Félagsmálaráðherrann, vinnumarkaðsráðherrann og lífeyrissjóðirnir Guðbrandur Einarsson skrifar 19. apríl 2023 14:31 Lífeyrissjóðir landsins hafa margþættu hlutverki að gegna. Stærstu útgjaldaliðir þeirra eru greiðsla eftirlauna og örorkubóta en skuldbinding þeirra til greiðslu ákveðinna liða getur verið misjöfn. Þannig þurfa margir lífeyrissjóðanna að greiða talsverðar upphæðir í örorkubætur umfram aðra sjóði. Er örorkubyrðin hvað mest hjá lífeyrissjóðum fólks sem vinnur líkamlega erfiða vinnu. Það hefur auðvitað mikil áhrif á möguleika þeirra lífeyrissjóða sem hafa hæstu örorkubyrðina til þess að greiða sínum sjóðsfélögunum eftirlaun til jafns við aðra sjóði. Kjarasamningar 2005 Stéttarfélögin gerðu sér auðvitað grein fyrir þessari skekkju sem var til staðar og þess vegna var farið fram á það við ríkið að örorkubyrði sjóðanna yrði jöfnuð. Á það var fallist og við kjarasamningsgerð var samið um að framlag til jöfnunar á örorkubyrði sjóðanna yrði 0,25% af tryggingargjaldi. Hún kom til framkvæmda í þremur skrefum, þ.e. 0,15% árið 2007, 0,20% 2008 og 0,25% frá árinu 2009. Á móti gáfu stéttarfélögin eftir hluta af kröfu sinni um launahækkanir. Þessu framlagi hefur síðan verið ráðstafað til jöfnunar örorkubyrði milli sjóðanna þannig að sjóðirnir ættu að vera sem næst jafnsettir þegar kemur að greiðslu eftirlauna. Heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins Unnið hefur verið að heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins og boðar félagsmálaráðherra frumvarp þar að lútandi strax í haust. Samkvæmt væntanlegu frumvarpi á nýtt örorkulífeyriskerfi að taka gildi 1. janúar 2025. Eftir þessari endurskoðun hefur verið beðið lengi og það hlýtur að vera fagnaðarefni að þessar breytingar líti nú dagsins ljós. Eða hvað? Fjármögnun breytinga á kostnað jöfnunar örorkubyrði Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur verið lögð fram á þinginu og er nú til umræðu. Áætlunin er yfirgripsmikið plagg og á köflum er erfitt að ná utan um allt það sem þar er að finna en plaggið geymir vel á sjötta hundrað blaðsíður. Oft er það þannig að breytingar á einu málefnasviði geta haft áhrif á öðru og því er mikilvægt að lesa þetta vel. Á blaðsíðu 357, þar sem fjallað er um örorku og málefni fatlaðs fólks, er eftirfarandi texta að finna: „Gert er ráð fyrir 16,3 ma.kr. auknum framlögum á tímabili áætlunarinnar vegna heildarendurskoðunar örorkulífeyriskerfisins. Þá er gert ráð fyrir að framlag til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóðanna verði endurskoðað og það svigrúm sem skapast verði nýtt til að styðja við áformaðar breytingar.“ Ég fæ ekki annað séð en að með þessu eigi að færa til það fjármagn sem í dag er nýtt til þess að jafna örorkubyrði lífeyrissjóðanna og verja því í staðinn til þess að endurskoða greiðslur almannatryggingakerfisins til örorkubóta. Félagsmálaráðherra hefur nú staðfest við mig á þinginu að sú ályktun mín sé rétt. Það á sem sagt að færa til fjármuni úr einum vasanum í annan eins og svo oft áður. Hvað segja stéttarfélögin við þessu? Ég er alveg handviss um að ekkert samráð hefur verið haft við aðila vinnumarkaðarins eða lífeyrissjóðina vegna þessara fyrirætlana félagsmálaráðherra. Það verður athyglisvert að heyra viðbrögð þeirra við áformum ráðherra um niðurfellingu réttinda sem hafa verið til staðar allt frá árinu 2005. Réttinda sem tryggja það fyrst og fremst að fólk í líkamlega erfiðri vinnu búi ekki við lakari kjör á eftirlaunaaldri en aðrir. Og hvað skyldi vinnumarkaðsráðherrann segja? Þá verður einnig athyglisvert að fá að heyra skoðanir vinnumarkaðsráðherra, sem á að gæta að réttindum á vinnumarkaði, um þessa ráðagerð félagsmálaráðherra. Sér í lagi þar sem um einn og sama manninn er um að ræða. Finnst honum kannski bara allt í lagi að mikilvæg réttindi á vinnumarkað séu bara felld niður með einu pennastriki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Lífeyrissjóðir Kjaramál Eldri borgarar Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðir landsins hafa margþættu hlutverki að gegna. Stærstu útgjaldaliðir þeirra eru greiðsla eftirlauna og örorkubóta en skuldbinding þeirra til greiðslu ákveðinna liða getur verið misjöfn. Þannig þurfa margir lífeyrissjóðanna að greiða talsverðar upphæðir í örorkubætur umfram aðra sjóði. Er örorkubyrðin hvað mest hjá lífeyrissjóðum fólks sem vinnur líkamlega erfiða vinnu. Það hefur auðvitað mikil áhrif á möguleika þeirra lífeyrissjóða sem hafa hæstu örorkubyrðina til þess að greiða sínum sjóðsfélögunum eftirlaun til jafns við aðra sjóði. Kjarasamningar 2005 Stéttarfélögin gerðu sér auðvitað grein fyrir þessari skekkju sem var til staðar og þess vegna var farið fram á það við ríkið að örorkubyrði sjóðanna yrði jöfnuð. Á það var fallist og við kjarasamningsgerð var samið um að framlag til jöfnunar á örorkubyrði sjóðanna yrði 0,25% af tryggingargjaldi. Hún kom til framkvæmda í þremur skrefum, þ.e. 0,15% árið 2007, 0,20% 2008 og 0,25% frá árinu 2009. Á móti gáfu stéttarfélögin eftir hluta af kröfu sinni um launahækkanir. Þessu framlagi hefur síðan verið ráðstafað til jöfnunar örorkubyrði milli sjóðanna þannig að sjóðirnir ættu að vera sem næst jafnsettir þegar kemur að greiðslu eftirlauna. Heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins Unnið hefur verið að heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins og boðar félagsmálaráðherra frumvarp þar að lútandi strax í haust. Samkvæmt væntanlegu frumvarpi á nýtt örorkulífeyriskerfi að taka gildi 1. janúar 2025. Eftir þessari endurskoðun hefur verið beðið lengi og það hlýtur að vera fagnaðarefni að þessar breytingar líti nú dagsins ljós. Eða hvað? Fjármögnun breytinga á kostnað jöfnunar örorkubyrði Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur verið lögð fram á þinginu og er nú til umræðu. Áætlunin er yfirgripsmikið plagg og á köflum er erfitt að ná utan um allt það sem þar er að finna en plaggið geymir vel á sjötta hundrað blaðsíður. Oft er það þannig að breytingar á einu málefnasviði geta haft áhrif á öðru og því er mikilvægt að lesa þetta vel. Á blaðsíðu 357, þar sem fjallað er um örorku og málefni fatlaðs fólks, er eftirfarandi texta að finna: „Gert er ráð fyrir 16,3 ma.kr. auknum framlögum á tímabili áætlunarinnar vegna heildarendurskoðunar örorkulífeyriskerfisins. Þá er gert ráð fyrir að framlag til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóðanna verði endurskoðað og það svigrúm sem skapast verði nýtt til að styðja við áformaðar breytingar.“ Ég fæ ekki annað séð en að með þessu eigi að færa til það fjármagn sem í dag er nýtt til þess að jafna örorkubyrði lífeyrissjóðanna og verja því í staðinn til þess að endurskoða greiðslur almannatryggingakerfisins til örorkubóta. Félagsmálaráðherra hefur nú staðfest við mig á þinginu að sú ályktun mín sé rétt. Það á sem sagt að færa til fjármuni úr einum vasanum í annan eins og svo oft áður. Hvað segja stéttarfélögin við þessu? Ég er alveg handviss um að ekkert samráð hefur verið haft við aðila vinnumarkaðarins eða lífeyrissjóðina vegna þessara fyrirætlana félagsmálaráðherra. Það verður athyglisvert að heyra viðbrögð þeirra við áformum ráðherra um niðurfellingu réttinda sem hafa verið til staðar allt frá árinu 2005. Réttinda sem tryggja það fyrst og fremst að fólk í líkamlega erfiðri vinnu búi ekki við lakari kjör á eftirlaunaaldri en aðrir. Og hvað skyldi vinnumarkaðsráðherrann segja? Þá verður einnig athyglisvert að fá að heyra skoðanir vinnumarkaðsráðherra, sem á að gæta að réttindum á vinnumarkaði, um þessa ráðagerð félagsmálaráðherra. Sér í lagi þar sem um einn og sama manninn er um að ræða. Finnst honum kannski bara allt í lagi að mikilvæg réttindi á vinnumarkað séu bara felld niður með einu pennastriki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun