Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda Kristján Már Unnarsson skrifar 20. apríl 2023 09:29 Airbus A321XLR á flugvellinum í Iqaluit í Nunavut-fylki í Kanada. Airbus/Sylvain Ramadier Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður. Tvö tilraunaeintök voru notuð og var annað innréttað með farþegasætum. Fyrri vélin var reynd í byrjun marsmánaðar en sú seinni undir lok mánaðarins og stóðu prófanir yfir í fjóra daga í hvort skipti. Hér má sjá myndband Airbus: Þar sem farþegaflugvélar fljúga jafnan í miklu frosti í háloftunum snerust prófanirnar í Kanada meðal annars um hvernig vökva- og rafkerfi, sem og búnaður í farþegarými, reynist í miklu frosti á jörðu niðri. Þannig var vélin látin standa með dyrnar opnar yfir heila nótt til að tryggja að allir innviðir hennar kólnuðu niður í að minnsta kosti -15 stig. Þar sem flugvélin er hönnuð til langflugs þarf hún að mæta þörfum farþega í jafnvel tólf klukkustunda flugi. Það kallar á stærri neysluvatnsgeyma sem og stærri skólpgeyma, sem þurfti að prófa í frosti. Einnig innbyggð afþíðingar- og upphitunarkerfi sem og einangrun vélarinnar. Airbus-þotan í Iqaluit. Flugáhugamenn sem þekkja til alþjóðlegra skammstafana flugvalla taka eftir merkingu Reykjavíkurflugvallar, BIRK. Þangað eru sagðar 1.207 sjómílur.Airbus/Sylvain Ramadier A321XLR er að flestu leyti eins og forverar hennar í A320-línu Airbus og mætti því ætla að hún þyrfti ekki eins viðamiklar flugprófanir og ef um væri að ræða nýja hönnun frá grunni. Engu að síður eru nokkrar nýjungar sem þarf að reyna áður en flugvélin fær vottun. Þannig verður hámarksflugtaksþyngd A321XLR fjórum tonnum meiri en forvera hennar, A321LR, eða 101 tonn á móti 97 tonnum. Þetta kallar á öflugri lendingarbúnað, sem þolir meira álag, og var hann einnig reyndur í frosthörkunum í Kanada. Flugvélin reynd í lendingu.Airbus XLR-vélin er einnig með breyttum væng. Þannig er búið að bæta við einum flapsa, eða vængbarði, á hvorn vænginn til að auka lyftigetuna. Það þýðir að flugvélin þarf ekki kraftmeiri hreyfla. Og það sem er grundvallaratriði fyrir flugþolið: Flugvélin er með nýjan eldsneytisgeymi undir miðju farþegarýminu, sem einnig þarf að þrautreyna við hinar ólíkustu aðstæður. Airbus A321XLR teiknuð í litum Icelandair.Airbus Á heimasíðu Airbus er haft eftir Tuan Do, yfirmanni flugprófana, að helstu áskoranir í rekstri flugvéla í miklum kulda feli í sér að helstu kerfi frjósi ekki, ekki aðeins vatnslagnir, olíu- og vökvakerfi, heldur einnig rafkerfið, sérstaklega rafhlöður. „Rafhlöður halda ekki eins mikilli hleðslu eða veita eins mikið afl þegar þær eru við lágt hitastig. Á sama tíma verða olía og vökvabúnaður mjög seigfljótandi við mjög lágt hitastig sem gerir það erfiðara að hreyfa stjórnfleti og knýja dælur og þess háttar. Svo þú þarft að hita flugvélina upp og leiðslur hennar til að geta stjórnað flugvélinni,“ útskýrir Tuan. Airbus stefnir að því A321XLR hefji farþegaflug á öðrum fjórðungi næsta árs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrr í vikunni um ný tækifæri sem skapast hjá Icelandair með flugvélinni: Airbus Fréttir af flugi Icelandair Tækni Vísindi Kanada Tengdar fréttir Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. 17. apríl 2023 20:50 Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 „Við erum að ná vopnum okkar aftur“ Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma. 7. apríl 2023 21:08 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Tvö tilraunaeintök voru notuð og var annað innréttað með farþegasætum. Fyrri vélin var reynd í byrjun marsmánaðar en sú seinni undir lok mánaðarins og stóðu prófanir yfir í fjóra daga í hvort skipti. Hér má sjá myndband Airbus: Þar sem farþegaflugvélar fljúga jafnan í miklu frosti í háloftunum snerust prófanirnar í Kanada meðal annars um hvernig vökva- og rafkerfi, sem og búnaður í farþegarými, reynist í miklu frosti á jörðu niðri. Þannig var vélin látin standa með dyrnar opnar yfir heila nótt til að tryggja að allir innviðir hennar kólnuðu niður í að minnsta kosti -15 stig. Þar sem flugvélin er hönnuð til langflugs þarf hún að mæta þörfum farþega í jafnvel tólf klukkustunda flugi. Það kallar á stærri neysluvatnsgeyma sem og stærri skólpgeyma, sem þurfti að prófa í frosti. Einnig innbyggð afþíðingar- og upphitunarkerfi sem og einangrun vélarinnar. Airbus-þotan í Iqaluit. Flugáhugamenn sem þekkja til alþjóðlegra skammstafana flugvalla taka eftir merkingu Reykjavíkurflugvallar, BIRK. Þangað eru sagðar 1.207 sjómílur.Airbus/Sylvain Ramadier A321XLR er að flestu leyti eins og forverar hennar í A320-línu Airbus og mætti því ætla að hún þyrfti ekki eins viðamiklar flugprófanir og ef um væri að ræða nýja hönnun frá grunni. Engu að síður eru nokkrar nýjungar sem þarf að reyna áður en flugvélin fær vottun. Þannig verður hámarksflugtaksþyngd A321XLR fjórum tonnum meiri en forvera hennar, A321LR, eða 101 tonn á móti 97 tonnum. Þetta kallar á öflugri lendingarbúnað, sem þolir meira álag, og var hann einnig reyndur í frosthörkunum í Kanada. Flugvélin reynd í lendingu.Airbus XLR-vélin er einnig með breyttum væng. Þannig er búið að bæta við einum flapsa, eða vængbarði, á hvorn vænginn til að auka lyftigetuna. Það þýðir að flugvélin þarf ekki kraftmeiri hreyfla. Og það sem er grundvallaratriði fyrir flugþolið: Flugvélin er með nýjan eldsneytisgeymi undir miðju farþegarýminu, sem einnig þarf að þrautreyna við hinar ólíkustu aðstæður. Airbus A321XLR teiknuð í litum Icelandair.Airbus Á heimasíðu Airbus er haft eftir Tuan Do, yfirmanni flugprófana, að helstu áskoranir í rekstri flugvéla í miklum kulda feli í sér að helstu kerfi frjósi ekki, ekki aðeins vatnslagnir, olíu- og vökvakerfi, heldur einnig rafkerfið, sérstaklega rafhlöður. „Rafhlöður halda ekki eins mikilli hleðslu eða veita eins mikið afl þegar þær eru við lágt hitastig. Á sama tíma verða olía og vökvabúnaður mjög seigfljótandi við mjög lágt hitastig sem gerir það erfiðara að hreyfa stjórnfleti og knýja dælur og þess háttar. Svo þú þarft að hita flugvélina upp og leiðslur hennar til að geta stjórnað flugvélinni,“ útskýrir Tuan. Airbus stefnir að því A321XLR hefji farþegaflug á öðrum fjórðungi næsta árs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrr í vikunni um ný tækifæri sem skapast hjá Icelandair með flugvélinni:
Airbus Fréttir af flugi Icelandair Tækni Vísindi Kanada Tengdar fréttir Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. 17. apríl 2023 20:50 Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 „Við erum að ná vopnum okkar aftur“ Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma. 7. apríl 2023 21:08 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. 17. apríl 2023 20:50
Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12
„Við erum að ná vopnum okkar aftur“ Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma. 7. apríl 2023 21:08