Félagsmálaráðherrann, vinnumarkaðsráðherrann og lífeyrissjóðirnir Guðbrandur Einarsson skrifar 19. apríl 2023 14:31 Lífeyrissjóðir landsins hafa margþættu hlutverki að gegna. Stærstu útgjaldaliðir þeirra eru greiðsla eftirlauna og örorkubóta en skuldbinding þeirra til greiðslu ákveðinna liða getur verið misjöfn. Þannig þurfa margir lífeyrissjóðanna að greiða talsverðar upphæðir í örorkubætur umfram aðra sjóði. Er örorkubyrðin hvað mest hjá lífeyrissjóðum fólks sem vinnur líkamlega erfiða vinnu. Það hefur auðvitað mikil áhrif á möguleika þeirra lífeyrissjóða sem hafa hæstu örorkubyrðina til þess að greiða sínum sjóðsfélögunum eftirlaun til jafns við aðra sjóði. Kjarasamningar 2005 Stéttarfélögin gerðu sér auðvitað grein fyrir þessari skekkju sem var til staðar og þess vegna var farið fram á það við ríkið að örorkubyrði sjóðanna yrði jöfnuð. Á það var fallist og við kjarasamningsgerð var samið um að framlag til jöfnunar á örorkubyrði sjóðanna yrði 0,25% af tryggingargjaldi. Hún kom til framkvæmda í þremur skrefum, þ.e. 0,15% árið 2007, 0,20% 2008 og 0,25% frá árinu 2009. Á móti gáfu stéttarfélögin eftir hluta af kröfu sinni um launahækkanir. Þessu framlagi hefur síðan verið ráðstafað til jöfnunar örorkubyrði milli sjóðanna þannig að sjóðirnir ættu að vera sem næst jafnsettir þegar kemur að greiðslu eftirlauna. Heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins Unnið hefur verið að heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins og boðar félagsmálaráðherra frumvarp þar að lútandi strax í haust. Samkvæmt væntanlegu frumvarpi á nýtt örorkulífeyriskerfi að taka gildi 1. janúar 2025. Eftir þessari endurskoðun hefur verið beðið lengi og það hlýtur að vera fagnaðarefni að þessar breytingar líti nú dagsins ljós. Eða hvað? Fjármögnun breytinga á kostnað jöfnunar örorkubyrði Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur verið lögð fram á þinginu og er nú til umræðu. Áætlunin er yfirgripsmikið plagg og á köflum er erfitt að ná utan um allt það sem þar er að finna en plaggið geymir vel á sjötta hundrað blaðsíður. Oft er það þannig að breytingar á einu málefnasviði geta haft áhrif á öðru og því er mikilvægt að lesa þetta vel. Á blaðsíðu 357, þar sem fjallað er um örorku og málefni fatlaðs fólks, er eftirfarandi texta að finna: „Gert er ráð fyrir 16,3 ma.kr. auknum framlögum á tímabili áætlunarinnar vegna heildarendurskoðunar örorkulífeyriskerfisins. Þá er gert ráð fyrir að framlag til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóðanna verði endurskoðað og það svigrúm sem skapast verði nýtt til að styðja við áformaðar breytingar.“ Ég fæ ekki annað séð en að með þessu eigi að færa til það fjármagn sem í dag er nýtt til þess að jafna örorkubyrði lífeyrissjóðanna og verja því í staðinn til þess að endurskoða greiðslur almannatryggingakerfisins til örorkubóta. Félagsmálaráðherra hefur nú staðfest við mig á þinginu að sú ályktun mín sé rétt. Það á sem sagt að færa til fjármuni úr einum vasanum í annan eins og svo oft áður. Hvað segja stéttarfélögin við þessu? Ég er alveg handviss um að ekkert samráð hefur verið haft við aðila vinnumarkaðarins eða lífeyrissjóðina vegna þessara fyrirætlana félagsmálaráðherra. Það verður athyglisvert að heyra viðbrögð þeirra við áformum ráðherra um niðurfellingu réttinda sem hafa verið til staðar allt frá árinu 2005. Réttinda sem tryggja það fyrst og fremst að fólk í líkamlega erfiðri vinnu búi ekki við lakari kjör á eftirlaunaaldri en aðrir. Og hvað skyldi vinnumarkaðsráðherrann segja? Þá verður einnig athyglisvert að fá að heyra skoðanir vinnumarkaðsráðherra, sem á að gæta að réttindum á vinnumarkaði, um þessa ráðagerð félagsmálaráðherra. Sér í lagi þar sem um einn og sama manninn er um að ræða. Finnst honum kannski bara allt í lagi að mikilvæg réttindi á vinnumarkað séu bara felld niður með einu pennastriki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Lífeyrissjóðir Kjaramál Eldri borgarar Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðir landsins hafa margþættu hlutverki að gegna. Stærstu útgjaldaliðir þeirra eru greiðsla eftirlauna og örorkubóta en skuldbinding þeirra til greiðslu ákveðinna liða getur verið misjöfn. Þannig þurfa margir lífeyrissjóðanna að greiða talsverðar upphæðir í örorkubætur umfram aðra sjóði. Er örorkubyrðin hvað mest hjá lífeyrissjóðum fólks sem vinnur líkamlega erfiða vinnu. Það hefur auðvitað mikil áhrif á möguleika þeirra lífeyrissjóða sem hafa hæstu örorkubyrðina til þess að greiða sínum sjóðsfélögunum eftirlaun til jafns við aðra sjóði. Kjarasamningar 2005 Stéttarfélögin gerðu sér auðvitað grein fyrir þessari skekkju sem var til staðar og þess vegna var farið fram á það við ríkið að örorkubyrði sjóðanna yrði jöfnuð. Á það var fallist og við kjarasamningsgerð var samið um að framlag til jöfnunar á örorkubyrði sjóðanna yrði 0,25% af tryggingargjaldi. Hún kom til framkvæmda í þremur skrefum, þ.e. 0,15% árið 2007, 0,20% 2008 og 0,25% frá árinu 2009. Á móti gáfu stéttarfélögin eftir hluta af kröfu sinni um launahækkanir. Þessu framlagi hefur síðan verið ráðstafað til jöfnunar örorkubyrði milli sjóðanna þannig að sjóðirnir ættu að vera sem næst jafnsettir þegar kemur að greiðslu eftirlauna. Heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins Unnið hefur verið að heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins og boðar félagsmálaráðherra frumvarp þar að lútandi strax í haust. Samkvæmt væntanlegu frumvarpi á nýtt örorkulífeyriskerfi að taka gildi 1. janúar 2025. Eftir þessari endurskoðun hefur verið beðið lengi og það hlýtur að vera fagnaðarefni að þessar breytingar líti nú dagsins ljós. Eða hvað? Fjármögnun breytinga á kostnað jöfnunar örorkubyrði Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur verið lögð fram á þinginu og er nú til umræðu. Áætlunin er yfirgripsmikið plagg og á köflum er erfitt að ná utan um allt það sem þar er að finna en plaggið geymir vel á sjötta hundrað blaðsíður. Oft er það þannig að breytingar á einu málefnasviði geta haft áhrif á öðru og því er mikilvægt að lesa þetta vel. Á blaðsíðu 357, þar sem fjallað er um örorku og málefni fatlaðs fólks, er eftirfarandi texta að finna: „Gert er ráð fyrir 16,3 ma.kr. auknum framlögum á tímabili áætlunarinnar vegna heildarendurskoðunar örorkulífeyriskerfisins. Þá er gert ráð fyrir að framlag til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóðanna verði endurskoðað og það svigrúm sem skapast verði nýtt til að styðja við áformaðar breytingar.“ Ég fæ ekki annað séð en að með þessu eigi að færa til það fjármagn sem í dag er nýtt til þess að jafna örorkubyrði lífeyrissjóðanna og verja því í staðinn til þess að endurskoða greiðslur almannatryggingakerfisins til örorkubóta. Félagsmálaráðherra hefur nú staðfest við mig á þinginu að sú ályktun mín sé rétt. Það á sem sagt að færa til fjármuni úr einum vasanum í annan eins og svo oft áður. Hvað segja stéttarfélögin við þessu? Ég er alveg handviss um að ekkert samráð hefur verið haft við aðila vinnumarkaðarins eða lífeyrissjóðina vegna þessara fyrirætlana félagsmálaráðherra. Það verður athyglisvert að heyra viðbrögð þeirra við áformum ráðherra um niðurfellingu réttinda sem hafa verið til staðar allt frá árinu 2005. Réttinda sem tryggja það fyrst og fremst að fólk í líkamlega erfiðri vinnu búi ekki við lakari kjör á eftirlaunaaldri en aðrir. Og hvað skyldi vinnumarkaðsráðherrann segja? Þá verður einnig athyglisvert að fá að heyra skoðanir vinnumarkaðsráðherra, sem á að gæta að réttindum á vinnumarkaði, um þessa ráðagerð félagsmálaráðherra. Sér í lagi þar sem um einn og sama manninn er um að ræða. Finnst honum kannski bara allt í lagi að mikilvæg réttindi á vinnumarkað séu bara felld niður með einu pennastriki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun