Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. apríl 2023 19:31 Gareth Bale á HM í Katar. Hann lagði skóna á hilluna að móti loknu en gæti tekið þá fram að nýju. James Williamson/Getty Images Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust. Wrexham, eitt umtalaðasta íþróttalið heims um þessar mundir, tryggði sér sæti í ensku D-deildinni um liðna helgi. Uppgangur liðsins síðan Ryan og Rob festu kaup á því hefur verið lygilegur og þeir virðast ætla að nýta það til fullnustu að liðið sé staðsett í Wales. Hinn 33 ára gamli Gareth Bale lagði skóna á hilluna fyrr á þessu ári eftir farsælan feril með Southampton, Tottenham Hotspur, Real Madríd og Los Angeles FC. Þrátt fyrir að hafa eytt miklum tíma á varamannabekk Real Madríd undir lok veru sinnar þar þá var hann einkar sigursæll með liðinu og vann til að mynda spænsku úrvalsdeildina þrívegis og Meistaradeild Evrópu fimm sinnum. Ofan á það spilaði hann samtals 111 A-landsleiki fyrir Wales, meðal annars á EM og HM. Skoraði hann í þeim 41 mark. Hey @GarethBale11 let s play golf, where I totally won t spend 4 hours trying to convince you to un-retire for one last magical season pic.twitter.com/FZgXZbM4zx— Rob McElhenney (@RMcElhenney) April 25, 2023 Eftir að það varð ljóst að Wrexham væri loks komið upp um deild sendi Bale stutt myndband til Rob þar sem hann óskaði eigandanum til hamingju með að vera kominn upp um deild. Rob greip það á lofti og sagði að þeir ættu endilega að spila golf þar sem Rob myndi eyða fjórum tímum í að reyna sannfæra Bale um að taka fram skóna á ný og spila með Wrexham í eitt stórfenglegt tímabil. Ryan gerði gott betur og bauðst til að raka golfvöll á bakið á Rob myndi Bale ákveða að spila með Wrexham á næstu leiktíð. Ryan dró síðan tilboðið til baka þar sem Rob er ekki nægilega loðinn. Update: after an online image search, it appears Rob does not have the requisite body hair to support this plan.— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) April 26, 2023 Ben Foster ákvað að rífa fram markmannshanskana af hillunni og hjálpaði Wrexham upp um deild. Hver veit nema Gareth Bale geri slíkt hið sama. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31 Bale fer vel af stað á PGA Frumraun Gareths Bale á PGA-mótaröðinni fór vel af stað. Hann keppir á Pebble Beach Pro-Am um helgina. 3. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Wrexham, eitt umtalaðasta íþróttalið heims um þessar mundir, tryggði sér sæti í ensku D-deildinni um liðna helgi. Uppgangur liðsins síðan Ryan og Rob festu kaup á því hefur verið lygilegur og þeir virðast ætla að nýta það til fullnustu að liðið sé staðsett í Wales. Hinn 33 ára gamli Gareth Bale lagði skóna á hilluna fyrr á þessu ári eftir farsælan feril með Southampton, Tottenham Hotspur, Real Madríd og Los Angeles FC. Þrátt fyrir að hafa eytt miklum tíma á varamannabekk Real Madríd undir lok veru sinnar þar þá var hann einkar sigursæll með liðinu og vann til að mynda spænsku úrvalsdeildina þrívegis og Meistaradeild Evrópu fimm sinnum. Ofan á það spilaði hann samtals 111 A-landsleiki fyrir Wales, meðal annars á EM og HM. Skoraði hann í þeim 41 mark. Hey @GarethBale11 let s play golf, where I totally won t spend 4 hours trying to convince you to un-retire for one last magical season pic.twitter.com/FZgXZbM4zx— Rob McElhenney (@RMcElhenney) April 25, 2023 Eftir að það varð ljóst að Wrexham væri loks komið upp um deild sendi Bale stutt myndband til Rob þar sem hann óskaði eigandanum til hamingju með að vera kominn upp um deild. Rob greip það á lofti og sagði að þeir ættu endilega að spila golf þar sem Rob myndi eyða fjórum tímum í að reyna sannfæra Bale um að taka fram skóna á ný og spila með Wrexham í eitt stórfenglegt tímabil. Ryan gerði gott betur og bauðst til að raka golfvöll á bakið á Rob myndi Bale ákveða að spila með Wrexham á næstu leiktíð. Ryan dró síðan tilboðið til baka þar sem Rob er ekki nægilega loðinn. Update: after an online image search, it appears Rob does not have the requisite body hair to support this plan.— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) April 26, 2023 Ben Foster ákvað að rífa fram markmannshanskana af hillunni og hjálpaði Wrexham upp um deild. Hver veit nema Gareth Bale geri slíkt hið sama.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31 Bale fer vel af stað á PGA Frumraun Gareths Bale á PGA-mótaröðinni fór vel af stað. Hann keppir á Pebble Beach Pro-Am um helgina. 3. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31
Bale fer vel af stað á PGA Frumraun Gareths Bale á PGA-mótaröðinni fór vel af stað. Hann keppir á Pebble Beach Pro-Am um helgina. 3. febrúar 2023 12:30