Maíspá Siggu Kling: Strokum eitrað fólk út af vinalista krabbans Sigga Kling skrifar 5. maí 2023 06:00 Elsku Krabbinn minn, það er svo margt sem þrífst undir yfirborðinu hjá þér, svo margar hirslur í sálinni þinni sem geyma mikið gull. Það er þitt að leita betur eftir því hvað þú gerir best og að sjá hvort þú sért á réttri leið og ánægður með þitt framlag. Krabbinn er frá 22. júní til 22. júlí. Ef þér finnst allt vera ómögulegt þá missirðu orkuna til að finna þá mögnuðu hluti sem þú fékkst í vöggugjöf. Alveg sama hvar þú kemur eða hvar þú vinnur, þá gefurðu frá þér þannig streymi eða útgeislun að fólk langar til að vera með í þínum hóp. En þú átt það svo oft til að vera of passasamur í að hleypa að hjarta þínu og að treysta að allt verði dásamlegt. Það verður skipting í vinahópnum einhvers staðar, allavega er nýtt og kraftmikið fólk að koma og að halda í höndina á þér og það hefur sömu áhugamál og hressir þig við þegar þú þarft á því að halda. Þú ert búinn að efla þig svo mikið andlega, þú ert alltaf að gera eitthvað til þess að styrkja sjálfan þig. Svo alls ekki hlusta á tuð eða neikvæðni því að þú getur stundum verið svo áhrifagjarn og leyft öðrum að draga þig niður. Það er til eitrað fólk sem finnst gaman að skemma fyrir öðrum, það er þeirra leikur. Svo núna geturðu gripið tækifærið í þessum magnaða mánuði til að hreinsa af vinalistanum án þess að það sé áberandi. Ef þessi persóna er inni á heimilinu þínu, í fjölskyldu eða náinn þér, þá þarftu líka að finna leiðir til að aftengja þig þar. Þess vegna verður það líka heppilegt að fram undan hjá þér eru ýmsar tilfærslur, ferðalög og breytingar sem gera þig svo hamingjusaman, þó þú sjáir það kannski ekki alveg strax. Dagarnir 12., 13. og 14. maí eru merkilegir og á þeim tíma gerist margt eða fæðist margt sem gerir þér kleift að magna upp sjálfan þig og komist nær því lífi sem þú óskar þér og þú átt skilið. Knús og kossar, Sigga Kling Meryl Streep, leikkona, 22. júní Stefán Hilmarsson, söngvari, 26. júní Ariana Grande, söngkona, 26. júní Elon Musk, frumkvöðull, 28. júní Mike Tyson, hnefaleikamaður, 30. júní Díana prinsessa, 1. júlí Tom Cruise, leikari, 3. júlí Post Malone, söngvari, 4. júlí Frida Kahlo, listakona, 6. júlí Kevin Hart, grínisti, 6. júlí Tom Hanks, leikari, 9. júlí Selena Gomez, leikkona, 22. júlí Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Krabbinn er frá 22. júní til 22. júlí. Ef þér finnst allt vera ómögulegt þá missirðu orkuna til að finna þá mögnuðu hluti sem þú fékkst í vöggugjöf. Alveg sama hvar þú kemur eða hvar þú vinnur, þá gefurðu frá þér þannig streymi eða útgeislun að fólk langar til að vera með í þínum hóp. En þú átt það svo oft til að vera of passasamur í að hleypa að hjarta þínu og að treysta að allt verði dásamlegt. Það verður skipting í vinahópnum einhvers staðar, allavega er nýtt og kraftmikið fólk að koma og að halda í höndina á þér og það hefur sömu áhugamál og hressir þig við þegar þú þarft á því að halda. Þú ert búinn að efla þig svo mikið andlega, þú ert alltaf að gera eitthvað til þess að styrkja sjálfan þig. Svo alls ekki hlusta á tuð eða neikvæðni því að þú getur stundum verið svo áhrifagjarn og leyft öðrum að draga þig niður. Það er til eitrað fólk sem finnst gaman að skemma fyrir öðrum, það er þeirra leikur. Svo núna geturðu gripið tækifærið í þessum magnaða mánuði til að hreinsa af vinalistanum án þess að það sé áberandi. Ef þessi persóna er inni á heimilinu þínu, í fjölskyldu eða náinn þér, þá þarftu líka að finna leiðir til að aftengja þig þar. Þess vegna verður það líka heppilegt að fram undan hjá þér eru ýmsar tilfærslur, ferðalög og breytingar sem gera þig svo hamingjusaman, þó þú sjáir það kannski ekki alveg strax. Dagarnir 12., 13. og 14. maí eru merkilegir og á þeim tíma gerist margt eða fæðist margt sem gerir þér kleift að magna upp sjálfan þig og komist nær því lífi sem þú óskar þér og þú átt skilið. Knús og kossar, Sigga Kling Meryl Streep, leikkona, 22. júní Stefán Hilmarsson, söngvari, 26. júní Ariana Grande, söngkona, 26. júní Elon Musk, frumkvöðull, 28. júní Mike Tyson, hnefaleikamaður, 30. júní Díana prinsessa, 1. júlí Tom Cruise, leikari, 3. júlí Post Malone, söngvari, 4. júlí Frida Kahlo, listakona, 6. júlí Kevin Hart, grínisti, 6. júlí Tom Hanks, leikari, 9. júlí Selena Gomez, leikkona, 22. júlí
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira