Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2023 08:44 Guðmundur Felix getur loksins byrjað að hjóla á ný. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi árið 1998 en í janúar árið 2021 varð hann fyrsti maðurinn til að gangast undir ágræðslu á báðum handleggjum fyrir ofan axlir. Hefur hann reglulega birt uppfærslur á lífi sínu með nýju hendurnar á samfélagsmiðlum. Breska götublaðið Mirror birti á þriðjudag umfjöllun um nýjasta afrek Guðmundar. Hann er byrjaður að hjóla á ný. Í samtali við Mirror segist hann hafa reglulega hjólað í vinnuna fyrir slysið. „Ég var með stól fyrir litlu stelpuna mína og fannst virkilega gaman að nota hjólið. Ég hef stefnt á að hjóla í langan tíma, jafnvel á meðan ég var að bíða eftir höndunum. En mér datt aldrei í hug hvernig ég færi að því,“ segir Guðmundur Felix. Á sex mánaða fresti gerir hann lista ásamt iðjuþjálfa sínum yfir fimm mikilvæga hluti sem hann vill ná að gera það tímabil. Fyrst um sinn voru það hlutir eins og að mata sig sjálfur en fyrir ári síðan setti hann hjólreiðarnar á listann. Hann pantaði sér hjól frá Hominid X sem er með fótabremsur. Hjólið fékk hann afhent nú í apríl og gat hann því hjólað í fyrsta sinn í 25 ár. Guðmundur Felix á hjólinu. „Ég var smá óöruggur fyrst um sinn því ég vissi að ég þurfti hjól þar sem ég hallaði mér ekki fram. Ég var alveg tilbúinn í að þetta myndi ekki ganga vel. Ég hélt ég myndi detta en það hefur enn ekki gerst,“ segir Guðmundur Felix. Hann segist ekki vera alveg tilbúinn í að hjóla í almenningi en hann telur að sumarið verði nýtt í að prófa það. Hann vill geta hjólað í og úr læknatímum sem hann fer í í Frakklandi. Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Samgöngur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi árið 1998 en í janúar árið 2021 varð hann fyrsti maðurinn til að gangast undir ágræðslu á báðum handleggjum fyrir ofan axlir. Hefur hann reglulega birt uppfærslur á lífi sínu með nýju hendurnar á samfélagsmiðlum. Breska götublaðið Mirror birti á þriðjudag umfjöllun um nýjasta afrek Guðmundar. Hann er byrjaður að hjóla á ný. Í samtali við Mirror segist hann hafa reglulega hjólað í vinnuna fyrir slysið. „Ég var með stól fyrir litlu stelpuna mína og fannst virkilega gaman að nota hjólið. Ég hef stefnt á að hjóla í langan tíma, jafnvel á meðan ég var að bíða eftir höndunum. En mér datt aldrei í hug hvernig ég færi að því,“ segir Guðmundur Felix. Á sex mánaða fresti gerir hann lista ásamt iðjuþjálfa sínum yfir fimm mikilvæga hluti sem hann vill ná að gera það tímabil. Fyrst um sinn voru það hlutir eins og að mata sig sjálfur en fyrir ári síðan setti hann hjólreiðarnar á listann. Hann pantaði sér hjól frá Hominid X sem er með fótabremsur. Hjólið fékk hann afhent nú í apríl og gat hann því hjólað í fyrsta sinn í 25 ár. Guðmundur Felix á hjólinu. „Ég var smá óöruggur fyrst um sinn því ég vissi að ég þurfti hjól þar sem ég hallaði mér ekki fram. Ég var alveg tilbúinn í að þetta myndi ekki ganga vel. Ég hélt ég myndi detta en það hefur enn ekki gerst,“ segir Guðmundur Felix. Hann segist ekki vera alveg tilbúinn í að hjóla í almenningi en hann telur að sumarið verði nýtt í að prófa það. Hann vill geta hjólað í og úr læknatímum sem hann fer í í Frakklandi.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Samgöngur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36
Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32