Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 08:00 Eins og sjá má blæddi duglega úr höfði Kristófers Acox eftir atvikið. Vísir/Bára Dröfn Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. Tindastóll vann eins stigs sigur á Val í fyrsta leiknum í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gær. Tindastóll var með yfirhöndina allan leikinn en Valsmenn áttu ótrúlega endurkomu í síðasta fjórðungnum og voru nálægt því að stela sigrinum. Í upphafi síðari hálfleiks varð atvik undir körfu Valsmanna þar sem Kristófer Acox fékk olnboga Adomas Drungilas í höfuðið. Kristófer þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Kristófer mætti aftur til leiks vafinn um höfuðið.Vísir/Bára Dröfn Rætt var um atvikið í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í gær en í lýsingunni var sérfræðingurinn Hörður Unnsteinsson á því að vísa hefði Drungilas af velli. Dómararnir létu hins vegar óíþróttamannslega villu duga. „Þetta lítur sérstaklega illa út frá því sjónarhorni sem við sáum þarna, en reglurnar þekki ég ekki,“ sagði Teitur Örlygsson annar af sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds eftir leik í gær. Eru þeir að meta að hann hafi slegið hann viljandi? Kjartan Atli Kjartansson sagðist hafa reynt að heyra í nokkrum dómurum varðandi atvikið og hvað væri lagt til grundvallar þegar það væri metið en fá svör fengið. „Það hlýtur að vera einhver spurningalisti sem þeir fara eftir,“ bætti Kjartan Atli við og Teitur velti fyrir sér hver refsingin væri ef metið væri að olnbogaskot væri viljandi. „Þeir eru örugglega 100% með þetta á hreinu. Ef þetta er viljandi, að olnbogi er látinn vaða í höfuðið á manni, hver er refsingin? Mig langar að vita það og hvernig þeir meta þetta,“ sagði Teitur og bætti við. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Olnbogaskot í leik Vals og Tindastóls „Þeir dæma óíþróttamannslega villu og ég þekki það ekki allt. Eru þeir að meta þá að hann hafi slegið hann viljandi í höfuðið? Ég held í öllum löndum þýði það brottrekstur út úr húsinu.“ Alla umræðu Kjartans Atla, Teits og Darra Freys Atlasonar í Subway Körfuboltakvöldi er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar velta þeir félagar því meðal annars fyrir sér hvort atvikið verði mögulega skoðað nánar. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. 6. maí 2023 22:07 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira
Tindastóll vann eins stigs sigur á Val í fyrsta leiknum í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gær. Tindastóll var með yfirhöndina allan leikinn en Valsmenn áttu ótrúlega endurkomu í síðasta fjórðungnum og voru nálægt því að stela sigrinum. Í upphafi síðari hálfleiks varð atvik undir körfu Valsmanna þar sem Kristófer Acox fékk olnboga Adomas Drungilas í höfuðið. Kristófer þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Kristófer mætti aftur til leiks vafinn um höfuðið.Vísir/Bára Dröfn Rætt var um atvikið í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í gær en í lýsingunni var sérfræðingurinn Hörður Unnsteinsson á því að vísa hefði Drungilas af velli. Dómararnir létu hins vegar óíþróttamannslega villu duga. „Þetta lítur sérstaklega illa út frá því sjónarhorni sem við sáum þarna, en reglurnar þekki ég ekki,“ sagði Teitur Örlygsson annar af sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds eftir leik í gær. Eru þeir að meta að hann hafi slegið hann viljandi? Kjartan Atli Kjartansson sagðist hafa reynt að heyra í nokkrum dómurum varðandi atvikið og hvað væri lagt til grundvallar þegar það væri metið en fá svör fengið. „Það hlýtur að vera einhver spurningalisti sem þeir fara eftir,“ bætti Kjartan Atli við og Teitur velti fyrir sér hver refsingin væri ef metið væri að olnbogaskot væri viljandi. „Þeir eru örugglega 100% með þetta á hreinu. Ef þetta er viljandi, að olnbogi er látinn vaða í höfuðið á manni, hver er refsingin? Mig langar að vita það og hvernig þeir meta þetta,“ sagði Teitur og bætti við. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Olnbogaskot í leik Vals og Tindastóls „Þeir dæma óíþróttamannslega villu og ég þekki það ekki allt. Eru þeir að meta þá að hann hafi slegið hann viljandi í höfuðið? Ég held í öllum löndum þýði það brottrekstur út úr húsinu.“ Alla umræðu Kjartans Atla, Teits og Darra Freys Atlasonar í Subway Körfuboltakvöldi er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar velta þeir félagar því meðal annars fyrir sér hvort atvikið verði mögulega skoðað nánar.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. 6. maí 2023 22:07 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira
Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. 6. maí 2023 22:07