Dómsmáli gegn Arnarlaxi frestað og lausn í sjónmáli Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. apríl 2023 10:04 Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri Vesturbyggðar. Lausn virðist vera í sjónmáli í deilu Vesturbyggðar við fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. Málaferli voru hafin vegna aflagjalda upp á tugmilljónir króna. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar, gerir ráð fyrir að fyrirtöku í máli sveitarfélagsins gegn Arnarlaxi verði frestað. Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða þann 15. maí næstkomandi. „Málinu hefur verið frestað áður og ég á von á því að því að því verði aftur frestað,“ segir hún. Verið er að ræða samkomulag um framtíð aflagjalda en deilan hefur hingað til verið í algjörum hnút. Greiddu það sem þau töldu rétt Vesturbyggð stefndi Arnarlaxi, sem rekur sjókvíaeldi í Patreksfirði og Arnarfirði, í byrjun árs 2021 vegna vangoldinna aflagjalda. Aflagjöld eru gjöld sem hafnarsjóðir innheimta af sjávarafurðum. Sveitarfélagið hafði árið 2020 breytt sinni gjaldskrá þannig að aflagjöldin tækju mið af Nasdaq vísitölu eldisfisks en við það vildi Arnarlax ekki una. Átján milljónum króna munaði á þeim aflagjöldum sem Vesturbyggð rukkaði og því sem Arnarlax taldi rétt að greiða. Samkvæmt frétt RÚV töldu forsvarsmenn Arnarlax að Vesturbyggð væri ekki heimilt að byggja gjaldskránna á vísitölunni og neituðu að fylgja henni. Greiddu þeir því aðeins þá upphæð sem þeir töldu vera rétta, sem sagt út frá eigin útreikningum á eldri gjaldskrá. Mismunurinn var hins vegar um átján milljónir króna og það er að höfuðstóli sú krafa sem Vesturbyggð setti á hendur Arnarlaxi fyrir dómi. Aflagjöld eru ekki lítil breyta í fjármálum hafnarsjóða. Samkvæmt BB voru aflagjöld langstærsti tekjuliður hafnarsjóðs Vesturbyggðar árið 2020. Nam upphæðin samtals 101 milljón króna af 18.702 kílógrömmum af eldisfiski. Aflagjald af öðrum fiski nam 26 milljónum. Sem sagt aflagjaldið nam 127 milljónum af 228 milljón króna heildartekjum hafnarsjóðs. Risa vinnsluhús undir Það sem virðist hafa liðkað til við að leysa úr deilunni eru áform um að byggja hátækni vinnsluhús Patreksfirði. Þann 13. maí árið 2022 undirrituðu fulltrúar Vesturbyggðar og Arnarlax viljayfirlýsingu um uppbyggingu vinnsluhússins sem á að verða 10 þúsund fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir því að unnt verði að vinna allt að 80 þúsund tonn af eldisfisk í húsinu. Í fréttatilkynningu Vesturbyggðar við undirritunina segir að í viljayfirlýsingunni sé mælt fyrir um að „gert verði samkomulag um uppgjör og greiðslu á útistandandi kröfum vegna aflagjalda, sem hafa verið til meðferðar fyrir héraðsdómi Vestfjarða að undanförnu.“ Aðspurð um hvort að uppbygging hússins hafi hangið á því hvort að aflagjaldamálið yrði leyst segir Þórdís svo ekki vera. „Viðræður um upphæð aflagjaldanna eru leystar en enn eru nokkur útistandandi mál eftir,“ segir hún. Vesturbyggð Fiskeldi Dómsmál Tengdar fréttir Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. 25. nóvember 2022 18:01 120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar, gerir ráð fyrir að fyrirtöku í máli sveitarfélagsins gegn Arnarlaxi verði frestað. Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða þann 15. maí næstkomandi. „Málinu hefur verið frestað áður og ég á von á því að því að því verði aftur frestað,“ segir hún. Verið er að ræða samkomulag um framtíð aflagjalda en deilan hefur hingað til verið í algjörum hnút. Greiddu það sem þau töldu rétt Vesturbyggð stefndi Arnarlaxi, sem rekur sjókvíaeldi í Patreksfirði og Arnarfirði, í byrjun árs 2021 vegna vangoldinna aflagjalda. Aflagjöld eru gjöld sem hafnarsjóðir innheimta af sjávarafurðum. Sveitarfélagið hafði árið 2020 breytt sinni gjaldskrá þannig að aflagjöldin tækju mið af Nasdaq vísitölu eldisfisks en við það vildi Arnarlax ekki una. Átján milljónum króna munaði á þeim aflagjöldum sem Vesturbyggð rukkaði og því sem Arnarlax taldi rétt að greiða. Samkvæmt frétt RÚV töldu forsvarsmenn Arnarlax að Vesturbyggð væri ekki heimilt að byggja gjaldskránna á vísitölunni og neituðu að fylgja henni. Greiddu þeir því aðeins þá upphæð sem þeir töldu vera rétta, sem sagt út frá eigin útreikningum á eldri gjaldskrá. Mismunurinn var hins vegar um átján milljónir króna og það er að höfuðstóli sú krafa sem Vesturbyggð setti á hendur Arnarlaxi fyrir dómi. Aflagjöld eru ekki lítil breyta í fjármálum hafnarsjóða. Samkvæmt BB voru aflagjöld langstærsti tekjuliður hafnarsjóðs Vesturbyggðar árið 2020. Nam upphæðin samtals 101 milljón króna af 18.702 kílógrömmum af eldisfiski. Aflagjald af öðrum fiski nam 26 milljónum. Sem sagt aflagjaldið nam 127 milljónum af 228 milljón króna heildartekjum hafnarsjóðs. Risa vinnsluhús undir Það sem virðist hafa liðkað til við að leysa úr deilunni eru áform um að byggja hátækni vinnsluhús Patreksfirði. Þann 13. maí árið 2022 undirrituðu fulltrúar Vesturbyggðar og Arnarlax viljayfirlýsingu um uppbyggingu vinnsluhússins sem á að verða 10 þúsund fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir því að unnt verði að vinna allt að 80 þúsund tonn af eldisfisk í húsinu. Í fréttatilkynningu Vesturbyggðar við undirritunina segir að í viljayfirlýsingunni sé mælt fyrir um að „gert verði samkomulag um uppgjör og greiðslu á útistandandi kröfum vegna aflagjalda, sem hafa verið til meðferðar fyrir héraðsdómi Vestfjarða að undanförnu.“ Aðspurð um hvort að uppbygging hússins hafi hangið á því hvort að aflagjaldamálið yrði leyst segir Þórdís svo ekki vera. „Viðræður um upphæð aflagjaldanna eru leystar en enn eru nokkur útistandandi mál eftir,“ segir hún.
Vesturbyggð Fiskeldi Dómsmál Tengdar fréttir Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. 25. nóvember 2022 18:01 120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. 25. nóvember 2022 18:01
120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28