Hrinan hófst á tíunda tímanum í gærmorgun og kom sá stærsti átta mínútur í tíu. Sá mældist 4,6 stig að stærð. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fundust nokkrir í Þórsmörk.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tók síðan þá ákvörðun í gær að lýsa yfir óvissuástandi vegna málsins og var veginum inn að Kötlujökli meðal annars lokað.
Verulega tók að draga úr virkninni síðdegis í gær en Veðurstofan fylgist þó áfram náið með þróun mála að því er segir í tilkynningu.