„Ég held að við viljum þetta ekki hingað til lands“ Snorri Másson skrifar 16. apríl 2023 10:19 Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi segist hafa haft sinnaskipti um málefni innlends leigubílamarkaðar og kveðst orðinn afhuga því að leyfa nánast fullt frelsi á markaðnum eins og stefnt er með nýsamþykktu frumvarpi. Á meðal þess sem stuðlaði að sinnaskiptunum hjá Jakobi er árekstur sem hann lenti í í Frakklandi fyrr í mánuðinum, sem varð einmitt um borð í UBER-bifreið. Í ljósi þeirrar reynslu segist Jakob hafa breyttan skilning á sjónarmiðum leigubílstjóra sem mótmæla breytingum á markaðnum og vísar Jakob þar meðal annars í viðtal við Daníel O. Einarsson, talsmann leigubílstjóra, í Morgunblaðinu nýverið. Þar sagði Daníel að leigubílar í gegnum öpp í símum yrðu fyrst milliliður, en síðan harður húsbóndi: „Þetta er bara verkfæri Satans, ekkert annað. Þeir tala um snjallvæðifasisma á Spáni,“ sagði Daníel í viðtalinu. Jakob tekur undir þetta og nefnir einnig spillingarmál í tengslum við UBER í Frakklandi. „Ég held að við viljum þetta ekki hingað til lands… Snjallvæðing, fasismi einhver, mútur, bílslys,“ segir Jakob. Þá segir hann reynslu sína af UBER-bílslysinu í Frakklandi einkar óánægjulega. „Síðan kemur maður heim og það fyrsta sem maður sér er frétt um leigubílstjóra sem gefur ungri stúlku gamla fiðlu sem hann átti. Þetta finnst mér svolítið vera munurinn þarna. Annar lendir í bílslysi, biðst varla afsökunar og fyllir bara út tjónaskýrslu; hinn gefur ungum stúlkum fiðlur,“ segir Jakob. Ísland í dag Leigubílar Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. 25. febrúar 2023 09:29 Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar. 11. febrúar 2023 10:00 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Á meðal þess sem stuðlaði að sinnaskiptunum hjá Jakobi er árekstur sem hann lenti í í Frakklandi fyrr í mánuðinum, sem varð einmitt um borð í UBER-bifreið. Í ljósi þeirrar reynslu segist Jakob hafa breyttan skilning á sjónarmiðum leigubílstjóra sem mótmæla breytingum á markaðnum og vísar Jakob þar meðal annars í viðtal við Daníel O. Einarsson, talsmann leigubílstjóra, í Morgunblaðinu nýverið. Þar sagði Daníel að leigubílar í gegnum öpp í símum yrðu fyrst milliliður, en síðan harður húsbóndi: „Þetta er bara verkfæri Satans, ekkert annað. Þeir tala um snjallvæðifasisma á Spáni,“ sagði Daníel í viðtalinu. Jakob tekur undir þetta og nefnir einnig spillingarmál í tengslum við UBER í Frakklandi. „Ég held að við viljum þetta ekki hingað til lands… Snjallvæðing, fasismi einhver, mútur, bílslys,“ segir Jakob. Þá segir hann reynslu sína af UBER-bílslysinu í Frakklandi einkar óánægjulega. „Síðan kemur maður heim og það fyrsta sem maður sér er frétt um leigubílstjóra sem gefur ungri stúlku gamla fiðlu sem hann átti. Þetta finnst mér svolítið vera munurinn þarna. Annar lendir í bílslysi, biðst varla afsökunar og fyllir bara út tjónaskýrslu; hinn gefur ungum stúlkum fiðlur,“ segir Jakob.
Ísland í dag Leigubílar Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. 25. febrúar 2023 09:29 Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar. 11. febrúar 2023 10:00 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
„Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. 25. febrúar 2023 09:29
Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar. 11. febrúar 2023 10:00