Pence bar vitni í kosningamáli Trump Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2023 08:56 Mike Pence íhugar enn mögulegt forsetaframboð. Láti hann verða af því etur hann kappi við Trump, fyrrverandi yfirboðara sinna. AP/Alex Brandon Kviðdómendur í ákærudómstól í Washington-borg hlýddu í gær á framburð Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á tilraunum Donalds Trump og bandamanna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Dómstóll hafði áður staðfest að Trump gæti ekki komið í veg fyrir vitnisburð Pence. Ákærudómstóllinn er liður í rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tilraunum Trump og félaga til þess að snúa við tapi hans í kosningunum gegn Joe Biden. Pence er talinn geta vitnað um ákvðin samtöl og atburði í aðdraganda blóðugrar árásar stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, að sögn AP-fréttastofunnar. Pence var stefnt til að bera vitni fyrr á þessu ári en Trump reyndi að koma í veg fyrir það og bar fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins. Alríkisáfrýjunardómstóll hafnaði kröfu lögmanna hans. Ekki er ljóst hvað Pence kann að hafa sagt ákærudómstólnum, ef eitthvað. Dómari sem hafnaði kröfu Trump í mars úrskurðaði að ekki væri hægt að knýja fyrrverandi varaforsetann til þess að svara spurningum um nokkuð sem tengist því þegar hann hafði umsjón með því að öldungadeild þingsins staðfesti kosningaúrslitin 6. janúar. Í endurminningum sínum sem Pence birti nýlega sakaði hann Trump um að hafa stefnt fjölskyldu sinni og öllum þeim sem voru við þinghúsið þann dag í hættu. Sagan ætti eftir að dæma hann. Þrýstu á Pence að staðfesta ekki úrslitin Trump og bandamenn hans héldu, og halda enn, fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Í nokkrum ríkjum sem Trump tapaði fyrir Biden þar sem repúblikanar höfðu meirihluta á ríkisþinginu útbjuggu bandamenn hans falska lista með svokölluðum kjörmönnum sem kjósa formlega forseta. Pence var beittur miklum þrýstingi að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti úrslit forsetakosninganna 6. janúar þrátt fyrir að hann stýrði aðeins formlega fundinum þar sem það var gert. Það ætluðu Trump og félagar að nýta sér til þess að koma að listunum með fölsku kjörmönnunum og fá þingið þannig til þess að gera hann að forseta. Pence hafði hins vegar engin völd til þess að koma í veg fyrir að úrslitin væru staðfest. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar þessar tilraunir Trump til þess að snúa úrslitum kosninganna við. Hann hefur rætt við fjölda fyrrverandi ráðgjafa Trump, þar á meðal Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins, og Stephen Miller. Samhliða rannsakar Smith meðferð Trump á leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og hvort að hann hafi reynt að hindra rannsóknina á því. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39 Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Ákærudómstóllinn er liður í rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tilraunum Trump og félaga til þess að snúa við tapi hans í kosningunum gegn Joe Biden. Pence er talinn geta vitnað um ákvðin samtöl og atburði í aðdraganda blóðugrar árásar stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, að sögn AP-fréttastofunnar. Pence var stefnt til að bera vitni fyrr á þessu ári en Trump reyndi að koma í veg fyrir það og bar fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins. Alríkisáfrýjunardómstóll hafnaði kröfu lögmanna hans. Ekki er ljóst hvað Pence kann að hafa sagt ákærudómstólnum, ef eitthvað. Dómari sem hafnaði kröfu Trump í mars úrskurðaði að ekki væri hægt að knýja fyrrverandi varaforsetann til þess að svara spurningum um nokkuð sem tengist því þegar hann hafði umsjón með því að öldungadeild þingsins staðfesti kosningaúrslitin 6. janúar. Í endurminningum sínum sem Pence birti nýlega sakaði hann Trump um að hafa stefnt fjölskyldu sinni og öllum þeim sem voru við þinghúsið þann dag í hættu. Sagan ætti eftir að dæma hann. Þrýstu á Pence að staðfesta ekki úrslitin Trump og bandamenn hans héldu, og halda enn, fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Í nokkrum ríkjum sem Trump tapaði fyrir Biden þar sem repúblikanar höfðu meirihluta á ríkisþinginu útbjuggu bandamenn hans falska lista með svokölluðum kjörmönnum sem kjósa formlega forseta. Pence var beittur miklum þrýstingi að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti úrslit forsetakosninganna 6. janúar þrátt fyrir að hann stýrði aðeins formlega fundinum þar sem það var gert. Það ætluðu Trump og félagar að nýta sér til þess að koma að listunum með fölsku kjörmönnunum og fá þingið þannig til þess að gera hann að forseta. Pence hafði hins vegar engin völd til þess að koma í veg fyrir að úrslitin væru staðfest. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar þessar tilraunir Trump til þess að snúa úrslitum kosninganna við. Hann hefur rætt við fjölda fyrrverandi ráðgjafa Trump, þar á meðal Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins, og Stephen Miller. Samhliða rannsakar Smith meðferð Trump á leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og hvort að hann hafi reynt að hindra rannsóknina á því.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39 Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39
Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20