LeBron leiddi Lakers spennuþrungna leið inn í úrslitakeppnina Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 07:31 LeBron James fagnar eftir körfu frá Dennis Schröder sem virtist hafa tryggt Lakers sigur í nótt en leikurinn fór þó í framlengingu. AP/Marcio Jose Sanchez Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Sigur Lakers var dramatískur og réðust úrslitin í framlengingu. Liðin voru að spila í umspilinu sem liðin í 7.-10. sæti austur- og vesturdeildar þurfa að fara í gegnum til að komast í úrslitakeppnina. Lakers unnu Minnesota Timberwolves, 108-102 eftir framlengingu, og mæta því Memphis Grizzlies í 8-liða úrslitum vesturdeildarinnar. Atlanta vann hins vegar 116-105 sigur gegn Miami Heat og er á leið í einvígi við Boston Celtics í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar. Lakers lentu í miklum vandræðum gegn Minnesota í nótt en náðu að landa sigri og var LeBron James stigahæstur með 30 stig. Minnesota náði mest fimmtán stiga forskoti um miðjan þriðja leikhluta, 76-61 og 80-65, en Lakers söxuðu smám saman á forskotið í fjórða leikhluta og James jafnaði metin í 95-95 með þristi þegar tvær mínútur voru eftir. Dennis Schröder virtist hafa fært Lakers sigurinn með þristi þegar 1,4 sekúndur voru eftir en Anthony Davis gaf Minnesota von með furðulegu broti utan þriggja stiga línunnar, lengst úti í horni, og Mike Conley setti niður öll þrjú vítin. CONLEY COMES UP CLUTCH OVERTIME IN LA pic.twitter.com/RaY5ylWNnR— NBA TV (@NBATV) April 12, 2023 Davis baðst afsökunar í viðtali eftir leik. "I messed his game-winner up I apologize." AD owning up to it postgame (via @NBAonTNT)pic.twitter.com/7FJHUwRcvh— Sports Illustrated (@SInow) April 12, 2023 Því varð að framlengja en þar höfðu Lakers yfirhöndina allan tímann og unnu að lokum sex stiga sigur. Trae Young skoraði 25 stig og var stigahæstur hjá Atlanta Hawks í sigrinum gegn Miami, og Clint Capela tók 21 frákast. Atlanta féll úr leik gegn Miami í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í fyrra, í fimm leikja seríu, en kom fram hefndum í nótt. Kyle Lowry skoraði 33 stig fyrir Miami sem enn er á lífi og á möguleika á að komast í einvígi við deildarmeistara Milwaukee Bucks. TIl þess þarf Miami að vinna sigurliðið úr leik Toronto Raptors og Chicago Bulls, liðanna í 9. og 10. sæti, sem mætast í kvöld. Minnesota er sömuleiðis ekki komið í sumarfrí og spilar um síðasta lausa sætið í úrslitakeppni vesturdeildar, við sigurliðið úr leik New Orlaens Pelicans og Oklahoma City Thunder sem mætast í kvöld. NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Liðin voru að spila í umspilinu sem liðin í 7.-10. sæti austur- og vesturdeildar þurfa að fara í gegnum til að komast í úrslitakeppnina. Lakers unnu Minnesota Timberwolves, 108-102 eftir framlengingu, og mæta því Memphis Grizzlies í 8-liða úrslitum vesturdeildarinnar. Atlanta vann hins vegar 116-105 sigur gegn Miami Heat og er á leið í einvígi við Boston Celtics í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar. Lakers lentu í miklum vandræðum gegn Minnesota í nótt en náðu að landa sigri og var LeBron James stigahæstur með 30 stig. Minnesota náði mest fimmtán stiga forskoti um miðjan þriðja leikhluta, 76-61 og 80-65, en Lakers söxuðu smám saman á forskotið í fjórða leikhluta og James jafnaði metin í 95-95 með þristi þegar tvær mínútur voru eftir. Dennis Schröder virtist hafa fært Lakers sigurinn með þristi þegar 1,4 sekúndur voru eftir en Anthony Davis gaf Minnesota von með furðulegu broti utan þriggja stiga línunnar, lengst úti í horni, og Mike Conley setti niður öll þrjú vítin. CONLEY COMES UP CLUTCH OVERTIME IN LA pic.twitter.com/RaY5ylWNnR— NBA TV (@NBATV) April 12, 2023 Davis baðst afsökunar í viðtali eftir leik. "I messed his game-winner up I apologize." AD owning up to it postgame (via @NBAonTNT)pic.twitter.com/7FJHUwRcvh— Sports Illustrated (@SInow) April 12, 2023 Því varð að framlengja en þar höfðu Lakers yfirhöndina allan tímann og unnu að lokum sex stiga sigur. Trae Young skoraði 25 stig og var stigahæstur hjá Atlanta Hawks í sigrinum gegn Miami, og Clint Capela tók 21 frákast. Atlanta féll úr leik gegn Miami í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í fyrra, í fimm leikja seríu, en kom fram hefndum í nótt. Kyle Lowry skoraði 33 stig fyrir Miami sem enn er á lífi og á möguleika á að komast í einvígi við deildarmeistara Milwaukee Bucks. TIl þess þarf Miami að vinna sigurliðið úr leik Toronto Raptors og Chicago Bulls, liðanna í 9. og 10. sæti, sem mætast í kvöld. Minnesota er sömuleiðis ekki komið í sumarfrí og spilar um síðasta lausa sætið í úrslitakeppni vesturdeildar, við sigurliðið úr leik New Orlaens Pelicans og Oklahoma City Thunder sem mætast í kvöld.
NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira