Mörkin úr Bestu: Fór boltinn í höndina á Viktori Erni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 11:31 Nær ógerlegt að sjá hvort boltinn fari í hönd, andlit eða bæði. Stöð 2 Sport ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks í 3. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu í uppbótartíma. Þá vann Valur 3-1 sigur á Fram í Úlfarsárdal. Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsóttu Vestmannaeyjar á sunnudag í leit að sínum öðrum sigri á tímabilinu. Á sama tíma voru Eyjamenn á höttunum á eftir sínum fyrsta sigri. Völlurinn fór fram á Hásteinsvelli sem hefur séð betri daga. Heimamenn virtust þó njóta sín ágætlega og kom Halldór Jón Sigurður Þórðarson þeim yfir með skoti af stuttu færi á 39. mínútu leiksins. Blikar létu það ekki á sig fá og jafnaði fyrirliði þeirra, Höskuldur Gunnlaugsson, metin með góðum skalla í blálok fyrri hálfleiks. Það var svo þegar komnar voru tvær mínútur fram yfir venjulegan leiktíma sem heimamenn fengu vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það svo að boltinn hefði farið í höndina á Viktori Erni Margeirssyni er hann henti sér fyrir fyrirgjöf. Víti niðurstaðan og úr því skoraði Eiður Aron Sigurbjörnsson sigurmarkið, lokatölur 2-1. „Ég veit ekki hvort þetta var víti, ég sá það ekki. Þeir segja að hann hafi fengið boltann í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leik. Viktor Örn hafði sömu sögu að segja í spjalli við Fótbolti.net eftir leik. Dæmi hver fyrir sig en sjá má mörkin sem og aðdraganda vítaspyrnunnar í spilaranum hér að neðan. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 2-1 Breiðablik Valur heimsótti fyrrum nágranna sína í Fram upp í Úlfarsárdal. Fred kom Fram yfir á 35. mínútu en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði, einnig úr umdeildri vítaspyrnu, undir lok fyrri hálfleiks. Guðmundur Magnússon fékk tækifæri til að koma Fram yfir á nýjan leik en Frederik Schram varði vítaspyrnu Framherjans í stöðunni 1-1. Varamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði svo tvívegis með stuttu millibili og Valur vann mikilvægan 3-1 sigur. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-3 Valur Þá gerðu KA og Keflavík markalaust jafntefli á Akureyri. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Valur ÍBV Fram Tengdar fréttir Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 23. apríl 2023 22:05 „Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 23. apríl 2023 18:54 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsóttu Vestmannaeyjar á sunnudag í leit að sínum öðrum sigri á tímabilinu. Á sama tíma voru Eyjamenn á höttunum á eftir sínum fyrsta sigri. Völlurinn fór fram á Hásteinsvelli sem hefur séð betri daga. Heimamenn virtust þó njóta sín ágætlega og kom Halldór Jón Sigurður Þórðarson þeim yfir með skoti af stuttu færi á 39. mínútu leiksins. Blikar létu það ekki á sig fá og jafnaði fyrirliði þeirra, Höskuldur Gunnlaugsson, metin með góðum skalla í blálok fyrri hálfleiks. Það var svo þegar komnar voru tvær mínútur fram yfir venjulegan leiktíma sem heimamenn fengu vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það svo að boltinn hefði farið í höndina á Viktori Erni Margeirssyni er hann henti sér fyrir fyrirgjöf. Víti niðurstaðan og úr því skoraði Eiður Aron Sigurbjörnsson sigurmarkið, lokatölur 2-1. „Ég veit ekki hvort þetta var víti, ég sá það ekki. Þeir segja að hann hafi fengið boltann í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leik. Viktor Örn hafði sömu sögu að segja í spjalli við Fótbolti.net eftir leik. Dæmi hver fyrir sig en sjá má mörkin sem og aðdraganda vítaspyrnunnar í spilaranum hér að neðan. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 2-1 Breiðablik Valur heimsótti fyrrum nágranna sína í Fram upp í Úlfarsárdal. Fred kom Fram yfir á 35. mínútu en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði, einnig úr umdeildri vítaspyrnu, undir lok fyrri hálfleiks. Guðmundur Magnússon fékk tækifæri til að koma Fram yfir á nýjan leik en Frederik Schram varði vítaspyrnu Framherjans í stöðunni 1-1. Varamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði svo tvívegis með stuttu millibili og Valur vann mikilvægan 3-1 sigur. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-3 Valur Þá gerðu KA og Keflavík markalaust jafntefli á Akureyri.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Valur ÍBV Fram Tengdar fréttir Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 23. apríl 2023 22:05 „Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 23. apríl 2023 18:54 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 23. apríl 2023 22:05
„Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 23. apríl 2023 18:54