Líta mál skipsins alvarlegum augum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2023 13:49 Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan segir atvik þar sem norskt línuskip var staðið að veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögunni litið mjög alvarlegum augum. Slíkt sé ekki algengt en komi upp öðru hverju. Lögregla rannsakar málið en skipstjórinn gæti jafnvel átt von á milljóna króna sekt. Atvikið kom upp aðfaranótt föstudags en skipinu var tafarlaust vísað til hafnar í Reykjavík, þar sem það kom í fyrrinótt. Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að unnt hafi verið að sjá skipið í fjareftirlitskerfi þeirra, sem hafi stóreflst á síðustu árum. „Varðstjórar í stjórnstöðinni hjá okkur tóku eftir því að þetta tiltekna skip var á veiðihraða inni á svæði sem er lokað fyrir veiðum. Það var haft samband við skipið þar sem skipstjóri játaði að hafa verið á veiðum.“ Veistu hvort þetta hafi verið vísvitandi gert? „Nei, nú fer bara rannsókn í gang þar sem málið verður skoðað og við bara sjáum hvað kemur út úr því.“ Er þetta algengt? „Nei, sem betur fer þá er þetta ekki algengt en þetta kemur fyrir öðru hvoru,“ segir Auðunn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar varð vör við skipið.Landhelgisgæslan Liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, lögreglumenn og fulltrúar Fiskistofu fóru um borð í skipið í gærmorgun þar sem rætt var við áhöfn skipsins auk þess sem farið var yfir afladagbók og veiðarfæri. Eftir vettvangsrannsókn hélt skipið frá Reykjavík. Auðunn segir málið alvarlegt. „Þessi svæði eru sett til að friða ákveðna stofna og friða veiðisvæði fyrir ákveðnum tegundum af veiðum. Það er náttúrulega alvarlegt ef að það er verið að veiða inni á þessum svæðum þegar þau eru lokuð þannig þessu máli verður tekið mjög alvarlega.“ Við brotum sem þessum eru viðurlög í formi sekta sem send eru til skipstjóra, sé hann dæmdur. „Þetta er oftast í nokkur hundruð þúsundum og getur farið upp í einhverjar milljónir eftir alvarleika brotsins. Nú fer bara málið til lögreglu og það verður gefin út kæra þegar það er búið að rannsaka málið, ef að ástæða er til, og svo fer þetta bara sinn farveg í kerfinu,“ segir Auðunn F. Kristinsson. Landhelgisgæslan Lögreglumál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15. apríl 2023 21:04 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Atvikið kom upp aðfaranótt föstudags en skipinu var tafarlaust vísað til hafnar í Reykjavík, þar sem það kom í fyrrinótt. Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að unnt hafi verið að sjá skipið í fjareftirlitskerfi þeirra, sem hafi stóreflst á síðustu árum. „Varðstjórar í stjórnstöðinni hjá okkur tóku eftir því að þetta tiltekna skip var á veiðihraða inni á svæði sem er lokað fyrir veiðum. Það var haft samband við skipið þar sem skipstjóri játaði að hafa verið á veiðum.“ Veistu hvort þetta hafi verið vísvitandi gert? „Nei, nú fer bara rannsókn í gang þar sem málið verður skoðað og við bara sjáum hvað kemur út úr því.“ Er þetta algengt? „Nei, sem betur fer þá er þetta ekki algengt en þetta kemur fyrir öðru hvoru,“ segir Auðunn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar varð vör við skipið.Landhelgisgæslan Liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, lögreglumenn og fulltrúar Fiskistofu fóru um borð í skipið í gærmorgun þar sem rætt var við áhöfn skipsins auk þess sem farið var yfir afladagbók og veiðarfæri. Eftir vettvangsrannsókn hélt skipið frá Reykjavík. Auðunn segir málið alvarlegt. „Þessi svæði eru sett til að friða ákveðna stofna og friða veiðisvæði fyrir ákveðnum tegundum af veiðum. Það er náttúrulega alvarlegt ef að það er verið að veiða inni á þessum svæðum þegar þau eru lokuð þannig þessu máli verður tekið mjög alvarlega.“ Við brotum sem þessum eru viðurlög í formi sekta sem send eru til skipstjóra, sé hann dæmdur. „Þetta er oftast í nokkur hundruð þúsundum og getur farið upp í einhverjar milljónir eftir alvarleika brotsins. Nú fer bara málið til lögreglu og það verður gefin út kæra þegar það er búið að rannsaka málið, ef að ástæða er til, og svo fer þetta bara sinn farveg í kerfinu,“ segir Auðunn F. Kristinsson.
Landhelgisgæslan Lögreglumál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15. apríl 2023 21:04 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15. apríl 2023 21:04