„Raunverulegur vandi“ í Laugardalslaug um þessar mundir Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2023 21:01 Gulu armböndin eru af skornum skammti um þessar mundir. Vísir/arnar Alvarleg staða er uppi í Laugardalslaug vegna þess að gestir gleyma að skila aðgangsarmböndum. Dæmi eru um að fólk hafi tekið tugi armbanda með sér heim. Forstöðumaður leitar nú leiða til að einfalda aðgangskerfi laugarinnar. Aðgangskerfið í Laugardalslaug er í raun tvöfalt; svörtu og rauðu armböndin sem sjást hér veita bæði aðgang að laug og skápum í búningsklefum. Gula armbandið er fyrir korthafa og veitir aðeins aðgang að skápum. Og að lokinni sundferð á maður að skila armbandinu í sérstaka í rauf en vandamálið er að fólk virðist gleyma því, ítrekað. Nú er svo komið að alvarlegur skortur er á gulu armböndunum; þau virðast komin í fóstur á heimilum gesta víða um borg. „Við erum í raunverulegum vanda akkúrat núna. Við erum stanslaust að tæma skammtarana til að reyna að dæla út og eins og á sumardaginn fyrsta þar sem komu 3300 manns. Þá er býsna flókið að halda öllum gangandi,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir sundlaugina að sögn Árna, sem biðlar til gesta að skila armböndunum. Tekið verði vel á móti þeim. „Ég segi nú ekki að fólk hafi komið grímuklætt, en svona nánast, með fulla poka af armböndum og ég held að metið hafi verið svona 45 armbönd í einum poka. Ég á líka góða fastakúnna hérna sem segja: Ég tek það aldrei af mér. Mæta jafnvel í móttöku á Bessastaði með gult armband á hendinni,“ segir Árni. Og þá er kannski ekki úr vegi að velta því upp hvort um sé að ræða óþarfa tæknivæðingu. Hvað með gömlu góðu lyklana, til dæmis? Ja, málið með þá er að þeir rispa rennibrautirnar. „Þannig að rennibrautaframleiðendur hafa svolítið sagt bara: Nei, nei, nei, ekki lykla.“ En Árni er sammála því að kerfið sé of flókið. Leitað sé nýrra lausna til að einfalda aðgang að laug og skápum. „Hvort að við förum að selja armbönd til viðskiptavina, það er svona eitt sem við erum að skoða, bara á kostnaðarverði, þannig að fólk geti eignast það strax, verið bara með sitt þannig að það fækki því sem við erum að tapa út.“ Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42 Bestu köldu pottar höfuðborgarsvæðisins afhjúpaðir Kaldi potturinn gæti hjálpað þeim sem leggja stund á hann að léttast, að sögn prófessors í ónæmisfræði. Og fréttamaður heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu. 29. ágúst 2022 09:00 Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. 29. nóvember 2021 17:17 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Aðgangskerfið í Laugardalslaug er í raun tvöfalt; svörtu og rauðu armböndin sem sjást hér veita bæði aðgang að laug og skápum í búningsklefum. Gula armbandið er fyrir korthafa og veitir aðeins aðgang að skápum. Og að lokinni sundferð á maður að skila armbandinu í sérstaka í rauf en vandamálið er að fólk virðist gleyma því, ítrekað. Nú er svo komið að alvarlegur skortur er á gulu armböndunum; þau virðast komin í fóstur á heimilum gesta víða um borg. „Við erum í raunverulegum vanda akkúrat núna. Við erum stanslaust að tæma skammtarana til að reyna að dæla út og eins og á sumardaginn fyrsta þar sem komu 3300 manns. Þá er býsna flókið að halda öllum gangandi,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir sundlaugina að sögn Árna, sem biðlar til gesta að skila armböndunum. Tekið verði vel á móti þeim. „Ég segi nú ekki að fólk hafi komið grímuklætt, en svona nánast, með fulla poka af armböndum og ég held að metið hafi verið svona 45 armbönd í einum poka. Ég á líka góða fastakúnna hérna sem segja: Ég tek það aldrei af mér. Mæta jafnvel í móttöku á Bessastaði með gult armband á hendinni,“ segir Árni. Og þá er kannski ekki úr vegi að velta því upp hvort um sé að ræða óþarfa tæknivæðingu. Hvað með gömlu góðu lyklana, til dæmis? Ja, málið með þá er að þeir rispa rennibrautirnar. „Þannig að rennibrautaframleiðendur hafa svolítið sagt bara: Nei, nei, nei, ekki lykla.“ En Árni er sammála því að kerfið sé of flókið. Leitað sé nýrra lausna til að einfalda aðgang að laug og skápum. „Hvort að við förum að selja armbönd til viðskiptavina, það er svona eitt sem við erum að skoða, bara á kostnaðarverði, þannig að fólk geti eignast það strax, verið bara með sitt þannig að það fækki því sem við erum að tapa út.“
Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42 Bestu köldu pottar höfuðborgarsvæðisins afhjúpaðir Kaldi potturinn gæti hjálpað þeim sem leggja stund á hann að léttast, að sögn prófessors í ónæmisfræði. Og fréttamaður heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu. 29. ágúst 2022 09:00 Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. 29. nóvember 2021 17:17 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42
Bestu köldu pottar höfuðborgarsvæðisins afhjúpaðir Kaldi potturinn gæti hjálpað þeim sem leggja stund á hann að léttast, að sögn prófessors í ónæmisfræði. Og fréttamaður heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu. 29. ágúst 2022 09:00
Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. 29. nóvember 2021 17:17