlega ekki til. „Við viljum benda á þessa hluti. Húsnæðiskostnaður er alltof hár miðað við annan kostnað. Við viljum líka benda á að örorkulífeyrir og annað slíkt sem ríki og sveitarfélög standa fyrir dugir ekki til. Það verður að gera eitthvað til þess að bæta stöðu þessa fólks og þetta er ekki það stór hópur. Það hlýtur að vera hægt að bæta úr þessu.“ Hjálparstarf Páskar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Páskarnir eru gjarnan nýttir til þess að hitta nána vini, njóta samveru og jafnvel gæða sér á á páskalambinu í faðmi fjölskyldunnar. Ferðalög eru venjan hjá mörgum og þá er um að gera að gera vel við sig. Fyrir aðra eru stórhátíðir tími fjárhagsáhyggja, óvissu og kvíða. Framkvæmdastjóri hjálparstarfskirkjunnar segir hátíðirnar erfiðar fyrir stóran hóp fólks. „Við tökum eftir því að það eru ákveðnir hópar sem eru í þeirru stöðu að geta ekki haft það eins gott um páskana eins og við hin. Stór hópur þarf að leita aðstoðar vegna bágrar stöðu, til dæmis þeir sem eru á örorkulífeyri eða eru á framfærslu sveitarfélaga. Þeir hafa greinilega of lítið á milli handanna og margir þeirra leita til okkar, til hjálparstarfs kirkjunnar.“ Bjarni segir fleiri og fleiri leita til hjálparsamtaka. „Á þessu ári höfum við fundið fyrir aukningu miðað við árið á undan. Ég vil bæta við líka að innflytjendur eru í enn erfiðari stöðu. Þeir eru á almennum leigumarkaði og hafa heldur ekki þetta tengslanet sem við hin höfum. Við finnum að staðan er að versna vegna þessara verðhækkana.“ Stöðugar hækkanir á nauðsynjavörum bíta þennan hóp sérstaklega. „Þegar þú átt ekki alveg nóg þá er lítil verðhækkun mjög erfið. Svo ef að þvottavélin bilar getur staðan orðið mjög erfið hjá mörgum sem leita til okkar. Þess vegna verður að gera eitthvað til þess að sporna við þessu gagnvart þessum hópi, þau hafa engin önnur ráð en að leita til okkar, það er bara þannig.“ Framfærsla lífeyrisþega og annarra lágtekjuhópa dugi einfaldlega ekki til. „Við viljum benda á þessa hluti. Húsnæðiskostnaður er alltof hár miðað við annan kostnað. Við viljum líka benda á að örorkulífeyrir og annað slíkt sem ríki og sveitarfélög standa fyrir dugir ekki til. Það verður að gera eitthvað til þess að bæta stöðu þessa fólks og þetta er ekki það stór hópur. Það hlýtur að vera hægt að bæta úr þessu.“
Hjálparstarf Páskar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira