„Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. apríl 2023 21:43 Lárus er kominn með ansi langan sjúkralista í hendurnar Vísir/Bára Dröfn Valsmenn fóru með nokkuð afgerandi og öruggan sigur af hólmi gegn Þórsurum í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld, lokatölur 91-65. Þórsarar mættu laskaðir til leiks, Vincent Shahid veikur og Pablo Hernandez puttabrotinn. Eftir aðeins rúmar tvær mínútur bættist Jordan Semple svo á sjúkralistann. Lárus Jónsson þjálfari Þórs virtist ekkert vera neitt sérstaklega svekktur með tapið í leikslok. Það var allan daginn ljóst að það yrði erfitt að sækja sigur og þegar Jordan Semple meiddist var brekkan orðin ansi brött. „Já þetta var brekka, sérstaklega eftir að Jordan datt út. Þá vissum við að það yrði erfitt að sækja sigur. Við reyndum okkur besta og mér fannst við spila vel, sérstaklega í öðrum leikhluta en enduðum hann ekki alveg nóg vel. Erum ellefu undir í staðinn fyrir að fara með 6-7 stiga mun í hálfleik sem hefði gefið okkur byr undir báða vængi. Svo bara voru Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik. Þá kannski kom liðsmunur í ljós.“ Sjúkralistinn er orðinn í lengra lagi hjá Þórsurum en Lárus vonaðist eftir að Jordan Semple yrði ekki lengi á þeim lista. Um að gera að vera bjartsýnn, spurning um hversu raunhæft þetta mat er þó. „Þetta var örugglega bara einhver tognun í vöðva. Acox kemur eitthvað og rykkir í hann og hann tognar. Ég veit ekki alveg hvernig staðan er. Tognun, er hann ekki bara einn tvo daga að jafna sig á því?“ Lárus sagði að undirbúningurinn fyrir næsta leik yrði ekkert frábrugðinn síðustu æfingum þrátt fyrir langan sjúkralista. Nú væri það fyrst og fremst andlega hliðin sem skipti máli. „Bara það sem við erum að gera alla daga. Núna horfum við eitthvað á þennan leik, en ég veit ekki alveg hvað ég get tekið mikið út úr honum. Svo bara mætum við Völsurum heima. Ég held að hvorugt liðið hafi verið að sýna mikið nýtt í dag. Liðin eru farin að þekkja hvort annað ofboðslega vel. Annars snýst þetta held ég bara meira um hausinn á sunnudaginn frekar en einhverja svakalega taktík.“ Hversu mikið er hægt að taka út úr leik þar sem minni spámenn fá svona mikinn spilatíma, sem þeir fá e.t.v. ekki aftur á tímabilinu? „Ekki nema kannski bara fyrir þá. Fyrir þá er þetta náttúrulega ótrúleg upplifun að fá að spila hérna í Valsheimilinu með fullt af áhorfendum og kannski á móti leikmönnum sem þeir vanalega fá aldrei að spila á móti og í þessari stemmingu. Við kannski getum ekki tekið neitt rosalega mikið út úr þessu en fyrir þessa kappa sem voru að spila margar mínútur þá á þessi leikur eftir að lifa með þeim það sem eftir er.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. 27. apríl 2023 20:53 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Lárus Jónsson þjálfari Þórs virtist ekkert vera neitt sérstaklega svekktur með tapið í leikslok. Það var allan daginn ljóst að það yrði erfitt að sækja sigur og þegar Jordan Semple meiddist var brekkan orðin ansi brött. „Já þetta var brekka, sérstaklega eftir að Jordan datt út. Þá vissum við að það yrði erfitt að sækja sigur. Við reyndum okkur besta og mér fannst við spila vel, sérstaklega í öðrum leikhluta en enduðum hann ekki alveg nóg vel. Erum ellefu undir í staðinn fyrir að fara með 6-7 stiga mun í hálfleik sem hefði gefið okkur byr undir báða vængi. Svo bara voru Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik. Þá kannski kom liðsmunur í ljós.“ Sjúkralistinn er orðinn í lengra lagi hjá Þórsurum en Lárus vonaðist eftir að Jordan Semple yrði ekki lengi á þeim lista. Um að gera að vera bjartsýnn, spurning um hversu raunhæft þetta mat er þó. „Þetta var örugglega bara einhver tognun í vöðva. Acox kemur eitthvað og rykkir í hann og hann tognar. Ég veit ekki alveg hvernig staðan er. Tognun, er hann ekki bara einn tvo daga að jafna sig á því?“ Lárus sagði að undirbúningurinn fyrir næsta leik yrði ekkert frábrugðinn síðustu æfingum þrátt fyrir langan sjúkralista. Nú væri það fyrst og fremst andlega hliðin sem skipti máli. „Bara það sem við erum að gera alla daga. Núna horfum við eitthvað á þennan leik, en ég veit ekki alveg hvað ég get tekið mikið út úr honum. Svo bara mætum við Völsurum heima. Ég held að hvorugt liðið hafi verið að sýna mikið nýtt í dag. Liðin eru farin að þekkja hvort annað ofboðslega vel. Annars snýst þetta held ég bara meira um hausinn á sunnudaginn frekar en einhverja svakalega taktík.“ Hversu mikið er hægt að taka út úr leik þar sem minni spámenn fá svona mikinn spilatíma, sem þeir fá e.t.v. ekki aftur á tímabilinu? „Ekki nema kannski bara fyrir þá. Fyrir þá er þetta náttúrulega ótrúleg upplifun að fá að spila hérna í Valsheimilinu með fullt af áhorfendum og kannski á móti leikmönnum sem þeir vanalega fá aldrei að spila á móti og í þessari stemmingu. Við kannski getum ekki tekið neitt rosalega mikið út úr þessu en fyrir þessa kappa sem voru að spila margar mínútur þá á þessi leikur eftir að lifa með þeim það sem eftir er.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. 27. apríl 2023 20:53 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. 27. apríl 2023 20:53
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum