Gestir þáttarins síðastliðinn sunnudag voru þau Laufey Lín Jónsdóttir, Emmsjé Gauti og Eva Ruza.
Fannar ræddi við Laufey áður en hún steig á svið í Boston en í borginni lærði hún tónlist fyrir nokkrum árum.
Það hefur alltaf verið draumur hennar að standa á sviði og flytja tónlist fyrir fullan sal af áhorfendum og má með sanni segja að hún sé að upplifa drauminn eins og hún lýsir í broti úr síðasta þætti sem sjá má hér að neðan.