Slúðurtímaritið Die Aktuelle birti forsíðugrein sem það hélt fram að væri viðtal við Schumacher. Ökuþórinn hefur ekki sést eða tjáð sig opinberlega frá því að hann varð fyrir alvarlegum heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum fyrir að verða tíu árum. Tilvitnanir sem voru hafðar eftir Schumacher í tímaritinu voru í reynd afurð gervigreindarlíkans. Í greininni sagði að tilvitnanirnir hljómuðu „furðulega raunverulagar“.
Fjölmiðlafélagið Funke, eigandi Die Aktuelle, bað fjölskylduna afsökunar í yfirlýsingu sem það birti á vefsíðu sinni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
„Þessi smekklausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast. Hún stenst á engan hátt þau viðmið um blaðamennsku sem við höfum og lesendur okkar búist við af útgefanda eins og Funke,“ var haft eftir Biöncu Pohlmann, forstöðumanni tímaritaútgáfu félagsins.
Félagið rak jafnframt Anne Hoffmann sem hafði verið ritstjóri Die Aktuelle frá 2009. Uppsögn hennar tók gildi samstundis.
Fjölskylda Schumacher forðast sviðsljósið að miklu leyti og hefur látið lítið uppi um ástand hans. Aðeins hans nánustu fá að hitta hann.