Taka undir áhyggjur foreldra í Laugardal Atli Ísleifsson skrifar 4. maí 2023 14:00 Ljóst má vera að fjölmargir gera sér ekki grein fyrir því að bannað sé að keyra yfir göngustíginn við World Class Laugar í Laugardal eða hreinlega hundsa merkingarnar. Vísir/Egill Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir allan óleyfisakstur yfir göngustíg við líkamsræktarstöð World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík. Borgarfulltrúar taka undir áhyggjur foreldra í hverfinu. Þetta kemur fram í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar þar sem erindi íbúaráðs Laugardals um umferðaröryggi á umræddum göngustíg var tekið fyrir. Mikil umræða hefur verið í íbúagrúppum í Laugardal um óleyfilegan akstur ökumanna yfir umræddan göngustíg en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. Að neðan má sjá frétt frá í febrúar síðastliðinn þar sem mátti nokkra bíla vera keyrða yfir göngustíginn á meðan fréttamaður fréttastofu og tökumaður voru á staðnum, þrátt fyrir merkingar um að slíkt væri óheimilt. Sömuleiðis er rætt við móður í hverfinu sem hefur barist fyrir úrbótum. Í bókun fulltrúa umhverfis- og skipulagsráðs segir að tekið sé undur áhyggjur foreldra í hverfinu. „Akstur vélknúinna ökutækja er bannaður um þennan veg, annar en sorphirða, birgðaflutningar og neyðarakstur. Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir óleyfisakstur um þennan veg,“ segir í bókuninni. Vilja fjarstýrða vegatálma Í erindi íbúaráð Laugardals segir að ráðið sem og aðrir íbúar telji að kominn sé tími til að setja upp vegatálma sem hindri innakstur á svæðið. „Taka þurfi mið af því að um svæðið þurfa sjúkrabílar og vöruflutningar að komast og því leggur ráðið til að um fjarstýrða vegatálma verði að ræða, slíkt er vel þekkt og á að geta tryggt aðgengi þessara farartækja að svæðinu. Ráðið setur sig ekki upp á móti því að byrjað verði á að kalla til hlutaðeigandi aðila á svæðinu sem um ræðir, forsvarsfólk World Class í Laugum og KSÍ, en einnig er til staðar, á vegum foreldrafélags Laugarnesskóla, umferðarhópur sem gæti nýst vel í þá vinnu við að tryggja umferðaröryggi fyrir öll á umræddu svæði,“ segir í erindi sínu. Niðurgrafnir staurar einn möguleiki Helga Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í umhverfis- og skipulagsráði, hvetur skipulagsyfirvöld í borginni að taka ábendingar íbúaráðsins alvarlega. Íbúar í Laugardal óttist um öryggi barna og annarra vegna fjölmargra tilfella þar sem gestir World Class hafi ekið gáleysislega yfir göngustíginn þrátt fyrir merkingar um að slíkt sé óheimilt. „Ekki allir bílstjórar virða merkingar. Keyrt hefur verið utan í fólk og árið 2018 var keyrt á barn á þessum stíg. Fara þarf í frekari aðgerðir. Erindi íbúaráðs Laugardals er ákall um aðgerðir strax. Öryggismál eiga að hafa forgang og taka ber athugasemdir íbúa alvarlega. Að ekið sé á gangandi fólk á göngustíg er ekki boðlegt. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Það þarf að aðgangsstýra þessari leið. Ein hugmynd að setja niðurgrafna staura sem hægt er að stýra upp/niður með fjarstýringu. Það þarf einhverja slíka lausn því að óbreyttu verður þarna alvarlegt slys,“ segir í bókun Helgu. Reykjavík Umferðaröryggi Þróttur Reykjavík Ármann Samgöngur Borgarstjórn Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10 „Ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur“ „Það er náttúrulega ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur og mjög alvarlegt að fólk sé að keyra þarna þar sem akstur er bannaður.“ 16. febrúar 2023 14:02 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar þar sem erindi íbúaráðs Laugardals um umferðaröryggi á umræddum göngustíg var tekið fyrir. Mikil umræða hefur verið í íbúagrúppum í Laugardal um óleyfilegan akstur ökumanna yfir umræddan göngustíg en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. Að neðan má sjá frétt frá í febrúar síðastliðinn þar sem mátti nokkra bíla vera keyrða yfir göngustíginn á meðan fréttamaður fréttastofu og tökumaður voru á staðnum, þrátt fyrir merkingar um að slíkt væri óheimilt. Sömuleiðis er rætt við móður í hverfinu sem hefur barist fyrir úrbótum. Í bókun fulltrúa umhverfis- og skipulagsráðs segir að tekið sé undur áhyggjur foreldra í hverfinu. „Akstur vélknúinna ökutækja er bannaður um þennan veg, annar en sorphirða, birgðaflutningar og neyðarakstur. Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir óleyfisakstur um þennan veg,“ segir í bókuninni. Vilja fjarstýrða vegatálma Í erindi íbúaráð Laugardals segir að ráðið sem og aðrir íbúar telji að kominn sé tími til að setja upp vegatálma sem hindri innakstur á svæðið. „Taka þurfi mið af því að um svæðið þurfa sjúkrabílar og vöruflutningar að komast og því leggur ráðið til að um fjarstýrða vegatálma verði að ræða, slíkt er vel þekkt og á að geta tryggt aðgengi þessara farartækja að svæðinu. Ráðið setur sig ekki upp á móti því að byrjað verði á að kalla til hlutaðeigandi aðila á svæðinu sem um ræðir, forsvarsfólk World Class í Laugum og KSÍ, en einnig er til staðar, á vegum foreldrafélags Laugarnesskóla, umferðarhópur sem gæti nýst vel í þá vinnu við að tryggja umferðaröryggi fyrir öll á umræddu svæði,“ segir í erindi sínu. Niðurgrafnir staurar einn möguleiki Helga Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í umhverfis- og skipulagsráði, hvetur skipulagsyfirvöld í borginni að taka ábendingar íbúaráðsins alvarlega. Íbúar í Laugardal óttist um öryggi barna og annarra vegna fjölmargra tilfella þar sem gestir World Class hafi ekið gáleysislega yfir göngustíginn þrátt fyrir merkingar um að slíkt sé óheimilt. „Ekki allir bílstjórar virða merkingar. Keyrt hefur verið utan í fólk og árið 2018 var keyrt á barn á þessum stíg. Fara þarf í frekari aðgerðir. Erindi íbúaráðs Laugardals er ákall um aðgerðir strax. Öryggismál eiga að hafa forgang og taka ber athugasemdir íbúa alvarlega. Að ekið sé á gangandi fólk á göngustíg er ekki boðlegt. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Það þarf að aðgangsstýra þessari leið. Ein hugmynd að setja niðurgrafna staura sem hægt er að stýra upp/niður með fjarstýringu. Það þarf einhverja slíka lausn því að óbreyttu verður þarna alvarlegt slys,“ segir í bókun Helgu.
Reykjavík Umferðaröryggi Þróttur Reykjavík Ármann Samgöngur Borgarstjórn Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10 „Ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur“ „Það er náttúrulega ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur og mjög alvarlegt að fólk sé að keyra þarna þar sem akstur er bannaður.“ 16. febrúar 2023 14:02 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10
„Ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur“ „Það er náttúrulega ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur og mjög alvarlegt að fólk sé að keyra þarna þar sem akstur er bannaður.“ 16. febrúar 2023 14:02