Ekki bjart fram undan í kjaradeilu sjómanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. apríl 2023 11:15 Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir að gerðar hafi verið athugasemdir við lengd 10 ára kjarasamningsins. Kjaradeila sjómannafélaga og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er komin til Ríkissáttasemjara en engir fundir hafa verið boðaðir. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á framhaldið. Rúmur mánuður er síðan sjómenn höfnuðu 10 ára kjarasamningi sem undirritaður var 9. febrúar. Hafa nú sjómenn því nú verið samningslausir síðan í desember árið 2019. „Það er verið að skoða núna hvers vegna samningurinn var felldur. Ef það er hægt að laga eitthvað reynum við það. Það er ekkert bjart fram undan. Ég sé ekki að þetta klárist á næstunni,“ segir Hólmgeir. Býst við fundum í vor Engar viðræður hafa farið fram eftir að samningurinn var felldur, þann 10. mars. Þó að Ríkissáttasemjari hafi ekki boðað til fundar býst Hólmgeir við því að það verði gert í vor. „Menn vilja hittast og sjá hvort að það sé einhver lausn til,“ segir hann. 32 prósent félagsmanna í fjórum félögum greiddu atkvæði með kjarasamningnum en 67 prósent á móti. Fyrir utan Sjómannasambandið eru þetta Félag skipstjórnarmanna, Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Kjörsóknin var 48 prósent. 10 ára samningarnir undirritaðir í febrúar hjá Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara.Viktor Örn Í samningnum var kveðið á um 13,1 prósenta hækkun á almennum launaliðum en tímakaup og álag tæki mið af kauptryggingu. Það sem stéttarfélögin voru hvað ánægðust með að koma í gegn voru 3,5 prósenta hækkanir á mótframlagi útgerðar í lífeyrissjóð. Það átti að fara úr 8 prósentum í 11,5. Lengd samningsins vakti athygli, 10 ár, en hann var hins vegar uppsegjanlegur eftir 4 ár. Athugasemdir gerðar við lengdina Aðspurður um kortlagningu á höfnun samningsins segir Hólmgeir að henni sé ekki lokið. „Lengdin var eitt af því sem menn voru með athugasemdir við. En líka fleiri atriði,“ segir hann. Ekki hafi verið gerðar athugasemdir við þær kauphækkanir sem samið var um. Eins og staðan sé núna sé það svolítið á reiki hvað sjómenn vilja fá í næsta samning. „Það er ekki augljóst í dag hvernig hægt sé að lenda málinu,“ segir Hólmgeir. Ýmis atriði í kjaramálum sjómanna hafa verið umdeild. Svo sem kostnaðarþátttaka sjómanna í olíugjaldi og nýsmíði nýrra skipa. Sjómenn eru ekki óvanir því að fara í verkfall og í nokkur skipti hefur ríkið stigið inn í kjaradeilur með lagasetningu. Síðasti samningur var undirritaður eftir 10 vikna verkfall í febrúar árið 2017. En þá höfðu sjómenn verið samningslausir í sex ár. Sá samningur var hins vegar aðeins naumlega samþykktur með tæplega 53 prósent atkvæða. Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10. mars 2023 16:41 Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 9. febrúar 2023 23:46 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
Rúmur mánuður er síðan sjómenn höfnuðu 10 ára kjarasamningi sem undirritaður var 9. febrúar. Hafa nú sjómenn því nú verið samningslausir síðan í desember árið 2019. „Það er verið að skoða núna hvers vegna samningurinn var felldur. Ef það er hægt að laga eitthvað reynum við það. Það er ekkert bjart fram undan. Ég sé ekki að þetta klárist á næstunni,“ segir Hólmgeir. Býst við fundum í vor Engar viðræður hafa farið fram eftir að samningurinn var felldur, þann 10. mars. Þó að Ríkissáttasemjari hafi ekki boðað til fundar býst Hólmgeir við því að það verði gert í vor. „Menn vilja hittast og sjá hvort að það sé einhver lausn til,“ segir hann. 32 prósent félagsmanna í fjórum félögum greiddu atkvæði með kjarasamningnum en 67 prósent á móti. Fyrir utan Sjómannasambandið eru þetta Félag skipstjórnarmanna, Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Kjörsóknin var 48 prósent. 10 ára samningarnir undirritaðir í febrúar hjá Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara.Viktor Örn Í samningnum var kveðið á um 13,1 prósenta hækkun á almennum launaliðum en tímakaup og álag tæki mið af kauptryggingu. Það sem stéttarfélögin voru hvað ánægðust með að koma í gegn voru 3,5 prósenta hækkanir á mótframlagi útgerðar í lífeyrissjóð. Það átti að fara úr 8 prósentum í 11,5. Lengd samningsins vakti athygli, 10 ár, en hann var hins vegar uppsegjanlegur eftir 4 ár. Athugasemdir gerðar við lengdina Aðspurður um kortlagningu á höfnun samningsins segir Hólmgeir að henni sé ekki lokið. „Lengdin var eitt af því sem menn voru með athugasemdir við. En líka fleiri atriði,“ segir hann. Ekki hafi verið gerðar athugasemdir við þær kauphækkanir sem samið var um. Eins og staðan sé núna sé það svolítið á reiki hvað sjómenn vilja fá í næsta samning. „Það er ekki augljóst í dag hvernig hægt sé að lenda málinu,“ segir Hólmgeir. Ýmis atriði í kjaramálum sjómanna hafa verið umdeild. Svo sem kostnaðarþátttaka sjómanna í olíugjaldi og nýsmíði nýrra skipa. Sjómenn eru ekki óvanir því að fara í verkfall og í nokkur skipti hefur ríkið stigið inn í kjaradeilur með lagasetningu. Síðasti samningur var undirritaður eftir 10 vikna verkfall í febrúar árið 2017. En þá höfðu sjómenn verið samningslausir í sex ár. Sá samningur var hins vegar aðeins naumlega samþykktur með tæplega 53 prósent atkvæða.
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10. mars 2023 16:41 Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 9. febrúar 2023 23:46 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10. mars 2023 16:41
Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 9. febrúar 2023 23:46