Maðurinn sem rændi þrettán ára stúlku ákærður fyrir morð á annarri stúlku Bjarki Sigurðsson skrifar 26. apríl 2023 10:13 Frá leitinni að stúlkunni. AP/Claus Bech Maðurinn sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup í Danmörku í síðasta mánuði er grunaður um að hafa myrt aðra stúlku árið 2016. Hann hefur verið ákærður af lögreglu fyrir það morð. Lögreglan á Suður-Sjálandi og Lolland-Falster í Danmörku hélt í dag blaðamannafund vegna rannsóknarinnar á manni sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup. Stúlkan fannst á lífi tæpum sólarhring eftir að hún hvarf og var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Búið er að ákæra hann fyrir að nema hana á brott og er hann einnig grunaður um að hafa nauðgað henni ítrekað á meðan hann hélt henni fastri á heimili sínu. Á blaðamannafundinum greindi lögreglan frá því að maðurinn, sem er 32 ára gamall, hafi einnig verið ákærður fyrir að myrða Emilie Meng árið 2016 en hún var þá sautján ára gömul. Hún fannst látin í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadag það ár en þá hafði hún verið týnd í fimm mánuði. Morðingi Meng hefur aldrei fundist en lögreglan hefur grunað nokkra um að bera ábyrgð á morðinu, meðal annars Peter Madsen sem drap blaðakonuna Kim Wall í kafbát árið 2017. Þá var skoðað hvort morðið á Birnu Brjánsdóttur hér á landi í byrjun janúar árið 2017 tengdist morðinu á Meng. Í ljós kom þó að engin tengsl voru þar á milli. Að sögn lögreglunnar verður skoðað hvort maðurinn tengist öðrum óupplýstum sakamálum í landinu. Grunur um að hann tengdist morðinu á Meng kviknaði mjög snemma er hvarfið var rannsakað. Maðurinn hefur gengist undir DNA-próf sem verður notað í málinu. Lögreglan hefur óskað eftir vinnufrið við vinnslu málsins og munu lögreglufulltrúar ekki tjá sig frekar um rannsóknina. Danmörk Erlend sakamál Tengdar fréttir „Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. 17. apríl 2023 20:30 Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20 Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Lögreglan á Suður-Sjálandi og Lolland-Falster í Danmörku hélt í dag blaðamannafund vegna rannsóknarinnar á manni sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup. Stúlkan fannst á lífi tæpum sólarhring eftir að hún hvarf og var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Búið er að ákæra hann fyrir að nema hana á brott og er hann einnig grunaður um að hafa nauðgað henni ítrekað á meðan hann hélt henni fastri á heimili sínu. Á blaðamannafundinum greindi lögreglan frá því að maðurinn, sem er 32 ára gamall, hafi einnig verið ákærður fyrir að myrða Emilie Meng árið 2016 en hún var þá sautján ára gömul. Hún fannst látin í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadag það ár en þá hafði hún verið týnd í fimm mánuði. Morðingi Meng hefur aldrei fundist en lögreglan hefur grunað nokkra um að bera ábyrgð á morðinu, meðal annars Peter Madsen sem drap blaðakonuna Kim Wall í kafbát árið 2017. Þá var skoðað hvort morðið á Birnu Brjánsdóttur hér á landi í byrjun janúar árið 2017 tengdist morðinu á Meng. Í ljós kom þó að engin tengsl voru þar á milli. Að sögn lögreglunnar verður skoðað hvort maðurinn tengist öðrum óupplýstum sakamálum í landinu. Grunur um að hann tengdist morðinu á Meng kviknaði mjög snemma er hvarfið var rannsakað. Maðurinn hefur gengist undir DNA-próf sem verður notað í málinu. Lögreglan hefur óskað eftir vinnufrið við vinnslu málsins og munu lögreglufulltrúar ekki tjá sig frekar um rannsóknina.
Danmörk Erlend sakamál Tengdar fréttir „Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. 17. apríl 2023 20:30 Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20 Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
„Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. 17. apríl 2023 20:30
Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20
Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20