„Þetta þarf að vera faglegt mat“ Árni Sæberg og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 14. apríl 2023 23:45 Willum Þór ræddi lyfið Spinraza í ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að notkun lyfs við taugahrörnunarsjúkdómnum spinal muscular athrophy (SMA) verði ekki samþykkt nema að undangengnu faglegu mati. Nauðsynlegt sé að tryggja bæði öryggi notkunar lyfsins og að nytsemi hennar sé óyggjandi. Hópur fólks með SMA birti opið bréf til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þar sem þess var krafist að fullorðnum með SMA hér á landi yrði leyft að fá lyf við sjúkdóminum í kjölfar ákvörðunar Norðmanna þess efnis. Hingað til hafa tvö lyf við sjúkdómnum einungis verið leyfð fyrir sjúklinga sem eru yngri en átján ára, bæði hér á landi og á Norðurlöndunum. Fréttastofa hefur undanfarna daga fjallað ítarlega um sjúkdóminn SMA, Spinal Muscular Atrophy, og þá einstaklinga sem við hann glíma. Af þeim fimmtán sem eru með sjúkdóminn hér á landi fá ellefu ekki lyf þau tvö lyf sem standa til boða, þar sem meðferð getur ekki hafist eftir átján ára aldur. Willum Þór sagði í kvöldfréttum í gær að til skoðunar væri að heimila notkun lyfsins fyrir fullorðna og að hann vonaðist til þess að ákvörðun yrði tekin innan skamms. Hæfileikaríkt fólk leggi mat á lyfið Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Willum Þór að mat á gagnsemi lyfja sé í höndum lyfjanefndar Landspítalans og að þar séu þeir sem best þekkja til á sviðinu. „Við búum vel að eiga hæfileikaríkt fólk sem metur þetta jöfnum höndum. Nú er það þannig að Norðurlöndin hafa fylgst að í þessu og þetta er stöðugt í mati. Nú komu síðan fréttir frá Noregi um að nefndin þeirra, sem heitir beslutnings kommissionen, hefur endurmetið þessa afstöðu gagnvart átján ára og eldri. Nú er það okkar að kanna hvað breytir þessu mati og auðvitað er þetta í stöðugri þróun, blessunarlega og lyfjanefnd væntanlega fer yfir það,“ segir Willum. Ljóst er að SMA er hraðvirkur sjúkdómur og þeir sem þjást af honum megi ekki mikinn tíma missa þegar kemur að því að fá lífsnauðsynleg lyf við honum. Willum segir að nauðsynlegt sé að meta lyfið áður en það verði tekið í notkun fyrir átján ára og eldri. „Við höfum bara sett þetta í lög þannig að þetta þarf auðvitað að vera faglegt mat. Þetta eru líka þannig lyf að það þarf að tryggja öryggi í meðferð og notkun og taugalæknarnir fylgjast mjög náið með framþróun í þessu. Gagnsemin þarf auðvitað að vera óyggjandi og þetta er kannski á allra síðustu árum sem það eru að koma nýjar upplýsingar fram um gagnsemina af þessu tiltekna lyfi,“ segir hann. Þar vísar Willum Þór til lyfsins Spinraza, sem Norðmenn veittu nýverið leyfi til notkunar átján ára og eldri. Annað lyf, Evrysdi, hefur einnig fengið leyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar, en hefur sætt sömu takmörkunum vegna aldurs á Norðurlöndunum. „Vonandi eru nýjar upplýsingar sem breyta þessu mati og af því að Norðurlöndin hafi fylgst að þá geri ég ráð fyrir því að það séu einhverjar upplýsingar sem útskýra þetta endurmat,“ segir Willum Þór. Matið verði einstaklingsbundið Willum Þór segir að hann sýni afstöðu þeirra sem þjást af SMA mikinn skilning og að hann hafi tekið áskorun þeirra í gær. Þó segir hann að árið 2019 hafi lyfið verið metið hvað varðar notkun einstaklings hér á landi á því og það ekki hlotið samþykki. Þá bendi þau gögn, sem hann hefur kynnt sér varðandi samþykkt Norðmanna á notkun lyfsins fyrir fullorðna, til þess að matið verði alltaf einstaklingsbundið og því metið í hverju tilviki fyrir sig hvort fullorðnir fái lyfið. Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Samþykkið lyf við Spinal Muscular Atrophy fyrir 18 ára og eldri! Kæri Willum Þór. Við erum ellefu einstaklingar sem erum með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) á ólíkum aldursskeiðum sem eigum það öll sameiginlegt að eiga okkur draum um lyf við sjúkdómi sem hefur mikil áhrif á vöðvastyrk, færni og hreyfigetu. 13. apríl 2023 10:00 Óhugnanlegt og erfitt að finna líkamann hrörna meðan lyf eru í boði Kona sem fær ekki lyf við taugahrörnunarsjúkdóminum SMA sökum aldurs segir stefnu íslenskra yfirvalda óskiljanlega en ljóst sé að kostnaður ráði för. Ákvörðun Norðmanna í dag um að leyfa fullorðnum að fá lyf við sjúkdóminum hljóti að hreyfa við íslenskum yfirvöldum. Það eitt að geta stöðvað sjúkdóminn, þó hún fengi enga færni til baka, væri guðsgjöf. 11. apríl 2023 19:32 „Okkur versnar með hverjum deginum“ Sigrún Jensdóttir, á sextugsaldri, er ein ellefu einstaklinga á Íslandi sem er með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) og fær ekki lyf sem gætu hægt á hrörnuninni eða stöðvað hana vegna þess að hún er eldri en átján ára. Alls eru fimmtán einstaklingar með sjúkdóminn hér á landi. Sjúkdómurinn fer versnandi með degi hverjum og hefur Sigrún hingað til forðast tilhugsunina um framtíðina. 9. apríl 2023 09:00 Neitað um lyf sem gæti breytt lífi hans Ísak Sigurðsson er þriggja barna faðir á fertugsaldri og hugbúnaðarsérfræðingur. Hann er með vöðva og taugahrörnunarsjúkdóm sem nú er hægt að meðhöndla en fær ekki lyf því hann er of gamall. 8. apríl 2023 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Hópur fólks með SMA birti opið bréf til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þar sem þess var krafist að fullorðnum með SMA hér á landi yrði leyft að fá lyf við sjúkdóminum í kjölfar ákvörðunar Norðmanna þess efnis. Hingað til hafa tvö lyf við sjúkdómnum einungis verið leyfð fyrir sjúklinga sem eru yngri en átján ára, bæði hér á landi og á Norðurlöndunum. Fréttastofa hefur undanfarna daga fjallað ítarlega um sjúkdóminn SMA, Spinal Muscular Atrophy, og þá einstaklinga sem við hann glíma. Af þeim fimmtán sem eru með sjúkdóminn hér á landi fá ellefu ekki lyf þau tvö lyf sem standa til boða, þar sem meðferð getur ekki hafist eftir átján ára aldur. Willum Þór sagði í kvöldfréttum í gær að til skoðunar væri að heimila notkun lyfsins fyrir fullorðna og að hann vonaðist til þess að ákvörðun yrði tekin innan skamms. Hæfileikaríkt fólk leggi mat á lyfið Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Willum Þór að mat á gagnsemi lyfja sé í höndum lyfjanefndar Landspítalans og að þar séu þeir sem best þekkja til á sviðinu. „Við búum vel að eiga hæfileikaríkt fólk sem metur þetta jöfnum höndum. Nú er það þannig að Norðurlöndin hafa fylgst að í þessu og þetta er stöðugt í mati. Nú komu síðan fréttir frá Noregi um að nefndin þeirra, sem heitir beslutnings kommissionen, hefur endurmetið þessa afstöðu gagnvart átján ára og eldri. Nú er það okkar að kanna hvað breytir þessu mati og auðvitað er þetta í stöðugri þróun, blessunarlega og lyfjanefnd væntanlega fer yfir það,“ segir Willum. Ljóst er að SMA er hraðvirkur sjúkdómur og þeir sem þjást af honum megi ekki mikinn tíma missa þegar kemur að því að fá lífsnauðsynleg lyf við honum. Willum segir að nauðsynlegt sé að meta lyfið áður en það verði tekið í notkun fyrir átján ára og eldri. „Við höfum bara sett þetta í lög þannig að þetta þarf auðvitað að vera faglegt mat. Þetta eru líka þannig lyf að það þarf að tryggja öryggi í meðferð og notkun og taugalæknarnir fylgjast mjög náið með framþróun í þessu. Gagnsemin þarf auðvitað að vera óyggjandi og þetta er kannski á allra síðustu árum sem það eru að koma nýjar upplýsingar fram um gagnsemina af þessu tiltekna lyfi,“ segir hann. Þar vísar Willum Þór til lyfsins Spinraza, sem Norðmenn veittu nýverið leyfi til notkunar átján ára og eldri. Annað lyf, Evrysdi, hefur einnig fengið leyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar, en hefur sætt sömu takmörkunum vegna aldurs á Norðurlöndunum. „Vonandi eru nýjar upplýsingar sem breyta þessu mati og af því að Norðurlöndin hafi fylgst að þá geri ég ráð fyrir því að það séu einhverjar upplýsingar sem útskýra þetta endurmat,“ segir Willum Þór. Matið verði einstaklingsbundið Willum Þór segir að hann sýni afstöðu þeirra sem þjást af SMA mikinn skilning og að hann hafi tekið áskorun þeirra í gær. Þó segir hann að árið 2019 hafi lyfið verið metið hvað varðar notkun einstaklings hér á landi á því og það ekki hlotið samþykki. Þá bendi þau gögn, sem hann hefur kynnt sér varðandi samþykkt Norðmanna á notkun lyfsins fyrir fullorðna, til þess að matið verði alltaf einstaklingsbundið og því metið í hverju tilviki fyrir sig hvort fullorðnir fái lyfið.
Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Samþykkið lyf við Spinal Muscular Atrophy fyrir 18 ára og eldri! Kæri Willum Þór. Við erum ellefu einstaklingar sem erum með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) á ólíkum aldursskeiðum sem eigum það öll sameiginlegt að eiga okkur draum um lyf við sjúkdómi sem hefur mikil áhrif á vöðvastyrk, færni og hreyfigetu. 13. apríl 2023 10:00 Óhugnanlegt og erfitt að finna líkamann hrörna meðan lyf eru í boði Kona sem fær ekki lyf við taugahrörnunarsjúkdóminum SMA sökum aldurs segir stefnu íslenskra yfirvalda óskiljanlega en ljóst sé að kostnaður ráði för. Ákvörðun Norðmanna í dag um að leyfa fullorðnum að fá lyf við sjúkdóminum hljóti að hreyfa við íslenskum yfirvöldum. Það eitt að geta stöðvað sjúkdóminn, þó hún fengi enga færni til baka, væri guðsgjöf. 11. apríl 2023 19:32 „Okkur versnar með hverjum deginum“ Sigrún Jensdóttir, á sextugsaldri, er ein ellefu einstaklinga á Íslandi sem er með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) og fær ekki lyf sem gætu hægt á hrörnuninni eða stöðvað hana vegna þess að hún er eldri en átján ára. Alls eru fimmtán einstaklingar með sjúkdóminn hér á landi. Sjúkdómurinn fer versnandi með degi hverjum og hefur Sigrún hingað til forðast tilhugsunina um framtíðina. 9. apríl 2023 09:00 Neitað um lyf sem gæti breytt lífi hans Ísak Sigurðsson er þriggja barna faðir á fertugsaldri og hugbúnaðarsérfræðingur. Hann er með vöðva og taugahrörnunarsjúkdóm sem nú er hægt að meðhöndla en fær ekki lyf því hann er of gamall. 8. apríl 2023 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Samþykkið lyf við Spinal Muscular Atrophy fyrir 18 ára og eldri! Kæri Willum Þór. Við erum ellefu einstaklingar sem erum með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) á ólíkum aldursskeiðum sem eigum það öll sameiginlegt að eiga okkur draum um lyf við sjúkdómi sem hefur mikil áhrif á vöðvastyrk, færni og hreyfigetu. 13. apríl 2023 10:00
Óhugnanlegt og erfitt að finna líkamann hrörna meðan lyf eru í boði Kona sem fær ekki lyf við taugahrörnunarsjúkdóminum SMA sökum aldurs segir stefnu íslenskra yfirvalda óskiljanlega en ljóst sé að kostnaður ráði för. Ákvörðun Norðmanna í dag um að leyfa fullorðnum að fá lyf við sjúkdóminum hljóti að hreyfa við íslenskum yfirvöldum. Það eitt að geta stöðvað sjúkdóminn, þó hún fengi enga færni til baka, væri guðsgjöf. 11. apríl 2023 19:32
„Okkur versnar með hverjum deginum“ Sigrún Jensdóttir, á sextugsaldri, er ein ellefu einstaklinga á Íslandi sem er með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) og fær ekki lyf sem gætu hægt á hrörnuninni eða stöðvað hana vegna þess að hún er eldri en átján ára. Alls eru fimmtán einstaklingar með sjúkdóminn hér á landi. Sjúkdómurinn fer versnandi með degi hverjum og hefur Sigrún hingað til forðast tilhugsunina um framtíðina. 9. apríl 2023 09:00
Neitað um lyf sem gæti breytt lífi hans Ísak Sigurðsson er þriggja barna faðir á fertugsaldri og hugbúnaðarsérfræðingur. Hann er með vöðva og taugahrörnunarsjúkdóm sem nú er hægt að meðhöndla en fær ekki lyf því hann er of gamall. 8. apríl 2023 07:00