Systkini boða til hlaups til styrktar Einstökum börnum Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2023 22:10 Systkinin á góðri stundu við Hafnartorg, þar sem verður ræst út á morgun. Aðsend Systkinin Nína Kristín, Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa boðið öllum sem vilja að hlaupa, ganga eða rúlla með þeim fimm kílómetra í miðbæ Reykjavíkur á morgun, 1. maí. Hlaupið verður til styrktar Einstökum börnum og til heiðurs móður þeirra, sem átti afmæli 1. maí og lést fyrir ellefu árum. „Nína og Áslaug hlupu saman í Reykjavíkurmaraþoninu 2012 með mömmu á hliðarlínunni en tveimur mánuðum síðar lést hún. Nína sá svo nýja hlaupastóla sem Palli Líndal vinur okkar safnaði fyrir og gaf Reykjadal í fyrra og lagði til að við myndum endurtaka leikinn,“ segir í viðburði um hlaupið á Facebook. Systurnar Nína Kristín og Áslaug Arna í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2012.Aðsend Öll geti tekið þátt í hlaupinu, engin tímataka verði, ganga megi og hlaupa, með vagn eða bara sjálfan sig. Í boði verði líka að taka styttri hring, enda sé hlaupið aðallega ætlað til skemmtunar. Þá ætla systkinin að safna fyrir Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Helmingur þess fjár sem safnast mun renna til Systkinasmiðjunnar, alþjóðlegs stuðningsúrræðis fyrir systkini veikra eða fatlaðra barna, sem er í samstarfi við Einstök börn. Nína, sem er yngst í hópnum, er með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hún getur ekki gengið. Að sögn Magnúsar mun Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, því ýta systur sinni á undan sér í sérútbúnum hjólastól, sem þau fengu að láni frá Reykjadal. Lagt verður af stað frá Hafnartorgi, fyrir framan Kolaportið klukkan 11 á morgun og mæting er hálftíma fyrr, ef veður leyfir. Nánari upplýsingar um skráningu og áheit má finna hér. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Góðverk Hlaup Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
„Nína og Áslaug hlupu saman í Reykjavíkurmaraþoninu 2012 með mömmu á hliðarlínunni en tveimur mánuðum síðar lést hún. Nína sá svo nýja hlaupastóla sem Palli Líndal vinur okkar safnaði fyrir og gaf Reykjadal í fyrra og lagði til að við myndum endurtaka leikinn,“ segir í viðburði um hlaupið á Facebook. Systurnar Nína Kristín og Áslaug Arna í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2012.Aðsend Öll geti tekið þátt í hlaupinu, engin tímataka verði, ganga megi og hlaupa, með vagn eða bara sjálfan sig. Í boði verði líka að taka styttri hring, enda sé hlaupið aðallega ætlað til skemmtunar. Þá ætla systkinin að safna fyrir Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Helmingur þess fjár sem safnast mun renna til Systkinasmiðjunnar, alþjóðlegs stuðningsúrræðis fyrir systkini veikra eða fatlaðra barna, sem er í samstarfi við Einstök börn. Nína, sem er yngst í hópnum, er með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hún getur ekki gengið. Að sögn Magnúsar mun Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, því ýta systur sinni á undan sér í sérútbúnum hjólastól, sem þau fengu að láni frá Reykjadal. Lagt verður af stað frá Hafnartorgi, fyrir framan Kolaportið klukkan 11 á morgun og mæting er hálftíma fyrr, ef veður leyfir. Nánari upplýsingar um skráningu og áheit má finna hér.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Góðverk Hlaup Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“