Miami Heat og Minnesota Timberwolves í úrslitakeppnina Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 09:30 Jimmy Butler og Coby White heilsast að leik loknum í nótt. Vísir/Getty Miami Heat og Minnesota Timberwolves tryggðu sér síðustu sætin í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með sigrum í umspili í nótt. Síðustu leikir umspilsins um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt en úrslitakeppni deildarinnar hefst í kvöld. Miami Heat tryggði sér síðasta sætið í Austurdeild og Minnesota Timberwolves í Vesturdeild. Miami Heat endaði deildakeppnina í sjöunda sæti og hafði beðið lægri hlut gegn Atlanta Hawks í fyrri umspilsleiknum en Bulls hafði tryggt sér sæti í leiknum gegn Miami Heat með því að slá Toronto Raptors úr leik. JIMMY BUCKETS 31 points4 rebounds3 assistsMiami moves on to battle the Bucks in Round 1 of the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel : Sunday | 5:30pm/et | TNT pic.twitter.com/j9VSDcArVW— NBA (@NBA) April 15, 2023 Leikurinn í nótt var jafn og spennandi. Miami hafði yfirhöndina framan af og leiddi 49-44 í hálfleik. Góður kafli Bulls í þriðja leikhluta kom þeim í forystuna og þeir náðu mest sex stiga forskoti í lokafjórðungnum. Þá tók Jimmy Butler til sinna mála. Hann kom Miami Heat aftur á beinu brautina en hann skoraði 22 stig í síðari hálfleiknum. Þriggja stiga karfa frá Max Strus kom Miami fimm stigum yfir þegar lítið var eftir og það var of mikið fyrir lið Chicago. Miami Heat vann að lokum 102-91 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitunum þar sem þeir mæta liði Milwaukee Bucks. Max Strus dropped 31 PTS and 7 3PM to help Miami secure the must-win W! This shot from deep in crunchtime is tonight's X-Factor moment #HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/fnnHCFA3Cq— NBA (@NBA) April 15, 2023 Jimmy Butler og Max Strus voru stigahæstir hjá Miami Heat með 31 stig en DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Bulls sem eru komnir í sumarfrí. Í hinum leik umspilsins tók Minnesota Timberwolves á móti Oklahoma City Thunder. Timberwolves höfðu tapað fyrir Los Angeles Lakers í fyrri leik umspilskeppninnar en Oklahoma slegið út lið New Orleans Pelicans. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en undir lok hans náði Minnesota Timberwolves ágætu áhlaupi og leiddi með tíu stigum í hálfleik, staðan þá 57-47. Þeir héldu síðan frumkvæðinu eftir hlé, voru komnir sautján stigum yfir fyrir lokafjórðunginn þar sem þeir síðan gengu frá leiknum. KAT showed out as the Timberwolves secured the West's #8 seed 28 PTS11 REB3 AST3 BLKMinnesota will face Denver in Round 1 : Game 1 | Sunday | 10:30pm/et | TNT pic.twitter.com/WNrDhRbTFn— NBA (@NBA) April 15, 2023 Lokatölur 120-95 og Timberwolves mætir liði Denver Nuggets í úrslitakeppninni en Nuggets varð meistari Vesturdeildarinnar. Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig fyrir Timberwolves í nótt en Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur hjá Oklahoma City Thunder með 22 stig. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en í kvöld verður leikur Boston Celtics og Atlanta Hawks sýndur beint klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport 3. NBA Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Síðustu leikir umspilsins um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt en úrslitakeppni deildarinnar hefst í kvöld. Miami Heat tryggði sér síðasta sætið í Austurdeild og Minnesota Timberwolves í Vesturdeild. Miami Heat endaði deildakeppnina í sjöunda sæti og hafði beðið lægri hlut gegn Atlanta Hawks í fyrri umspilsleiknum en Bulls hafði tryggt sér sæti í leiknum gegn Miami Heat með því að slá Toronto Raptors úr leik. JIMMY BUCKETS 31 points4 rebounds3 assistsMiami moves on to battle the Bucks in Round 1 of the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel : Sunday | 5:30pm/et | TNT pic.twitter.com/j9VSDcArVW— NBA (@NBA) April 15, 2023 Leikurinn í nótt var jafn og spennandi. Miami hafði yfirhöndina framan af og leiddi 49-44 í hálfleik. Góður kafli Bulls í þriðja leikhluta kom þeim í forystuna og þeir náðu mest sex stiga forskoti í lokafjórðungnum. Þá tók Jimmy Butler til sinna mála. Hann kom Miami Heat aftur á beinu brautina en hann skoraði 22 stig í síðari hálfleiknum. Þriggja stiga karfa frá Max Strus kom Miami fimm stigum yfir þegar lítið var eftir og það var of mikið fyrir lið Chicago. Miami Heat vann að lokum 102-91 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitunum þar sem þeir mæta liði Milwaukee Bucks. Max Strus dropped 31 PTS and 7 3PM to help Miami secure the must-win W! This shot from deep in crunchtime is tonight's X-Factor moment #HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/fnnHCFA3Cq— NBA (@NBA) April 15, 2023 Jimmy Butler og Max Strus voru stigahæstir hjá Miami Heat með 31 stig en DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Bulls sem eru komnir í sumarfrí. Í hinum leik umspilsins tók Minnesota Timberwolves á móti Oklahoma City Thunder. Timberwolves höfðu tapað fyrir Los Angeles Lakers í fyrri leik umspilskeppninnar en Oklahoma slegið út lið New Orleans Pelicans. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en undir lok hans náði Minnesota Timberwolves ágætu áhlaupi og leiddi með tíu stigum í hálfleik, staðan þá 57-47. Þeir héldu síðan frumkvæðinu eftir hlé, voru komnir sautján stigum yfir fyrir lokafjórðunginn þar sem þeir síðan gengu frá leiknum. KAT showed out as the Timberwolves secured the West's #8 seed 28 PTS11 REB3 AST3 BLKMinnesota will face Denver in Round 1 : Game 1 | Sunday | 10:30pm/et | TNT pic.twitter.com/WNrDhRbTFn— NBA (@NBA) April 15, 2023 Lokatölur 120-95 og Timberwolves mætir liði Denver Nuggets í úrslitakeppninni en Nuggets varð meistari Vesturdeildarinnar. Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig fyrir Timberwolves í nótt en Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur hjá Oklahoma City Thunder með 22 stig. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en í kvöld verður leikur Boston Celtics og Atlanta Hawks sýndur beint klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport 3.
NBA Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira