Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 19. apríl 2023 12:24 Forsætisráðherra segir að sjónarmið Íslands í málinu hljóti að mæta skilningi. Vísir/Arnar Löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi var samþykkt á Evrópuþinginu í gærmorgun. Forsætisráðherra segir löggjöfina hafa hlutfallslega mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Hún trúir að raunhæf lausn náist í málinu, sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi. Þessar nýju reglur ná til Íslands á grundvelli EES samningsins. Reglurnar eru sagðar skaða hagsmuni íslenskra flugfélaga og veikja samkeppnisstöðu þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt því harðlega að þurfa að taka upp tilskipunina án breytinga sem taka tillit til landfræðilegrar legu Íslands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að afstaða ríkisstjórnarinnar sé algjörlega óbreytt eftir að löggjöfin var samþykkt. „Við sem búum hér á Íslandi höfum í raun og veru enga valkosti við það að fljúga til og frá landinu því héðan getur fólk ekki tekið lestir eða aðra samgöngumáta sem losa minna en hefðbundið flug. Við ætlumst til þess að það verði tekið tillit til þess þegar um er að ræða gjaldtöku.“ Klippa: Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Mikið gerst síðan bréfið barst Katrín segir þá að heilmikið vatn hafi runnið til sjávar síðan henni barst svar frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi sínu um málið síðasta sumar. Mjög mörg samtöl hafi átt sér stað síðan þá. „Utanríkisráðuneytið hefur verið þar í fararbroddi en aðrir ráðherrar hafa ljáð þessum málstað lið, ég þar að sjálfsögðu en líka menningar- og viðskiptaráðherra, innviðaráðherra og fleiri ráðherrar sem koma málinu við,“ segir Katrín. „Þannig ég held í raun og veru að þau gögn sem við höfum lagt fram sýni fram á þessi hlutfallslega miklu áhrif hér á Íslandi, bara einfaldlega vegna landfræðilegrar legu. Ég held að það hljóti að koma að því að þau sjónarmið mæti skilningi.“ Skipti máli að sanngirni sé gætt Varðandi hvað geti gerst ef Ísland neita að innleiða þessar reglur segir Katrín að það hafi ekki mikið upp á sig að ræða málið í viðtengingarhætti. „Við höfum bara verið algjörlega skýr með það,“ segir hún og bætir við að ekki séu komnar fram þær lausnir sem þarf til að skipta öllu flugi yfir á grænt eldsneyti. „Það hefur nú ekki skort upp á viljann hjá Íslendingum í þeim mæli. Ég minni á að hér hefur verið unnið mjög mikið starf í að þróa til dæmis að færa flug yfir á rafmagn, eins og kunnugt er, og við getum verið að sjá mjög hraðar breytingar í því á næstu árum.“ Að lokum segist Katrín halda að þessi skýra afstaða hljóti að skila sér. „Af því það skiptir máli í þessum málum að sanngirni sé gætt,“ segir hún. „Ég trúi því að það finnist einhver raunhæf lausn á þessu.“ Evrópusambandið Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira
Þessar nýju reglur ná til Íslands á grundvelli EES samningsins. Reglurnar eru sagðar skaða hagsmuni íslenskra flugfélaga og veikja samkeppnisstöðu þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt því harðlega að þurfa að taka upp tilskipunina án breytinga sem taka tillit til landfræðilegrar legu Íslands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að afstaða ríkisstjórnarinnar sé algjörlega óbreytt eftir að löggjöfin var samþykkt. „Við sem búum hér á Íslandi höfum í raun og veru enga valkosti við það að fljúga til og frá landinu því héðan getur fólk ekki tekið lestir eða aðra samgöngumáta sem losa minna en hefðbundið flug. Við ætlumst til þess að það verði tekið tillit til þess þegar um er að ræða gjaldtöku.“ Klippa: Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Mikið gerst síðan bréfið barst Katrín segir þá að heilmikið vatn hafi runnið til sjávar síðan henni barst svar frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi sínu um málið síðasta sumar. Mjög mörg samtöl hafi átt sér stað síðan þá. „Utanríkisráðuneytið hefur verið þar í fararbroddi en aðrir ráðherrar hafa ljáð þessum málstað lið, ég þar að sjálfsögðu en líka menningar- og viðskiptaráðherra, innviðaráðherra og fleiri ráðherrar sem koma málinu við,“ segir Katrín. „Þannig ég held í raun og veru að þau gögn sem við höfum lagt fram sýni fram á þessi hlutfallslega miklu áhrif hér á Íslandi, bara einfaldlega vegna landfræðilegrar legu. Ég held að það hljóti að koma að því að þau sjónarmið mæti skilningi.“ Skipti máli að sanngirni sé gætt Varðandi hvað geti gerst ef Ísland neita að innleiða þessar reglur segir Katrín að það hafi ekki mikið upp á sig að ræða málið í viðtengingarhætti. „Við höfum bara verið algjörlega skýr með það,“ segir hún og bætir við að ekki séu komnar fram þær lausnir sem þarf til að skipta öllu flugi yfir á grænt eldsneyti. „Það hefur nú ekki skort upp á viljann hjá Íslendingum í þeim mæli. Ég minni á að hér hefur verið unnið mjög mikið starf í að þróa til dæmis að færa flug yfir á rafmagn, eins og kunnugt er, og við getum verið að sjá mjög hraðar breytingar í því á næstu árum.“ Að lokum segist Katrín halda að þessi skýra afstaða hljóti að skila sér. „Af því það skiptir máli í þessum málum að sanngirni sé gætt,“ segir hún. „Ég trúi því að það finnist einhver raunhæf lausn á þessu.“
Evrópusambandið Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira