Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem íþróttaráðuneytið birti í nótt.
Samkvæmt Reuters var ákvörðunin tekin í kjölfar þess að Alþjóða Ólympíunefndin (IOC) heimilaði íþróttamönnum frá Rússlandi og Belarús að keppa sem „óháðir“ á viðburðum á vegum IOC.
Ákvörðun IOC vakti mikla reiði í Úkraínu en ákvörðun úkraínskra stjórnvalda um að leggja keppnisbann á eigið íþróttafólk hefur ekki síður vakið gagnrýni.
Yfirvöld höfðu áður varað innlend íþróttafélög við því að senda íþróttafólk til þátttöku á alþjóðlegum mótum þar sem Rússar og Belarúsar væru meðal þátttakenda.