Miami Heat og Minnesota Timberwolves í úrslitakeppnina Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 09:30 Jimmy Butler og Coby White heilsast að leik loknum í nótt. Vísir/Getty Miami Heat og Minnesota Timberwolves tryggðu sér síðustu sætin í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með sigrum í umspili í nótt. Síðustu leikir umspilsins um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt en úrslitakeppni deildarinnar hefst í kvöld. Miami Heat tryggði sér síðasta sætið í Austurdeild og Minnesota Timberwolves í Vesturdeild. Miami Heat endaði deildakeppnina í sjöunda sæti og hafði beðið lægri hlut gegn Atlanta Hawks í fyrri umspilsleiknum en Bulls hafði tryggt sér sæti í leiknum gegn Miami Heat með því að slá Toronto Raptors úr leik. JIMMY BUCKETS 31 points4 rebounds3 assistsMiami moves on to battle the Bucks in Round 1 of the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel : Sunday | 5:30pm/et | TNT pic.twitter.com/j9VSDcArVW— NBA (@NBA) April 15, 2023 Leikurinn í nótt var jafn og spennandi. Miami hafði yfirhöndina framan af og leiddi 49-44 í hálfleik. Góður kafli Bulls í þriðja leikhluta kom þeim í forystuna og þeir náðu mest sex stiga forskoti í lokafjórðungnum. Þá tók Jimmy Butler til sinna mála. Hann kom Miami Heat aftur á beinu brautina en hann skoraði 22 stig í síðari hálfleiknum. Þriggja stiga karfa frá Max Strus kom Miami fimm stigum yfir þegar lítið var eftir og það var of mikið fyrir lið Chicago. Miami Heat vann að lokum 102-91 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitunum þar sem þeir mæta liði Milwaukee Bucks. Max Strus dropped 31 PTS and 7 3PM to help Miami secure the must-win W! This shot from deep in crunchtime is tonight's X-Factor moment #HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/fnnHCFA3Cq— NBA (@NBA) April 15, 2023 Jimmy Butler og Max Strus voru stigahæstir hjá Miami Heat með 31 stig en DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Bulls sem eru komnir í sumarfrí. Í hinum leik umspilsins tók Minnesota Timberwolves á móti Oklahoma City Thunder. Timberwolves höfðu tapað fyrir Los Angeles Lakers í fyrri leik umspilskeppninnar en Oklahoma slegið út lið New Orleans Pelicans. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en undir lok hans náði Minnesota Timberwolves ágætu áhlaupi og leiddi með tíu stigum í hálfleik, staðan þá 57-47. Þeir héldu síðan frumkvæðinu eftir hlé, voru komnir sautján stigum yfir fyrir lokafjórðunginn þar sem þeir síðan gengu frá leiknum. KAT showed out as the Timberwolves secured the West's #8 seed 28 PTS11 REB3 AST3 BLKMinnesota will face Denver in Round 1 : Game 1 | Sunday | 10:30pm/et | TNT pic.twitter.com/WNrDhRbTFn— NBA (@NBA) April 15, 2023 Lokatölur 120-95 og Timberwolves mætir liði Denver Nuggets í úrslitakeppninni en Nuggets varð meistari Vesturdeildarinnar. Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig fyrir Timberwolves í nótt en Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur hjá Oklahoma City Thunder með 22 stig. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en í kvöld verður leikur Boston Celtics og Atlanta Hawks sýndur beint klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport 3. NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Síðustu leikir umspilsins um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt en úrslitakeppni deildarinnar hefst í kvöld. Miami Heat tryggði sér síðasta sætið í Austurdeild og Minnesota Timberwolves í Vesturdeild. Miami Heat endaði deildakeppnina í sjöunda sæti og hafði beðið lægri hlut gegn Atlanta Hawks í fyrri umspilsleiknum en Bulls hafði tryggt sér sæti í leiknum gegn Miami Heat með því að slá Toronto Raptors úr leik. JIMMY BUCKETS 31 points4 rebounds3 assistsMiami moves on to battle the Bucks in Round 1 of the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel : Sunday | 5:30pm/et | TNT pic.twitter.com/j9VSDcArVW— NBA (@NBA) April 15, 2023 Leikurinn í nótt var jafn og spennandi. Miami hafði yfirhöndina framan af og leiddi 49-44 í hálfleik. Góður kafli Bulls í þriðja leikhluta kom þeim í forystuna og þeir náðu mest sex stiga forskoti í lokafjórðungnum. Þá tók Jimmy Butler til sinna mála. Hann kom Miami Heat aftur á beinu brautina en hann skoraði 22 stig í síðari hálfleiknum. Þriggja stiga karfa frá Max Strus kom Miami fimm stigum yfir þegar lítið var eftir og það var of mikið fyrir lið Chicago. Miami Heat vann að lokum 102-91 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitunum þar sem þeir mæta liði Milwaukee Bucks. Max Strus dropped 31 PTS and 7 3PM to help Miami secure the must-win W! This shot from deep in crunchtime is tonight's X-Factor moment #HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/fnnHCFA3Cq— NBA (@NBA) April 15, 2023 Jimmy Butler og Max Strus voru stigahæstir hjá Miami Heat með 31 stig en DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Bulls sem eru komnir í sumarfrí. Í hinum leik umspilsins tók Minnesota Timberwolves á móti Oklahoma City Thunder. Timberwolves höfðu tapað fyrir Los Angeles Lakers í fyrri leik umspilskeppninnar en Oklahoma slegið út lið New Orleans Pelicans. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en undir lok hans náði Minnesota Timberwolves ágætu áhlaupi og leiddi með tíu stigum í hálfleik, staðan þá 57-47. Þeir héldu síðan frumkvæðinu eftir hlé, voru komnir sautján stigum yfir fyrir lokafjórðunginn þar sem þeir síðan gengu frá leiknum. KAT showed out as the Timberwolves secured the West's #8 seed 28 PTS11 REB3 AST3 BLKMinnesota will face Denver in Round 1 : Game 1 | Sunday | 10:30pm/et | TNT pic.twitter.com/WNrDhRbTFn— NBA (@NBA) April 15, 2023 Lokatölur 120-95 og Timberwolves mætir liði Denver Nuggets í úrslitakeppninni en Nuggets varð meistari Vesturdeildarinnar. Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig fyrir Timberwolves í nótt en Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur hjá Oklahoma City Thunder með 22 stig. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en í kvöld verður leikur Boston Celtics og Atlanta Hawks sýndur beint klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport 3.
NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum