Þrýstu á ráðherra að skipa Seyðfirðinga í jarðganganefnd Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2023 10:40 Frá Seyðisfirði. Vilhelm Gunnarsson Fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði, Margrét Guðjónsdóttir, sem núna er fulltrúi heimastjórnar Seyðisfjarðar í Múlaþingi, lýsir því í grein á Vísi hvernig það kom til að Seyðfirðingar fengu tvo fulltrúa af fimm í nefnd samgönguráðherra um næstu jarðgöng á Austurlandi. Sú niðurstaða nefndarinnar árið 2019, að leggja til Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, hefur síðan verið lögð til grundvallar þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að þau skuli vera næst í röðinni. Einar Þorvarðarson, fyrrverandi umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi, hefur gagnrýnt hvað Seyðisfjörður fékk mikið áhrifavald í þessari fimm manna jarðganganefnd. „Þar af voru tveir Seyðfirðingar með fyrirfram mótaðar skoðanir. Þannig að þeir réðu alveg ferðinni í nefndinni,“ sagði Einar í þættinum Ísland í dag. Í grein Margrétar Guðjónsdóttur undir fyrirsögninni „Að blekkja Alþingi“ rekur hún forsögu málsins og baráttu Seyðfirðinga fyrir samgöngubótum. Þeir hafi á þessum árum hitt hvern einasta samgönguráðherra, sem voru Kristján Möller, Ögmundur Jónasson, Ólöf Nordal, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Jón Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. Fyrirhuguð lega Fjarðarheiðarganga. Þau verða 13,3 kílómetra löng.Vegagerðin „Eftir fyrsta fund með þáverandi ráðherra áttuðum við okkur á því hvers vegna Fjarðabyggð hafði sagt skilið við stóru jarðgangasýnina fyrir mið-Austurland og einblínt bara á ný Norðfjarðargöng,“ segir Margrét en hún var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Seyðisfirði á árunum 2010 til 2018. Fram kemur að Seyðfirðingar hafi metið stöðuna þannig að ekki væri vilji hjá ráðamönnum á Alþingi að ráðast í fjöl-ganga verkefni á mið-Austurlandi. Skilaboðin hafi verið þau að „..ef Seyðfirðingar ætluðu einhvern tímann að sjá fyrir endann á þeim farartálma sem Fjarðarheiði væri, skildum við einblína á ein jarðgöng,“ segir hún. Stuðningur sem Seyðfirðingar hafi vænst úr Fjarðabyggð hafi ekki verið jafn auðfenginn og vonast hafði verið til. „Nágrannar okkar sunnan fjarða sem þegar höfðu Oddskarðsgöng, Fáskrúðsfjarðargöng og sáu nú fram á framkvæmdir við ný Norðfjarðargöng, fundu Fjarðarheiðargöngum allt til foráttu. Þeir voru vanir að ráða og vildu áfram fá að ráða.“ „Svo gerðist það að nýr ráðherra, Jón Gunnarsson, ákvað að stofna sérstaka nefnd um undirbúning að ákvarðanatöku um Seyðisfjarðargöng. Göngin hefðu það hlutverk að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar, styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og á Austurlandi öllu,“ segir Margrét. Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra, skipaði nefnd um jarðgangaval á AusturlandiVilhelm Gunnarsson „Við tók ný barátta þegar ljóst var að bæjarstjórn Seyðisfjarðar átti ekki að fá að eiga fulltrúa í nefnd ráðherra, nefnd sem átti að fjalla um stærsta og mikilvægasta öryggis- og réttlætismál Seyðfirðinga fyrr og síðar, bæjarstjórn Seyðisfjarðar átti hreinlega ekki að fá sæti við borðið,“ segir hún. Margrét greinir frá því að bæjarfulltrúar hafi átt fund með Jóni Gunnarssyni. „Tók hann ábendingar bæjarstjórnar Seyðisfjarðar um skipan í nefndina til greina,“ segir hún og þakkar sérstaklega þáverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, Valgerði Gunnarsdóttur, fyrir stuðning hennar í málinu. Niðurstaða Jóns Gunnarssonar var að skipa tvo Seyðfirðinga í nefndina sem báðir komu úr röðum sjálfstæðismanna. Annarsvegar Arnbjörgu Sveinsdóttur, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, og forseta bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, og hins vegar Adolf Guðmundsson, fyrrverandi útgerðarmann á Seyðisfirði, en hann skipaði heiðurssætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar árið 2018. Aðrir í nefndinni voru Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, Jóna Árný Þórðardóttir, löggiltur endurskoðandi, og Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður á Byggðastofnun. „Það var gríðarlega mikilvægt að hafa Arnbjörgu Sveinsdóttur með og vorum við þess fullviss að víðtæk reynsla hennar af sveitarstjórnarmálum og þingmennsku myndi vera mikilvæg fyrir störf nefndarinnar,“ segir Margrét. Lokaorðin í grein hennar á Vísi eru: „Engum blekkingum var beitt af hálfu bæjarfulltrúa Seyðisfjarðar í garð þingmanna, ráðherra eða Alþingis á meðan baráttu fyrir Fjarðarheiðargöngum stóð.“ Múlaþing Alþingi Samgöngur Vegagerð Fjarðabyggð Tengdar fréttir Að blekkja Alþingi Umræða um jarðgöng og bættar samgöngur hefur ávallt verið fyrirferðmikil innan sveitarfélaga enda eru samgöngur forsenda þess að þau geti þróast og dafnað. Sveitarfélög á Austurlandi eru engin undantekning á því og eru samgöngubætur ávallt ræddar á sameiginlegum vettvangi sveitarstjórna í landshlutanum. 13. apríl 2023 16:31 Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. 12. apríl 2023 10:52 Seyðfirðingum brugðið, vilja svör um jarðgöng Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. 7. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Einar Þorvarðarson, fyrrverandi umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi, hefur gagnrýnt hvað Seyðisfjörður fékk mikið áhrifavald í þessari fimm manna jarðganganefnd. „Þar af voru tveir Seyðfirðingar með fyrirfram mótaðar skoðanir. Þannig að þeir réðu alveg ferðinni í nefndinni,“ sagði Einar í þættinum Ísland í dag. Í grein Margrétar Guðjónsdóttur undir fyrirsögninni „Að blekkja Alþingi“ rekur hún forsögu málsins og baráttu Seyðfirðinga fyrir samgöngubótum. Þeir hafi á þessum árum hitt hvern einasta samgönguráðherra, sem voru Kristján Möller, Ögmundur Jónasson, Ólöf Nordal, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Jón Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. Fyrirhuguð lega Fjarðarheiðarganga. Þau verða 13,3 kílómetra löng.Vegagerðin „Eftir fyrsta fund með þáverandi ráðherra áttuðum við okkur á því hvers vegna Fjarðabyggð hafði sagt skilið við stóru jarðgangasýnina fyrir mið-Austurland og einblínt bara á ný Norðfjarðargöng,“ segir Margrét en hún var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Seyðisfirði á árunum 2010 til 2018. Fram kemur að Seyðfirðingar hafi metið stöðuna þannig að ekki væri vilji hjá ráðamönnum á Alþingi að ráðast í fjöl-ganga verkefni á mið-Austurlandi. Skilaboðin hafi verið þau að „..ef Seyðfirðingar ætluðu einhvern tímann að sjá fyrir endann á þeim farartálma sem Fjarðarheiði væri, skildum við einblína á ein jarðgöng,“ segir hún. Stuðningur sem Seyðfirðingar hafi vænst úr Fjarðabyggð hafi ekki verið jafn auðfenginn og vonast hafði verið til. „Nágrannar okkar sunnan fjarða sem þegar höfðu Oddskarðsgöng, Fáskrúðsfjarðargöng og sáu nú fram á framkvæmdir við ný Norðfjarðargöng, fundu Fjarðarheiðargöngum allt til foráttu. Þeir voru vanir að ráða og vildu áfram fá að ráða.“ „Svo gerðist það að nýr ráðherra, Jón Gunnarsson, ákvað að stofna sérstaka nefnd um undirbúning að ákvarðanatöku um Seyðisfjarðargöng. Göngin hefðu það hlutverk að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar, styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og á Austurlandi öllu,“ segir Margrét. Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra, skipaði nefnd um jarðgangaval á AusturlandiVilhelm Gunnarsson „Við tók ný barátta þegar ljóst var að bæjarstjórn Seyðisfjarðar átti ekki að fá að eiga fulltrúa í nefnd ráðherra, nefnd sem átti að fjalla um stærsta og mikilvægasta öryggis- og réttlætismál Seyðfirðinga fyrr og síðar, bæjarstjórn Seyðisfjarðar átti hreinlega ekki að fá sæti við borðið,“ segir hún. Margrét greinir frá því að bæjarfulltrúar hafi átt fund með Jóni Gunnarssyni. „Tók hann ábendingar bæjarstjórnar Seyðisfjarðar um skipan í nefndina til greina,“ segir hún og þakkar sérstaklega þáverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, Valgerði Gunnarsdóttur, fyrir stuðning hennar í málinu. Niðurstaða Jóns Gunnarssonar var að skipa tvo Seyðfirðinga í nefndina sem báðir komu úr röðum sjálfstæðismanna. Annarsvegar Arnbjörgu Sveinsdóttur, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, og forseta bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, og hins vegar Adolf Guðmundsson, fyrrverandi útgerðarmann á Seyðisfirði, en hann skipaði heiðurssætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar árið 2018. Aðrir í nefndinni voru Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, Jóna Árný Þórðardóttir, löggiltur endurskoðandi, og Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður á Byggðastofnun. „Það var gríðarlega mikilvægt að hafa Arnbjörgu Sveinsdóttur með og vorum við þess fullviss að víðtæk reynsla hennar af sveitarstjórnarmálum og þingmennsku myndi vera mikilvæg fyrir störf nefndarinnar,“ segir Margrét. Lokaorðin í grein hennar á Vísi eru: „Engum blekkingum var beitt af hálfu bæjarfulltrúa Seyðisfjarðar í garð þingmanna, ráðherra eða Alþingis á meðan baráttu fyrir Fjarðarheiðargöngum stóð.“
Múlaþing Alþingi Samgöngur Vegagerð Fjarðabyggð Tengdar fréttir Að blekkja Alþingi Umræða um jarðgöng og bættar samgöngur hefur ávallt verið fyrirferðmikil innan sveitarfélaga enda eru samgöngur forsenda þess að þau geti þróast og dafnað. Sveitarfélög á Austurlandi eru engin undantekning á því og eru samgöngubætur ávallt ræddar á sameiginlegum vettvangi sveitarstjórna í landshlutanum. 13. apríl 2023 16:31 Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. 12. apríl 2023 10:52 Seyðfirðingum brugðið, vilja svör um jarðgöng Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. 7. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Að blekkja Alþingi Umræða um jarðgöng og bættar samgöngur hefur ávallt verið fyrirferðmikil innan sveitarfélaga enda eru samgöngur forsenda þess að þau geti þróast og dafnað. Sveitarfélög á Austurlandi eru engin undantekning á því og eru samgöngubætur ávallt ræddar á sameiginlegum vettvangi sveitarstjórna í landshlutanum. 13. apríl 2023 16:31
Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48
Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51
Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. 12. apríl 2023 10:52
Seyðfirðingum brugðið, vilja svör um jarðgöng Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. 7. nóvember 2013 18:45