Dalai Lama bað ungan dreng að sjúga á sér tunguna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 09:28 Dalai Lama hefur beðist afsökunar á atvikinu. EPA Tenzin Gyatso, hinn helgi Dalai Lama í tíbetskum búddisma, hefur beðist afsökunar á óviðeigandi framkomu sinni gagnvart ungum dreng á viðburði í Indlandi. Dalai Lama kyssti drenginn á munninn og bað hann um að sjúga á sér tunguna. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian átti atvikið sér stað seint í febrúarmánuði síðastliðnum í musteri Dalai Lama í Dharamsala. En Dalai Lama hefur búið í útlegð í Indlandi síðan hann var hrakinn frá Tíbet af Kínverjum árið 1959. „Hérna líka“ Um eitt hundrað ungir nemendur voru á viðburðinum og náðist atvikið umrædda á myndband. Sést þar að einn nemendanna, ungur drengur, kemur að hljóðnema og spyr hvort hann megi faðma Dalai Lama. Segir þá Dalai Lama, sem er 87 ára gamall, að drengurinn megi koma til sín upp á svið. Bendir hann drengnum á að kyssa sig á kinnina og segir „fyrst hérna.“ Dalai Lama hélt í hendina á drengnum og segir „hérna líka“ og kyssir hann á munninn. „Og sjúgðu svo tunguna á mér,“ sagði Dalai Lama svo og setti út á sér tunguna. Drengurinn setti út tunguna sína en fór svo frá en Dalai Lama hló að drengnum og faðmaði hann. Hlógu allir viðstaddir að þessu atviki. Afsökunarbeiðni Eftir að myndbandið fór á flug hefur Dalai Lama fengið harða gagnrýni. Hefur framkomunni verið lýst sem óviðeigandi eða jafn vel viðbjóðslegri. Sjálfur hefur Dalai Lama sagt að þetta hafi verið saklaust af sinni hálfu. Engu að síður hefur Dalai Lama beðist afsökunar. „Hinn heilagi biður drenginn og fjölskyldu hans afsökunar, sem og marga vini um allan heim, fyrir hin skaðlegu orð. Hinn heilagi stríðir oft fólki sem hann hittir, jafn vel fyrir framan myndavélar. Biðst hann afsökunar á þessu,“ segir í yfirlýsingu. Indland Ofbeldi gegn börnum Tíbet Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Samkvæmt breska blaðinu The Guardian átti atvikið sér stað seint í febrúarmánuði síðastliðnum í musteri Dalai Lama í Dharamsala. En Dalai Lama hefur búið í útlegð í Indlandi síðan hann var hrakinn frá Tíbet af Kínverjum árið 1959. „Hérna líka“ Um eitt hundrað ungir nemendur voru á viðburðinum og náðist atvikið umrædda á myndband. Sést þar að einn nemendanna, ungur drengur, kemur að hljóðnema og spyr hvort hann megi faðma Dalai Lama. Segir þá Dalai Lama, sem er 87 ára gamall, að drengurinn megi koma til sín upp á svið. Bendir hann drengnum á að kyssa sig á kinnina og segir „fyrst hérna.“ Dalai Lama hélt í hendina á drengnum og segir „hérna líka“ og kyssir hann á munninn. „Og sjúgðu svo tunguna á mér,“ sagði Dalai Lama svo og setti út á sér tunguna. Drengurinn setti út tunguna sína en fór svo frá en Dalai Lama hló að drengnum og faðmaði hann. Hlógu allir viðstaddir að þessu atviki. Afsökunarbeiðni Eftir að myndbandið fór á flug hefur Dalai Lama fengið harða gagnrýni. Hefur framkomunni verið lýst sem óviðeigandi eða jafn vel viðbjóðslegri. Sjálfur hefur Dalai Lama sagt að þetta hafi verið saklaust af sinni hálfu. Engu að síður hefur Dalai Lama beðist afsökunar. „Hinn heilagi biður drenginn og fjölskyldu hans afsökunar, sem og marga vini um allan heim, fyrir hin skaðlegu orð. Hinn heilagi stríðir oft fólki sem hann hittir, jafn vel fyrir framan myndavélar. Biðst hann afsökunar á þessu,“ segir í yfirlýsingu.
Indland Ofbeldi gegn börnum Tíbet Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira