Snjalltæki, sköpunargáfa og ýmislegt fleira Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 26. apríl 2023 13:31 Í nokkur ár hafa ýmsir sérfræðingar hér á landi komið fram og sagt að það sé hollt fyrir börn að leiðast og það sé nauðsynlegt fyrir sköpunargáfu þeirra. Þessu er yfirleitt haldið fram sem rökstuðningi fyrir því að minnka tíma í rafrænum miðlum. Það er búið að endurtaka þetta svo oft að líklega trúa flestir þessu. Nú vill svo til að það hafa verið gerðar tvær rannsóknir á sambandi snjallsímanotkunar og sköpunargáfu. Hvorug sýndi fram á mun á sköpunargáfu eftir snjallsímanotkun. Önnur var mjög fjölmenn eða með 16.932 þátttakendur. Það er því ekkert sem bendir til þess að notkun snjallsíma skerði sköpunargáfu. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á notkun samfélagsmiðla og sköpunargáfu. Í báðum kom fram fylgni á milli minni þátttöku á samfélagsmiðlun og frumlegri hugsunar. Þessar niðurstöður verður í skoða í ljósi rannsóknanna hér að ofan. Af hverju ætti þátttaka á samfélagsmiðlum að tengjast minni sköpunargáfu en ekki snjallsímanotkun? Ég held að enginn geti neitað því að það virðist rökrétt að fólk með mikla sköpunargáfu eyði frekar tíma sínum í sköpun en aðrir og það er erfitt að skapa á sama tíma og maður er á samfélagsmiðlum. Hins vegar er hægt að nota snjallsíma til sköpunar. Hluti af þessari grein var t.d. skrifuð á snjallsíma. Fyrst ég er á annað borð byrjuð að leiðrétta umræðuna þá er ágætis tækifæri til að leiðrétta tölur um tölvuleikjaröskun sem voru kynntar á ráðstefnu um daginn af prófessor í HÍ. Þar var gefið upp að nær fjórðungur íslenskra drengja sýnir merki um tölvuleikjaröskun, sem er viðurkennd geðröskun. Það stenst ekki af því að listinn sem notaður var (Internet Gaming Disorder scale) skimar ekki fyrir tölvuleikjaröskun og spurningar þar eiga lítið við þá röskun. Besta núverandi mat á tíðni tölvuleikjaröskunar er að almenn tíðni sé 1-3% en 4-5% fyrir unglingsdrengi. Það gæti samt verið ofmat. Talandi um tölvuleikjaröskun þá er ekki hægt að kópíra greinarskilyrði efnafíkniraskana yfir á greiningarskilyrði tölvuleikjaröskunar. Hún hefur einfaldari greinarskilmerki. Gott ef sérfræðingar gætu bara flett greiningarskilmerkjunum upp áður en þeir tala um hana svona til að koma í veg fyrir að þeir fari rangt með og ég sendi þeim tölvupóst til leiðréttingar. Sparar öllum pirring og áreiti. Fyrst ég er byrjuð á áreiti þá er vert að minna á að gagnamagn og áreiti eru tveir ólíkir hlutir. Ef ég horfi á róandi mynd af fallegum arni og hlusta á róandi tónlist í tölvunni minni þá er ekki það sama áreiti og ef ég væri að horfa á myndband af einhverjum afhöfða mann eða ef ég væri passa fjörug þriggja ára börn. Sama hversu mikið gagnamagn er á bak við myndina af arninum. Um daginn birtist grein í Heimildinni þar sem var vitnað í rannsókn frá Singapore sem var sögð sýna fram á að sjónvarpsáhorf barna orsakaði verra minni, verri einbeitingu og minni aðlögunarhæfni. En hvað stóð í rannsókninni: „However, the findings from this cohort study do not prove causation.“ Það er sem sagt ekki hægt að fullyrða um orsakasamband þrátt fyrir að það var gert í þessari frétt. Það þarf nefnilega oft að lesa frumheildir til að skilja rannsóknir. Ég veit það er erfitt, tekur tíma og það er þægilegra að láta einhvern túlka greinar fyrir sig en þú veist aldrei hvort sú túlkun er rétt. Þá erum við komin að röngum túlkunum. Ef þú veist það ekki þá er það ekki rétt að dópamín skapi velíðunartilfinningu. Tilraunir á rottum hafa sýnt að ef dópamínframleiðsla er stoppuð hjá þeim þá geta þær áfram fundið til vellíðunar við að fá verðlaun. Þannig getur dópamín ekki verið efnið sem veldur vellíðan. Þetta hefur verið vitað frá því á síðustu öld. Þannig að næst þegar einhver talar um að aukning dópamíns í tölvuleikjum eða við skroll á Tik-Tok veiti vellíðan þá geturðu verið öruggur um að viðkomandi er annað hvort að lepja upp vitleysu eftir einhverjum öðrum eða skildi ekki það sem hann las. Ég hef nú farið í gegnum helstu furðulegu fullyrðingar um tækjanotkun sem fram hafa komið síðustu mánuði. Mér finnst það alltaf merkilegt að sérfræðingar, sem segja réttilega að samfélagsmiðlar geti verið bergmálshellar, detti aldrei í hug að þeir gætu verið í staddir í einum slíkum og því væri ágætt að eyða tíma í að tékka hvort það sem „allir“ segja sé raunverulega stutt góðum rannsóknum. En góða hliðin er sú að það er alltaf von á fleiri furðulegum staðhæfingum um tækjanotkun, jafnvel bara strax á morgun. Ég bíð spennt. Ég hendi því kannski inn öðru helsti eftir nokkra mánuði. Þangað til: Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur. Heimildir 1 Olson, J. A., Sandra, D. A., Langer, E. J., Raz, A., & Veissière, S. P. (2022). Creativity and smartphone use: Three correlational studies. International Journal of Human–Computer Interaction, 1-6. 2 Rodríguez, F. M. M., Lozano, J. M. G., Mingorance, P. L., & Pérez-Mármol, J. M. (2020). Influence of smartphone use on emotional, cognitive and educational dimensions in university students. Sustainability, 12(16), 6646. 3 Upshaw, J. D., Davis, W. M., & Zabelina, D. L. (2021). iCreate: Social media use, divergent thinking, and real-life creative achievement. Translational Issues in Psychological Science. 4 Li, X., Li, Y., Wang, X., & Hu, W. (2023). Reduced brain activity and functional connectivity during creative idea generation in individuals with smartphone addiction. Social Cognitive and Affective Neuroscience, 18(1), nsac052. 5 Menntavísindastofnun Háskóla Íslands (2022) Íslenska æskulýðsrannsóknin: Niðurstöður fyrir 6., 8. og 10. bekk vor 2022 - 2. hluti. 6 Reed, G. M., First, M. B., Billieux, J., Cloitre, M., Briken, P., Achab, S., ... & Bryant, R. A. (2022). Emerging experience with selected new categories in the ICD‐11: Complex PTSD, prolonged grief disorder, gaming disorder, and compulsive sexual behaviour disorder. World Psychiatry, 21(2), 189-213. 7 Law, E. C., Han, M. X., Lai, Z., Lim, S., Ong, Z. Y., Ng, V., ... & Nelson, C. A. (2023). Associations between infant screen use, electroencephalography markers, and cognitive Outcomes. JAMA pediatrics, 177(3), 311-318. 8 Berridge, K. C., & Robinson, T. E. (1998). What is the role of dopamine in reward: hedonic impact, reward learning, or incentive salience?. Brain research reviews, 28(3), 309-369. Fyrir áhugasama er til auðlesnari grein: Berridge, K. C., & Kringelbach, M. L. (2015). Pleasure systems in the brain. Neuron, 86(3), 646-664. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í nokkur ár hafa ýmsir sérfræðingar hér á landi komið fram og sagt að það sé hollt fyrir börn að leiðast og það sé nauðsynlegt fyrir sköpunargáfu þeirra. Þessu er yfirleitt haldið fram sem rökstuðningi fyrir því að minnka tíma í rafrænum miðlum. Það er búið að endurtaka þetta svo oft að líklega trúa flestir þessu. Nú vill svo til að það hafa verið gerðar tvær rannsóknir á sambandi snjallsímanotkunar og sköpunargáfu. Hvorug sýndi fram á mun á sköpunargáfu eftir snjallsímanotkun. Önnur var mjög fjölmenn eða með 16.932 þátttakendur. Það er því ekkert sem bendir til þess að notkun snjallsíma skerði sköpunargáfu. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á notkun samfélagsmiðla og sköpunargáfu. Í báðum kom fram fylgni á milli minni þátttöku á samfélagsmiðlun og frumlegri hugsunar. Þessar niðurstöður verður í skoða í ljósi rannsóknanna hér að ofan. Af hverju ætti þátttaka á samfélagsmiðlum að tengjast minni sköpunargáfu en ekki snjallsímanotkun? Ég held að enginn geti neitað því að það virðist rökrétt að fólk með mikla sköpunargáfu eyði frekar tíma sínum í sköpun en aðrir og það er erfitt að skapa á sama tíma og maður er á samfélagsmiðlum. Hins vegar er hægt að nota snjallsíma til sköpunar. Hluti af þessari grein var t.d. skrifuð á snjallsíma. Fyrst ég er á annað borð byrjuð að leiðrétta umræðuna þá er ágætis tækifæri til að leiðrétta tölur um tölvuleikjaröskun sem voru kynntar á ráðstefnu um daginn af prófessor í HÍ. Þar var gefið upp að nær fjórðungur íslenskra drengja sýnir merki um tölvuleikjaröskun, sem er viðurkennd geðröskun. Það stenst ekki af því að listinn sem notaður var (Internet Gaming Disorder scale) skimar ekki fyrir tölvuleikjaröskun og spurningar þar eiga lítið við þá röskun. Besta núverandi mat á tíðni tölvuleikjaröskunar er að almenn tíðni sé 1-3% en 4-5% fyrir unglingsdrengi. Það gæti samt verið ofmat. Talandi um tölvuleikjaröskun þá er ekki hægt að kópíra greinarskilyrði efnafíkniraskana yfir á greiningarskilyrði tölvuleikjaröskunar. Hún hefur einfaldari greinarskilmerki. Gott ef sérfræðingar gætu bara flett greiningarskilmerkjunum upp áður en þeir tala um hana svona til að koma í veg fyrir að þeir fari rangt með og ég sendi þeim tölvupóst til leiðréttingar. Sparar öllum pirring og áreiti. Fyrst ég er byrjuð á áreiti þá er vert að minna á að gagnamagn og áreiti eru tveir ólíkir hlutir. Ef ég horfi á róandi mynd af fallegum arni og hlusta á róandi tónlist í tölvunni minni þá er ekki það sama áreiti og ef ég væri að horfa á myndband af einhverjum afhöfða mann eða ef ég væri passa fjörug þriggja ára börn. Sama hversu mikið gagnamagn er á bak við myndina af arninum. Um daginn birtist grein í Heimildinni þar sem var vitnað í rannsókn frá Singapore sem var sögð sýna fram á að sjónvarpsáhorf barna orsakaði verra minni, verri einbeitingu og minni aðlögunarhæfni. En hvað stóð í rannsókninni: „However, the findings from this cohort study do not prove causation.“ Það er sem sagt ekki hægt að fullyrða um orsakasamband þrátt fyrir að það var gert í þessari frétt. Það þarf nefnilega oft að lesa frumheildir til að skilja rannsóknir. Ég veit það er erfitt, tekur tíma og það er þægilegra að láta einhvern túlka greinar fyrir sig en þú veist aldrei hvort sú túlkun er rétt. Þá erum við komin að röngum túlkunum. Ef þú veist það ekki þá er það ekki rétt að dópamín skapi velíðunartilfinningu. Tilraunir á rottum hafa sýnt að ef dópamínframleiðsla er stoppuð hjá þeim þá geta þær áfram fundið til vellíðunar við að fá verðlaun. Þannig getur dópamín ekki verið efnið sem veldur vellíðan. Þetta hefur verið vitað frá því á síðustu öld. Þannig að næst þegar einhver talar um að aukning dópamíns í tölvuleikjum eða við skroll á Tik-Tok veiti vellíðan þá geturðu verið öruggur um að viðkomandi er annað hvort að lepja upp vitleysu eftir einhverjum öðrum eða skildi ekki það sem hann las. Ég hef nú farið í gegnum helstu furðulegu fullyrðingar um tækjanotkun sem fram hafa komið síðustu mánuði. Mér finnst það alltaf merkilegt að sérfræðingar, sem segja réttilega að samfélagsmiðlar geti verið bergmálshellar, detti aldrei í hug að þeir gætu verið í staddir í einum slíkum og því væri ágætt að eyða tíma í að tékka hvort það sem „allir“ segja sé raunverulega stutt góðum rannsóknum. En góða hliðin er sú að það er alltaf von á fleiri furðulegum staðhæfingum um tækjanotkun, jafnvel bara strax á morgun. Ég bíð spennt. Ég hendi því kannski inn öðru helsti eftir nokkra mánuði. Þangað til: Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur. Heimildir 1 Olson, J. A., Sandra, D. A., Langer, E. J., Raz, A., & Veissière, S. P. (2022). Creativity and smartphone use: Three correlational studies. International Journal of Human–Computer Interaction, 1-6. 2 Rodríguez, F. M. M., Lozano, J. M. G., Mingorance, P. L., & Pérez-Mármol, J. M. (2020). Influence of smartphone use on emotional, cognitive and educational dimensions in university students. Sustainability, 12(16), 6646. 3 Upshaw, J. D., Davis, W. M., & Zabelina, D. L. (2021). iCreate: Social media use, divergent thinking, and real-life creative achievement. Translational Issues in Psychological Science. 4 Li, X., Li, Y., Wang, X., & Hu, W. (2023). Reduced brain activity and functional connectivity during creative idea generation in individuals with smartphone addiction. Social Cognitive and Affective Neuroscience, 18(1), nsac052. 5 Menntavísindastofnun Háskóla Íslands (2022) Íslenska æskulýðsrannsóknin: Niðurstöður fyrir 6., 8. og 10. bekk vor 2022 - 2. hluti. 6 Reed, G. M., First, M. B., Billieux, J., Cloitre, M., Briken, P., Achab, S., ... & Bryant, R. A. (2022). Emerging experience with selected new categories in the ICD‐11: Complex PTSD, prolonged grief disorder, gaming disorder, and compulsive sexual behaviour disorder. World Psychiatry, 21(2), 189-213. 7 Law, E. C., Han, M. X., Lai, Z., Lim, S., Ong, Z. Y., Ng, V., ... & Nelson, C. A. (2023). Associations between infant screen use, electroencephalography markers, and cognitive Outcomes. JAMA pediatrics, 177(3), 311-318. 8 Berridge, K. C., & Robinson, T. E. (1998). What is the role of dopamine in reward: hedonic impact, reward learning, or incentive salience?. Brain research reviews, 28(3), 309-369. Fyrir áhugasama er til auðlesnari grein: Berridge, K. C., & Kringelbach, M. L. (2015). Pleasure systems in the brain. Neuron, 86(3), 646-664.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar