Nýju reglurnar, sem ná til Íslands á grundvelli EES samningsins, eru sagðar skaða hagsmuni íslenskra flugfélaga og veikja samkeppninsstöðu þeirra og Keflavíkurflugvallar þegar kemur að tengiflugi yfir atlantshafið.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur sagt að það liggi algjörlega fyrir, bæði hér heima og í Brussel, að íslensk stjórnvöld muni aldrei taka upp reglugerðir frá EES án þess að tekið sé til íslenskra aðstæðna.
Næstu skref í málinu eru samkvæmt heimasíðu Evrópuþingsins þau að málið verður tekið fyrir í Ráðherraráði Evrópusambandsins. Eftir samþykkt þar eru lögin birt opinberlega og taka síðan gildi 20 dögum síðar.
Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin.