Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Bjarki Sigurðsson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 12. apríl 2023 17:35 Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. Greint var frá því í dag að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hafi verið handtekinn ásamt öðrum í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í morgun. Nokkrir íslenskir lögreglumenn komu að aðgerðunum og verða þeir áfram úti þar til annað verður ákveðið. Er Sverrir grunaður um að vera einn af höfuðpaurunum í glæpasamtökum sem sérhæfa sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Eru samtökin grunuð um að standa að umfangsmiklum fíkniefnaflutningi til Evrópu. Í samtali við fréttastofu segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, að lögreglan hér á landi hafi í langan tíma unnið að því að styrkja samskipti sín við yfirvöld í Brasilíu og fleiri ríkjum Suður-Ameríku. Lögreglan hafi tekið eftir talsverðum tengingum milli skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi og í Brasilíu. Klippa: Sveddi tönn handtekinn í Brasilíu Hann segir engar aðgerðir hafa farið fram hér á landi en rannsóknin er á forræði yfirvalda í Brasilíu. Aðspurður hvort fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við málið segir Karl Steinar að ekki sé hægt að útiloka það. Brasilíski fjölmiðillinn Globo heldur því fram að þetta sé Sverrir er hann var handtekinn í morgun.Skjáskot/Globo „Það er ekki hægt að útiloka það og brasilísk yfirvöld munu greina meira frá því. Þau hafa forræði og munu greina frá öllu í kringum málið,“ segir Karl Steinar. Sumarið 2022 var lagt hald á hundrað kíló af kókaíni í Hollandi sem fjórir Íslendingar voru dæmdir fyrir að reyna að flytja inn til Íslands. Kom sendingin upphaflega frá Brasilíu en gat Karl Steinar ekki tjáð sig um hvort það mál tengdist handtökunum í morgun. OPERAÇÃO PF | 250 policiais cumprem 49 mandados de busca e 33 de prisão na operação Match Point. Foram bloqueadas 43 contas bancárias, e sequestrados 57 imóveis e diversos veículos e embarcações. Os bens podem superar R$ 150 milhões. Saiba mais: https://t.co/yagMppoUzm pic.twitter.com/MgR0qqXHRb— Polícia Federal (@policiafederal) April 12, 2023 „Það er ekki hægt að útiloka það, það auðvitað tengist Brasilíu. Málið er komið á svo stuttan veg að það er ekki rétt hjá okkur að tjá okkur meir um það á þessu stigi. Þessi mynd mun skírast eins og fram líður,“ segir Karl Steinar. Hann segir að það muni skýrast síðar hvort Sveddi tönn verði framseldur hingað til lands eða ekki. Engin slík ákvörðun hafi verið tekin. „Þetta er stórt mál, meira að segja á brasilískum mælikvarða. Ég held að þetta sýni það umhverfi sem við erum farin að starfa í,“ segir Karl Steinar. Hver er Sveddi tönn? Sverrir Þór Gunnarsson er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst við sextán ára aldur. Fyrst um sinn var um minniháttar fíkniefna- og umferðarlagabrot að ræða. Hann fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti. Árið 2000 var Sverrir dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að stóru fíkniefnamáli. Dómurinn þótti mjög þungur og málið sem kallað var „Stóra fíkniefnamálið“ óhug þar sem finna mátti vísi að mikilli skipulagningu og hörku í undirheimum. Þrettán fengu dóm í málinu og var refsing Sverris sú næstþyngsta. Ári síðar var tannlæknir dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti tengt Sverri. Um var að ræða fyrsta peningaþvættismálið sem sakfellt var fyrir hér á landi. Eftir að hafa afplánað dóm sinn virðist Sverrir hafa flutt úr landi. Hann var tengdur við rannsókn lögreglu á starfsemi vændishúss í Ármúla 2006 en ekki var ákært í málinu. Nokkru síðar fékk hann níu ára dóm á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Sverrir náði að flýja land og afplánaði aldrei á Spáni. Það var svo í nóvember 2012 sem Sverrir var dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu fyrir að hafa skipulagt smygl á um fimmtíu þúsund E-töflum. Þegar Sverrir var handtekinn í tengslum við það mál sagði yfirmaður í lögreglunni ytra: „Við lögðum út net og náðum hákarli.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sverrir laus úr fangelsi í Brasilíu en kominn í annað úrræði þar sem hann gekk með ökklaband. Brasilía Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Lögreglumál Sveddi tönn handtekinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Greint var frá því í dag að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hafi verið handtekinn ásamt öðrum í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í morgun. Nokkrir íslenskir lögreglumenn komu að aðgerðunum og verða þeir áfram úti þar til annað verður ákveðið. Er Sverrir grunaður um að vera einn af höfuðpaurunum í glæpasamtökum sem sérhæfa sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Eru samtökin grunuð um að standa að umfangsmiklum fíkniefnaflutningi til Evrópu. Í samtali við fréttastofu segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, að lögreglan hér á landi hafi í langan tíma unnið að því að styrkja samskipti sín við yfirvöld í Brasilíu og fleiri ríkjum Suður-Ameríku. Lögreglan hafi tekið eftir talsverðum tengingum milli skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi og í Brasilíu. Klippa: Sveddi tönn handtekinn í Brasilíu Hann segir engar aðgerðir hafa farið fram hér á landi en rannsóknin er á forræði yfirvalda í Brasilíu. Aðspurður hvort fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við málið segir Karl Steinar að ekki sé hægt að útiloka það. Brasilíski fjölmiðillinn Globo heldur því fram að þetta sé Sverrir er hann var handtekinn í morgun.Skjáskot/Globo „Það er ekki hægt að útiloka það og brasilísk yfirvöld munu greina meira frá því. Þau hafa forræði og munu greina frá öllu í kringum málið,“ segir Karl Steinar. Sumarið 2022 var lagt hald á hundrað kíló af kókaíni í Hollandi sem fjórir Íslendingar voru dæmdir fyrir að reyna að flytja inn til Íslands. Kom sendingin upphaflega frá Brasilíu en gat Karl Steinar ekki tjáð sig um hvort það mál tengdist handtökunum í morgun. OPERAÇÃO PF | 250 policiais cumprem 49 mandados de busca e 33 de prisão na operação Match Point. Foram bloqueadas 43 contas bancárias, e sequestrados 57 imóveis e diversos veículos e embarcações. Os bens podem superar R$ 150 milhões. Saiba mais: https://t.co/yagMppoUzm pic.twitter.com/MgR0qqXHRb— Polícia Federal (@policiafederal) April 12, 2023 „Það er ekki hægt að útiloka það, það auðvitað tengist Brasilíu. Málið er komið á svo stuttan veg að það er ekki rétt hjá okkur að tjá okkur meir um það á þessu stigi. Þessi mynd mun skírast eins og fram líður,“ segir Karl Steinar. Hann segir að það muni skýrast síðar hvort Sveddi tönn verði framseldur hingað til lands eða ekki. Engin slík ákvörðun hafi verið tekin. „Þetta er stórt mál, meira að segja á brasilískum mælikvarða. Ég held að þetta sýni það umhverfi sem við erum farin að starfa í,“ segir Karl Steinar. Hver er Sveddi tönn? Sverrir Þór Gunnarsson er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst við sextán ára aldur. Fyrst um sinn var um minniháttar fíkniefna- og umferðarlagabrot að ræða. Hann fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti. Árið 2000 var Sverrir dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að stóru fíkniefnamáli. Dómurinn þótti mjög þungur og málið sem kallað var „Stóra fíkniefnamálið“ óhug þar sem finna mátti vísi að mikilli skipulagningu og hörku í undirheimum. Þrettán fengu dóm í málinu og var refsing Sverris sú næstþyngsta. Ári síðar var tannlæknir dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti tengt Sverri. Um var að ræða fyrsta peningaþvættismálið sem sakfellt var fyrir hér á landi. Eftir að hafa afplánað dóm sinn virðist Sverrir hafa flutt úr landi. Hann var tengdur við rannsókn lögreglu á starfsemi vændishúss í Ármúla 2006 en ekki var ákært í málinu. Nokkru síðar fékk hann níu ára dóm á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Sverrir náði að flýja land og afplánaði aldrei á Spáni. Það var svo í nóvember 2012 sem Sverrir var dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu fyrir að hafa skipulagt smygl á um fimmtíu þúsund E-töflum. Þegar Sverrir var handtekinn í tengslum við það mál sagði yfirmaður í lögreglunni ytra: „Við lögðum út net og náðum hákarli.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sverrir laus úr fangelsi í Brasilíu en kominn í annað úrræði þar sem hann gekk með ökklaband.
Hver er Sveddi tönn? Sverrir Þór Gunnarsson er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst við sextán ára aldur. Fyrst um sinn var um minniháttar fíkniefna- og umferðarlagabrot að ræða. Hann fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti. Árið 2000 var Sverrir dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að stóru fíkniefnamáli. Dómurinn þótti mjög þungur og málið sem kallað var „Stóra fíkniefnamálið“ óhug þar sem finna mátti vísi að mikilli skipulagningu og hörku í undirheimum. Þrettán fengu dóm í málinu og var refsing Sverris sú næstþyngsta. Ári síðar var tannlæknir dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti tengt Sverri. Um var að ræða fyrsta peningaþvættismálið sem sakfellt var fyrir hér á landi. Eftir að hafa afplánað dóm sinn virðist Sverrir hafa flutt úr landi. Hann var tengdur við rannsókn lögreglu á starfsemi vændishúss í Ármúla 2006 en ekki var ákært í málinu. Nokkru síðar fékk hann níu ára dóm á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Sverrir náði að flýja land og afplánaði aldrei á Spáni. Það var svo í nóvember 2012 sem Sverrir var dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu fyrir að hafa skipulagt smygl á um fimmtíu þúsund E-töflum. Þegar Sverrir var handtekinn í tengslum við það mál sagði yfirmaður í lögreglunni ytra: „Við lögðum út net og náðum hákarli.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sverrir laus úr fangelsi í Brasilíu en kominn í annað úrræði þar sem hann gekk með ökklaband.
Brasilía Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Lögreglumál Sveddi tönn handtekinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira