Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Máni Snær Þorláksson skrifar 18. apríl 2023 11:09 Utanríkisráðherra hefur tilkynnt stjórnvöldum í Bandaríkjunum að kjarnorkuknúnum kafbátum bandaríska sjóhersins verði heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Getty Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. Samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef stjórnarráðsins í dag er þessi ákvörðun utanríkisráðherra liður í stefnu stjórnvalda hér á landi að „styðja við aukið eftirlit og viðbragðsgetu bandalagsríkja á Norður-Atlantshafi.“ Fyrsti kafbáturinn sem kemur hingað mun fá þjónustu í nokkurra kílómetra fjarlægð úti fyrir ströndum landsins. Hann mun því ekki hafa viðkomu í höfn. Í tilkynningunni er bent á að kafbátar af sömu gerð og sá sem er væntanlegur til Íslands hafi reglulega viðkomu í flestum bandalagsríkjum, þar á meðal í Noregi og Færeyjum. „Þjónustuheimsóknirnar stuðla að því að efla samfellt og virkt kafbátaeftirlit bandalagsríkja sem tryggir betri stöðuvitund og eykur öryggi neðansjávarinnviða á borð við sæstrengi á hafsvæðinu í kringum Ísland. Tíðni heimsókna mun ráðast af þörf hverju sinni,“ segir í tilkynningunni. Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra leggja áherslu á það í tilkynningunni að „það sé skilyrði fyrir komu herskipa bandalagsríkja til landsins að stjórnvöld í viðkomandi ríkjum bæði þekki og virði ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga.“ Þessi afstaða hafi verið áréttuð í orðsendingu utanríkisráðherra til bandarískra stjórnvalda. Ekki gerður greinarmunur á sjóförum eftir aflgjafa Allir kafbátar sem eru í þjónustu bandaríska hersins eru knúnir kjarnorku. Í tilkynningunni er vakin athygli á því að ekki séu reglur eða lög í gildi á Íslandi sem gera greinarmun á sjóförum eftir því hvaða aflgjafi knýr þau. „Öll sjóför hafa heimild til þess að fara um íslenskt yfirráðasvæði í friðsamlegum tilgangi samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar þurfa stjórnvöld ríkis að sækja um leyfi til utanríkisráðuneytisins til að hafa viðdvöl innan landhelgi. Sé slíkt leyfi veitt er það háð skilyrðum og reglum sem settar eru um slíkar heimsóknir.“ Þá kemur fram að útbúnar hafa verið verklagsreglur í tengslum við heimsóknir kafbátanna. Reglurnar hafi verið unnar í náinni samvinnu utanríkisráðuneytisins, Geislavarna ríkisins, Landhelgisgæslunnar og embættis ríkislögreglustjóra og taka mið af sambærilegum reglum í nágrannaríkjum. „Íslensk stjórnvöld hafa átt samráð við stjórnvöld í nágrannaríkjum sem hafa margra áratuga reynslu af sambærilegum þjónustuheimsóknum kafbáta og hafa einnig gert það að skilyrði að ekki séu kjarnavopn um borð. Utanríkisráðherra hefur kynnt málið í ríkisstjórn auk þess sem utanríkismálanefnd og þjóðaröryggisráð hafa verið upplýst um málið.Íslensk og bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu árum aukið samstarf vegna eftirlits og viðbúnaðar á Norður-Atlantshafi. Ísland hefur um nokkuð skeið veitt gistiríkjastuðning við kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjanna og annarra bandalagsríkja í Keflavík. Sá stuðningur, sem nú er veittur með því að heimila komu kafbáta, er liður í varnarskuldbindingum Íslands og mikilvægt framlag til sameiginlegra varna bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins.“ Bandaríkin Stjórnsýsla Utanríkismál Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef stjórnarráðsins í dag er þessi ákvörðun utanríkisráðherra liður í stefnu stjórnvalda hér á landi að „styðja við aukið eftirlit og viðbragðsgetu bandalagsríkja á Norður-Atlantshafi.“ Fyrsti kafbáturinn sem kemur hingað mun fá þjónustu í nokkurra kílómetra fjarlægð úti fyrir ströndum landsins. Hann mun því ekki hafa viðkomu í höfn. Í tilkynningunni er bent á að kafbátar af sömu gerð og sá sem er væntanlegur til Íslands hafi reglulega viðkomu í flestum bandalagsríkjum, þar á meðal í Noregi og Færeyjum. „Þjónustuheimsóknirnar stuðla að því að efla samfellt og virkt kafbátaeftirlit bandalagsríkja sem tryggir betri stöðuvitund og eykur öryggi neðansjávarinnviða á borð við sæstrengi á hafsvæðinu í kringum Ísland. Tíðni heimsókna mun ráðast af þörf hverju sinni,“ segir í tilkynningunni. Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra leggja áherslu á það í tilkynningunni að „það sé skilyrði fyrir komu herskipa bandalagsríkja til landsins að stjórnvöld í viðkomandi ríkjum bæði þekki og virði ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga.“ Þessi afstaða hafi verið áréttuð í orðsendingu utanríkisráðherra til bandarískra stjórnvalda. Ekki gerður greinarmunur á sjóförum eftir aflgjafa Allir kafbátar sem eru í þjónustu bandaríska hersins eru knúnir kjarnorku. Í tilkynningunni er vakin athygli á því að ekki séu reglur eða lög í gildi á Íslandi sem gera greinarmun á sjóförum eftir því hvaða aflgjafi knýr þau. „Öll sjóför hafa heimild til þess að fara um íslenskt yfirráðasvæði í friðsamlegum tilgangi samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar þurfa stjórnvöld ríkis að sækja um leyfi til utanríkisráðuneytisins til að hafa viðdvöl innan landhelgi. Sé slíkt leyfi veitt er það háð skilyrðum og reglum sem settar eru um slíkar heimsóknir.“ Þá kemur fram að útbúnar hafa verið verklagsreglur í tengslum við heimsóknir kafbátanna. Reglurnar hafi verið unnar í náinni samvinnu utanríkisráðuneytisins, Geislavarna ríkisins, Landhelgisgæslunnar og embættis ríkislögreglustjóra og taka mið af sambærilegum reglum í nágrannaríkjum. „Íslensk stjórnvöld hafa átt samráð við stjórnvöld í nágrannaríkjum sem hafa margra áratuga reynslu af sambærilegum þjónustuheimsóknum kafbáta og hafa einnig gert það að skilyrði að ekki séu kjarnavopn um borð. Utanríkisráðherra hefur kynnt málið í ríkisstjórn auk þess sem utanríkismálanefnd og þjóðaröryggisráð hafa verið upplýst um málið.Íslensk og bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu árum aukið samstarf vegna eftirlits og viðbúnaðar á Norður-Atlantshafi. Ísland hefur um nokkuð skeið veitt gistiríkjastuðning við kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjanna og annarra bandalagsríkja í Keflavík. Sá stuðningur, sem nú er veittur með því að heimila komu kafbáta, er liður í varnarskuldbindingum Íslands og mikilvægt framlag til sameiginlegra varna bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins.“
Bandaríkin Stjórnsýsla Utanríkismál Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent