Háskólaprófessor í lífstíðarfangelsi fjörutíu árum eftir sprenginguna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2023 22:00 Mál félagsfræðiprófessorsins Hassans Diab hefur vakið mikla athygli. Youtube/Skjáskot Hassan Diab, 69 ára gamall háskólaprófessor búsettur í Ottowa í Kanada, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sprengt sprengju fyrir utan bænahús í París árið 1980 þar sem fjórir létust og 46 særðust. Frönsk yfirvöld saka Diab um að hafa komið sprengjunni fyrir á mótorhjóli, utan við bænahús á Rue Copernic í París, þar sem 320 manns höfðu komið saman í tilefni trúarhátíðar hinn 3. október 1980. Nokkur börn voru á staðnum að fagna því að vera komin í fullorðinna tölu, bar mitzvah, í gyðingdómi. Hryðjuverkin voru kölluð fyrstu hryðjuverk gegn gyðingum í Frakklandi síðan í síðari heimsstyrjöldinni, að því er fram kemur hjá Deutsche Welle. Dómurinn hefur verið nokkuð umdeildur og hafa mannréttindasamtök á borð við Amnesty International lýst yfir áhyggjum með vísan til lítilla sönnunargagna. Lögmenn Diabs segja dóminn einfaldlega rangan, hann hafi verið í Líbanon að læra undir lokapróf þegar árásin átti sér stað. Saksóknarar í Frakklandi segja hins vegar ljóst að Diab, sem er eini sem lögreglan hefur í raun haft undir grun síðustu áratugi, sé sekur. Upphaflega sakaði franska leyniþjónustan prófessorinn um ódæðið árið 1999, en fyrir lá teiknuð andlitsmynd af Diab og samanburður á rithönd hans og þess sem talinn var vera hryðjuverkamaðurinn. Þá lá einnig fyrir vegabréf prófessorsins, sem gert var upptækt í Róm árið 1981, en talið er að árásin hafi verið skipulögð í borginni. Kanadísk yfirvöld framseldu Diab árið 2014 en ekki tókst að sanna sekt hans með óyggjandi hætti og var honum því sleppt árið 2018. Þremur árum síðar sneri franskur dómstóll ákvörðuninni við og réttarhöld tóku við að nýju. Niðurstaðan liggur nú fyrir en frönsk yfirvöld eiga eftir að gefa út formlega handtökutilskipun. Staðan er sögð geta haft nokkur áhrif á pólitískt samband Frakklands og Kanada en það tók kanadísk yfirvöld sex ár að samþykkja framsal hans árið 2014. Frakkland Kanada Líbanon Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira
Frönsk yfirvöld saka Diab um að hafa komið sprengjunni fyrir á mótorhjóli, utan við bænahús á Rue Copernic í París, þar sem 320 manns höfðu komið saman í tilefni trúarhátíðar hinn 3. október 1980. Nokkur börn voru á staðnum að fagna því að vera komin í fullorðinna tölu, bar mitzvah, í gyðingdómi. Hryðjuverkin voru kölluð fyrstu hryðjuverk gegn gyðingum í Frakklandi síðan í síðari heimsstyrjöldinni, að því er fram kemur hjá Deutsche Welle. Dómurinn hefur verið nokkuð umdeildur og hafa mannréttindasamtök á borð við Amnesty International lýst yfir áhyggjum með vísan til lítilla sönnunargagna. Lögmenn Diabs segja dóminn einfaldlega rangan, hann hafi verið í Líbanon að læra undir lokapróf þegar árásin átti sér stað. Saksóknarar í Frakklandi segja hins vegar ljóst að Diab, sem er eini sem lögreglan hefur í raun haft undir grun síðustu áratugi, sé sekur. Upphaflega sakaði franska leyniþjónustan prófessorinn um ódæðið árið 1999, en fyrir lá teiknuð andlitsmynd af Diab og samanburður á rithönd hans og þess sem talinn var vera hryðjuverkamaðurinn. Þá lá einnig fyrir vegabréf prófessorsins, sem gert var upptækt í Róm árið 1981, en talið er að árásin hafi verið skipulögð í borginni. Kanadísk yfirvöld framseldu Diab árið 2014 en ekki tókst að sanna sekt hans með óyggjandi hætti og var honum því sleppt árið 2018. Þremur árum síðar sneri franskur dómstóll ákvörðuninni við og réttarhöld tóku við að nýju. Niðurstaðan liggur nú fyrir en frönsk yfirvöld eiga eftir að gefa út formlega handtökutilskipun. Staðan er sögð geta haft nokkur áhrif á pólitískt samband Frakklands og Kanada en það tók kanadísk yfirvöld sex ár að samþykkja framsal hans árið 2014.
Frakkland Kanada Líbanon Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira