Hin 39 ára gamli Rodgers er án efa ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar þó leikstjórnandinn sé kominn til ára sinna.
Hann hefur einu sinni staðið uppi sem NFL-meistari og sama ár, 2011, var hann valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Þá hefur Rodgers fjórum sinnum verið valinn mikilvægasti leikmaður NFl-deildarinnar. Þar á meðal vorið 2020 og 2021.
Eftir að síðustu leiktíð lauk var óvíst hvað Rodgers tæki sér fyrir hendur en á endanum ákvað hann að feta í fótspor Brett Favre sem var skipt frá Green Bay til Jets árið 2009.
Samkvæmt heimildum vestanhafs fær Green Bay Packers ágætis pakka frá Jets í skiptum fyrir Rodgers sem skrifaði undir þriggja ára framlengingu á síðasta ári upp á 150 milljónir Bandaríkjadala [20,5 milljarðar íslenskra króna].
Trade compensation, per sources:
— Adam Schefter (@AdamSchefter) April 24, 2023
Jets get:
Aaron Rodgers, pick No. 15, a 2023 5th-rd pick (No. 170).
Packers get:
Pick No. 13, a 2023 2nd-rd pick (No. 42), a 6th-rd pick (No. 207), a conditional 2024 2nd-rd pick that becomes a 1st if Rodgers plays 65 percent of the plays. pic.twitter.com/Q2vUMfyZGH
Talið er að Rodgers verði númer 8 hjá New York Jets eftir að hafa spilað í treyju 12 undanfarin ár hjá Packers.