Selma Sól á toppnum í Noregi | Willum Þór brenndi af vítaspyrnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 19:00 Selma Sól er mætt á toppinn í Noregi. Rosenborg Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg tróna um þessar mundir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Willum Þór Willumsson brenndi af vítaspyrnu í Hollandi en það kom ekki að sök. Selma Sól lék allan leikinn í 3-0 útisigri Rosenborg á Åsane í dag. Gestirnir brutu ísinn eftir rúmlega hálftíma og skoruðu svo tvívegis í upphafi síðari hálfleiks. Sigurinn aldrei í hættu og Rosenborg með fullt hús stiga á toppi norsku deildarinnar að loknum fjórum umferðum. Cesilie Andreassen scorer mål!! pic.twitter.com/mJvAXdVOqp— Rosenborg Ballklub Kvinner (@RBKvinner) April 19, 2023 Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar í Vålerenga koma þar tveimur stigum á eftir en Vålerenga vann 4-1 sigur á Stabæk í dag. Liðið lenti þó óvænt undir en skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik og vann sannfærandi sigur. Ingibjörg spilaði allan leikinn í öftustu línu. Í Hollandi brenndi Willum Þór af vítaspyrnu þegar Go Ahead Eagles vann Waalwijk 3-2. Staðan var 2-1 þegar Willum Þór brenndi af spyrnunni undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari jöfnuðu gestirnir en sem betur fer skoruðu GA Eagles sigurmark þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Willum Þór og félagar eru í 11. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig að loknum 29 leikjum. Að lokum kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum þegar Þýskalandsmeistarar Wolfsburg unnu 3-0 útisigur á Duisburg. +3 #MSVWOB #VfLWolfsburg pic.twitter.com/GGoxMpAwcl— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) April 19, 2023 Sigurinn lyftir Wolfsburg á topp deildarinnar með tveimur stigum minna en Íslendingalið Bayern München sem á þó leik til góða. Fótbolti Norski boltinn Hollenski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira
Selma Sól lék allan leikinn í 3-0 útisigri Rosenborg á Åsane í dag. Gestirnir brutu ísinn eftir rúmlega hálftíma og skoruðu svo tvívegis í upphafi síðari hálfleiks. Sigurinn aldrei í hættu og Rosenborg með fullt hús stiga á toppi norsku deildarinnar að loknum fjórum umferðum. Cesilie Andreassen scorer mål!! pic.twitter.com/mJvAXdVOqp— Rosenborg Ballklub Kvinner (@RBKvinner) April 19, 2023 Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar í Vålerenga koma þar tveimur stigum á eftir en Vålerenga vann 4-1 sigur á Stabæk í dag. Liðið lenti þó óvænt undir en skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik og vann sannfærandi sigur. Ingibjörg spilaði allan leikinn í öftustu línu. Í Hollandi brenndi Willum Þór af vítaspyrnu þegar Go Ahead Eagles vann Waalwijk 3-2. Staðan var 2-1 þegar Willum Þór brenndi af spyrnunni undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari jöfnuðu gestirnir en sem betur fer skoruðu GA Eagles sigurmark þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Willum Þór og félagar eru í 11. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig að loknum 29 leikjum. Að lokum kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum þegar Þýskalandsmeistarar Wolfsburg unnu 3-0 útisigur á Duisburg. +3 #MSVWOB #VfLWolfsburg pic.twitter.com/GGoxMpAwcl— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) April 19, 2023 Sigurinn lyftir Wolfsburg á topp deildarinnar með tveimur stigum minna en Íslendingalið Bayern München sem á þó leik til góða.
Fótbolti Norski boltinn Hollenski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira