Litlu mátti muna að fleiri færust um borð í Grímsnesinu Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2023 19:30 Mikill eldur var í skipinu þegar slökkvilið kom á vettvang og gríðarlegur hiti myndaðist um borð. Páll Ketilsson Einn maður lést og tveir slösuðust þegar eldur kom upp í Grímsnesi GK í Njarðvíkurhöfn í nótt. Ljóst er að litlu mátti muna að fleiri færust í brunanum sem var mjög erfiður viðureignar. Báturinn er mikið skemmdur. Grímsnesið er dagróðrabátur á netaveiðum sem fer út snemma á morgnana og kemur inn síðdegis. Menn mæta því um borð kvöldið áður. Þegar eldurinn kom upp voru sjö manns um borð og það var yfirvélstjórinn sem fyrstur varð eldsins var og lét aðra áhafnarmeðlimi vita. Fjórir skipverja komust að sjálfsdáðun og klakklaust frá borði en Brunavörnum Suðurnesja barst tilkynning um eld í bátum klukkan tíu mínútur yfir tvö í nótt. Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að þegar fyrstu menn komu á vettvang hafi verið mikill eldur og hiti í skipinu og var þá allt lið Brunavarna kallað út. Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurlands segir mjög erfitt að berjast við eld í skipum.Stöð 2/Egill „Þegar þeir eru að nálgast vettvang er tilkynnt að það séu mögulega tveir menn um borð. Þegar þeir koma síðan að skipinu er ljóst að þeir voru þrír og einn komist út og lögreglan hafði flutt hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,“ segir Sigurður. Skipverjinn er töluvert brenndur á baki að sögn skipstjórans en ekki er nánar vitað um líðan hans. Eftir að slökkvilið var mætt kemst einn skipverja frá borði og er fluttur á brott með sjúkrabíl en síðan fluttur töluvert slasaður á Landsspítalann þar sem honum er haldið sofandi vegna sára sinna. Miklar skemmdir urðu í brunanum og brann allt sem brunnið gat í brú skipsins.Stöð 2/Egill Sigurður segir reykkafara hafa farið um borð í leit að þriðja manninum. Að lokum hafi tekist að hífa hann upp í gegnum lúgu frá neðra þilfari skipsins. „Þegar hann næst upp eru hafnar endurlífgunartilraunir á manninum sem því miður tókust ekki. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og úrskurðaður látinn þar,“ segir Sigurður. Það mæddi mikið á reykköfurum við slökkvistörf í Grímsnesinu.Stöð 2/Egill Hinn látni var fimmtugur Pólverji sem hafði búið á Íslandi í rúma tvo áratugi og verið í rúm tíu ár hjá útgerðinni. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrettán ára son í Póllandi. Fjölskyldan hafði flust aftur til Póllands í covid faraldrinum þar sem konan glímdi að auki við alvarleg veikindi. Varaslökkviliðsstjóri segir eld í skipum einn það erfiðasta að eiga við. Hitinn um borð hafi farið upp í 500 gráður þannig að reykkafarar hafi ekki getað verið um borð nema í stutta stund í einu og þurft að fara nokkrar ferðir og verið skipt út fyrir aðra. „Á tímabili logaði út um alla glugga á brúnni. Þannig að það var rosalega mikill eldur og hiti. Þannig að þetta var mjög erfiður eldur við að eiga,“ segir Sigurður. Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Stöð 2/Egill Strax í nótt var Grímsnesið fært innar við hafnarkantinn með aðstoð hafsögubáts og komið var fyrir mengunarvarnargirðingu utan við bátinn. Um hádegi voru slökkviliðsmenn enn við störf. Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir mikinn hita enn hafa verið í skipinu þegar vaktin hans tók við klukkan átta. Þá þurfti að dæla vatni og sjó úr skipinu. Er einhver hætta á að skipið sökkvi hér í höfninni? „Það er alltaf hætta á því ef við náum ekki að dæla. Við erum að setja aukadælur hérna núna.“ Þannig að það er töluverður sjór í skipinu? „Já, það er töluverður sjór. Hann var farinn að halla, hallaði vel í morgun líka. Við erum búnir að vera að dæla síðan klukkan átta í morgun með stoppum,“ sagði Herbert. Saga hafi þurft nokkur göt á skipið til að slökkviliðsmenn ættu auðveldar með að athafna sig. Mikill hiti myndaðist í skipinu við brunann og tók það slökkviliðsmenn um tólf klukkustundir að vinna bug á honum.Stöð 2/Egill Allt er brunnið sem brunnið gat í vistarverum, öðrum rýmum á neðra dekki skipsins sem og í brúnni. Því er ljóst að mjög miklar skemmdir hafa orðið á skipinu í brunanum. Slökkvilið Reykjanesbær Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Slökkvistarfi lokið á vettvangi banaslyssins í Njarðvík Slökkvistarfi er lokið í Njarðvíkurhöfn þar sem eldur kviknaði í netabátnum Grímsnesi GK-555 í nótt. Vettvangur var afhentur Lögreglunni á Suðurnesjum upp úr klukkan tvö í dag. 25. apríl 2023 16:48 Hiti aftur farinn að aukast í bátnum Enn er nokkur hiti í netabátnum Grímsnesi GK-555 sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Slökkvilið er enn að störfum og verið að dæla töluverðum sjó í gegnum skipið til að kæla það. 25. apríl 2023 12:28 Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25. apríl 2023 11:06 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Grímsnesið er dagróðrabátur á netaveiðum sem fer út snemma á morgnana og kemur inn síðdegis. Menn mæta því um borð kvöldið áður. Þegar eldurinn kom upp voru sjö manns um borð og það var yfirvélstjórinn sem fyrstur varð eldsins var og lét aðra áhafnarmeðlimi vita. Fjórir skipverja komust að sjálfsdáðun og klakklaust frá borði en Brunavörnum Suðurnesja barst tilkynning um eld í bátum klukkan tíu mínútur yfir tvö í nótt. Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að þegar fyrstu menn komu á vettvang hafi verið mikill eldur og hiti í skipinu og var þá allt lið Brunavarna kallað út. Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurlands segir mjög erfitt að berjast við eld í skipum.Stöð 2/Egill „Þegar þeir eru að nálgast vettvang er tilkynnt að það séu mögulega tveir menn um borð. Þegar þeir koma síðan að skipinu er ljóst að þeir voru þrír og einn komist út og lögreglan hafði flutt hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,“ segir Sigurður. Skipverjinn er töluvert brenndur á baki að sögn skipstjórans en ekki er nánar vitað um líðan hans. Eftir að slökkvilið var mætt kemst einn skipverja frá borði og er fluttur á brott með sjúkrabíl en síðan fluttur töluvert slasaður á Landsspítalann þar sem honum er haldið sofandi vegna sára sinna. Miklar skemmdir urðu í brunanum og brann allt sem brunnið gat í brú skipsins.Stöð 2/Egill Sigurður segir reykkafara hafa farið um borð í leit að þriðja manninum. Að lokum hafi tekist að hífa hann upp í gegnum lúgu frá neðra þilfari skipsins. „Þegar hann næst upp eru hafnar endurlífgunartilraunir á manninum sem því miður tókust ekki. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og úrskurðaður látinn þar,“ segir Sigurður. Það mæddi mikið á reykköfurum við slökkvistörf í Grímsnesinu.Stöð 2/Egill Hinn látni var fimmtugur Pólverji sem hafði búið á Íslandi í rúma tvo áratugi og verið í rúm tíu ár hjá útgerðinni. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrettán ára son í Póllandi. Fjölskyldan hafði flust aftur til Póllands í covid faraldrinum þar sem konan glímdi að auki við alvarleg veikindi. Varaslökkviliðsstjóri segir eld í skipum einn það erfiðasta að eiga við. Hitinn um borð hafi farið upp í 500 gráður þannig að reykkafarar hafi ekki getað verið um borð nema í stutta stund í einu og þurft að fara nokkrar ferðir og verið skipt út fyrir aðra. „Á tímabili logaði út um alla glugga á brúnni. Þannig að það var rosalega mikill eldur og hiti. Þannig að þetta var mjög erfiður eldur við að eiga,“ segir Sigurður. Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Stöð 2/Egill Strax í nótt var Grímsnesið fært innar við hafnarkantinn með aðstoð hafsögubáts og komið var fyrir mengunarvarnargirðingu utan við bátinn. Um hádegi voru slökkviliðsmenn enn við störf. Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir mikinn hita enn hafa verið í skipinu þegar vaktin hans tók við klukkan átta. Þá þurfti að dæla vatni og sjó úr skipinu. Er einhver hætta á að skipið sökkvi hér í höfninni? „Það er alltaf hætta á því ef við náum ekki að dæla. Við erum að setja aukadælur hérna núna.“ Þannig að það er töluverður sjór í skipinu? „Já, það er töluverður sjór. Hann var farinn að halla, hallaði vel í morgun líka. Við erum búnir að vera að dæla síðan klukkan átta í morgun með stoppum,“ sagði Herbert. Saga hafi þurft nokkur göt á skipið til að slökkviliðsmenn ættu auðveldar með að athafna sig. Mikill hiti myndaðist í skipinu við brunann og tók það slökkviliðsmenn um tólf klukkustundir að vinna bug á honum.Stöð 2/Egill Allt er brunnið sem brunnið gat í vistarverum, öðrum rýmum á neðra dekki skipsins sem og í brúnni. Því er ljóst að mjög miklar skemmdir hafa orðið á skipinu í brunanum.
Slökkvilið Reykjanesbær Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Slökkvistarfi lokið á vettvangi banaslyssins í Njarðvík Slökkvistarfi er lokið í Njarðvíkurhöfn þar sem eldur kviknaði í netabátnum Grímsnesi GK-555 í nótt. Vettvangur var afhentur Lögreglunni á Suðurnesjum upp úr klukkan tvö í dag. 25. apríl 2023 16:48 Hiti aftur farinn að aukast í bátnum Enn er nokkur hiti í netabátnum Grímsnesi GK-555 sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Slökkvilið er enn að störfum og verið að dæla töluverðum sjó í gegnum skipið til að kæla það. 25. apríl 2023 12:28 Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25. apríl 2023 11:06 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Slökkvistarfi lokið á vettvangi banaslyssins í Njarðvík Slökkvistarfi er lokið í Njarðvíkurhöfn þar sem eldur kviknaði í netabátnum Grímsnesi GK-555 í nótt. Vettvangur var afhentur Lögreglunni á Suðurnesjum upp úr klukkan tvö í dag. 25. apríl 2023 16:48
Hiti aftur farinn að aukast í bátnum Enn er nokkur hiti í netabátnum Grímsnesi GK-555 sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Slökkvilið er enn að störfum og verið að dæla töluverðum sjó í gegnum skipið til að kæla það. 25. apríl 2023 12:28
Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25. apríl 2023 11:06