Höfuðkúpubrotnaði eftir hnefahögg á djamminu Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2023 13:59 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrinda manni fyrir utan skemmtistað á Reykjanesi í október árið 2021. Hlaut árásarþoli höfuðkúpubrot og alvarlega varanlega áverka á höfði. Atvikið átti sér stað eftir lokun skemmtistaðarins en samkvæmt vitnum hafði árásarþoli verið utan í árásarmanninum allt kvöldið. Sá síðarnefndi hafi augljóslega lítið viljað með hann hafa. Í skýrslu lögreglu sagði árásarmaðurinn að þeir þekktust ekki mikið en væru kunningjar af djamminu. Árásarþoli hafi verið mjög æstur og árásargjarn umrætt kvöld en eftir lokun skemmtistaðarins hafi hann verið í því að ýta í fólk fyrir utan staðinn. Bað hann manninn um að hætta því og í kjölfar þess reis ágreiningur þeirra á milli sem endaði með því að árásarmaðurinn kýldi árásarþola með krepptum hnefa undir hökuna. Við höggið féll maðurinn aftur fyrir sig og skallaði jörðina. Við það hlaut hann blæðingu eða mar í og við heila og höfuðkúpubrot. Blæðingin var svo mikil að hún olli þrýstingi á heilavef og því þurfti að framkvæma bráðaaðgerð á manninum til að tæma út blæðingu og létta á þrýstingi. Fela áverkarnir í sér hugræna skerðingu, hafa áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Árásarmaðurinn var samvinnuþýður við rannsókn lögreglu og fyrir dómi játaði hann brot sitt skýlaust. Sagði lögmaður hans að þetta eina högg hafi þó haft ófyrirséðar afleiðingar. Afleiðingarnar hafi í raun verið óhappatilvik þar sem aðferðin í sjálfu sér hafi ekki verið hættuleg. Héraðsdómi Reykjaness þótti sex mánaða skilorðsbundin fangelsisvist rétt í málinu og er honum gert að greiða árásarþola tvær milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Næturlíf Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað eftir lokun skemmtistaðarins en samkvæmt vitnum hafði árásarþoli verið utan í árásarmanninum allt kvöldið. Sá síðarnefndi hafi augljóslega lítið viljað með hann hafa. Í skýrslu lögreglu sagði árásarmaðurinn að þeir þekktust ekki mikið en væru kunningjar af djamminu. Árásarþoli hafi verið mjög æstur og árásargjarn umrætt kvöld en eftir lokun skemmtistaðarins hafi hann verið í því að ýta í fólk fyrir utan staðinn. Bað hann manninn um að hætta því og í kjölfar þess reis ágreiningur þeirra á milli sem endaði með því að árásarmaðurinn kýldi árásarþola með krepptum hnefa undir hökuna. Við höggið féll maðurinn aftur fyrir sig og skallaði jörðina. Við það hlaut hann blæðingu eða mar í og við heila og höfuðkúpubrot. Blæðingin var svo mikil að hún olli þrýstingi á heilavef og því þurfti að framkvæma bráðaaðgerð á manninum til að tæma út blæðingu og létta á þrýstingi. Fela áverkarnir í sér hugræna skerðingu, hafa áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Árásarmaðurinn var samvinnuþýður við rannsókn lögreglu og fyrir dómi játaði hann brot sitt skýlaust. Sagði lögmaður hans að þetta eina högg hafi þó haft ófyrirséðar afleiðingar. Afleiðingarnar hafi í raun verið óhappatilvik þar sem aðferðin í sjálfu sér hafi ekki verið hættuleg. Héraðsdómi Reykjaness þótti sex mánaða skilorðsbundin fangelsisvist rétt í málinu og er honum gert að greiða árásarþola tvær milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Næturlíf Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira