Orban furðar sig á mögulegri inngöngu Úkraínu í NATO Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2023 23:07 Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Getty/Tacca Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands furðar sig á mögulegri inngöngu Úkraínumanna í Atlantshafsbandalagið. Orban deildi frétt um málið á Twitter-síðu sinni og sagði einfaldlega: „Ha?!“ What?! https://t.co/j3mJojHHOl— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) April 21, 2023 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO lýsti því yfir í dag að öll ríki NATO muni samþykkja inngöngu Úkraínumanna þegar tekist hefur að bægja Rússum frá. Skilaboðin, eða samþykkið öllu heldur, virðist hins vegar hafa farið fram hjá ungverska forsætisráðherranum. Árás á eitt NATO-ríki þýðir árás á þau öll og væri staðan því önnur í dag ef búið hefði verið að samþykkja umsókn Úkraínumanna fyrir innrásina. Ríki Atlantshafsbandalagsins, þar á meðal Ungverjaland, samþykktu inngöngu Úkraínu árið 2008 en þó með þeim fyrirvara að inngangan tæki ekki gildi þá þegar. Viðræðurnar voru tímabundið settar á ís árið 2010 eftir kosningu Viktors Yanukovych í embætti forseta Úkraínu. Öll ríki bandalagsins verða að samþykkja inngöngu annars, en Ungverjar hafa meðal annars skipað sér í lið með Tyrkjum, sem eru alls ekki spenntir fyrir inngöngu Svíþjóðar í bandalagið. Ungverjar hafa fordæmt innrásina en hafa þó ekki sent Úkraínumönnum vopn eða hergögn. Samskipti yfirvalda í Úkraínu og Ungverjalandi hafa löngum verið stirð, að sögn Breska ríkisútvarpsins. Ungverjaland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20. febrúar 2023 10:12 Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag. 15. september 2022 22:12 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
What?! https://t.co/j3mJojHHOl— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) April 21, 2023 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO lýsti því yfir í dag að öll ríki NATO muni samþykkja inngöngu Úkraínumanna þegar tekist hefur að bægja Rússum frá. Skilaboðin, eða samþykkið öllu heldur, virðist hins vegar hafa farið fram hjá ungverska forsætisráðherranum. Árás á eitt NATO-ríki þýðir árás á þau öll og væri staðan því önnur í dag ef búið hefði verið að samþykkja umsókn Úkraínumanna fyrir innrásina. Ríki Atlantshafsbandalagsins, þar á meðal Ungverjaland, samþykktu inngöngu Úkraínu árið 2008 en þó með þeim fyrirvara að inngangan tæki ekki gildi þá þegar. Viðræðurnar voru tímabundið settar á ís árið 2010 eftir kosningu Viktors Yanukovych í embætti forseta Úkraínu. Öll ríki bandalagsins verða að samþykkja inngöngu annars, en Ungverjar hafa meðal annars skipað sér í lið með Tyrkjum, sem eru alls ekki spenntir fyrir inngöngu Svíþjóðar í bandalagið. Ungverjar hafa fordæmt innrásina en hafa þó ekki sent Úkraínumönnum vopn eða hergögn. Samskipti yfirvalda í Úkraínu og Ungverjalandi hafa löngum verið stirð, að sögn Breska ríkisútvarpsins.
Ungverjaland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20. febrúar 2023 10:12 Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag. 15. september 2022 22:12 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20. febrúar 2023 10:12
Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag. 15. september 2022 22:12