Þriggja daga heimsókn Guðna til Fjarðabyggðar hefst á morgun Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 17:44 Guðni Th. Jóhannesson forseti heldur austur á land á morgun. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fer í opinbera heimsókn í Fjarðabyggð á morgun og mun heimsóknin standa í þrjá daga. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að Guðni muni á þessum dögum ferðast vítt og breitt um sveitarfélagið, heimsækja helstu stofnanir þess, kynna sér atvinnu- og menningarlíf og ræða við fólk á öllum aldri. Hann muni meðal annars heimsækja efri byggðir Neskaupstaðar og kynna sér áhrif snjóflóðanna sem féllu þar í mars. Þá verði haldin hátíðarsamkoma á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. „Heimsóknin hefst á mánudagsmorgni með fundi á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar á Reyðarfirði. Þaðan liggur leiðin til Neskaupstaðar þar sem forseti mun skoða áhrifasvæði snjóflóðanna. Í Neskaupstað heimsækir hann einnig Umdæmissjúkrahús Austurlands, Síldarvinnsluna og samvinnuhúsið Múlann, áður en siglt verður til Mjóafjarðar. Samgöngur við Mjóafjörð geta verið erfiðar yfir vetrarmánuðina og er því sjóleiðin farin. Þar búa að jafnaði um tíu manns í einni afskekktustu byggð landsins og verður efnt til kaffisamsætis með íbúum. Á þriðjudag liggur leið forseta til Breiðdalsvíkur og á Stöðvarfjörð. Þar mun hann ræða við nemendur grunnskólans, sem er samrekinn og sækja börnin kennslu til skiptis milli byggðarlaganna tveggja. Forseti heimsækir einnig Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði en þar hafa listamenn frá ýmsum löndum aðstöðu til sköpunar í gamla hraðfrystihúsinu sem verið er að gera upp. Forseti snæðir svo hádegisverð með eldri borgurum á Stöðvarfirði en heldur að því loknu til Fáskrúðsfjarðar. Þar heimsækir hann hjúkrunarheimilið Uppsali, Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar og Loðnuvinnsluna. Klukkan 17:00 síðdegis á þriðjudag efnir bæjarstjórn til hátíðarsamkomu í Menningarmiðstöðinni á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Miðvikudaginn 10. maí heldur forseti til Reyðarfjarðar þar sem hann heimsækir leik- og grunnskóla bæjarins. Þá snæðir forseti hádegisverð með starfsfólki í mötuneyti Alcoa Fjarðaáls sem er fjölmennasti vinnustaður sveitarfélagsins. Eftir hádegi heimsækir forseti Hjúkrunarheimilið á Eskifirði, netagerðina Egersund og fær kynningu á starfsemi Laxa fiskeldis. Opinberri heimsókn í Fjarðabyggð lýkur síðdegis á miðvikudag með skoðunarferð um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði, þar sem forseti lítur inn á íþróttaæfingum hjá Ungmennafélaginu Val. Að síðustu heimsækir forseti sauðfjárbúið Sléttu í Reyðarfirði, þar sem sauðburður stendur yfir, áður en haldið verður heim til Bessastaða,“ segir í tilkynningunni. Fjarðabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að Guðni muni á þessum dögum ferðast vítt og breitt um sveitarfélagið, heimsækja helstu stofnanir þess, kynna sér atvinnu- og menningarlíf og ræða við fólk á öllum aldri. Hann muni meðal annars heimsækja efri byggðir Neskaupstaðar og kynna sér áhrif snjóflóðanna sem féllu þar í mars. Þá verði haldin hátíðarsamkoma á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. „Heimsóknin hefst á mánudagsmorgni með fundi á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar á Reyðarfirði. Þaðan liggur leiðin til Neskaupstaðar þar sem forseti mun skoða áhrifasvæði snjóflóðanna. Í Neskaupstað heimsækir hann einnig Umdæmissjúkrahús Austurlands, Síldarvinnsluna og samvinnuhúsið Múlann, áður en siglt verður til Mjóafjarðar. Samgöngur við Mjóafjörð geta verið erfiðar yfir vetrarmánuðina og er því sjóleiðin farin. Þar búa að jafnaði um tíu manns í einni afskekktustu byggð landsins og verður efnt til kaffisamsætis með íbúum. Á þriðjudag liggur leið forseta til Breiðdalsvíkur og á Stöðvarfjörð. Þar mun hann ræða við nemendur grunnskólans, sem er samrekinn og sækja börnin kennslu til skiptis milli byggðarlaganna tveggja. Forseti heimsækir einnig Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði en þar hafa listamenn frá ýmsum löndum aðstöðu til sköpunar í gamla hraðfrystihúsinu sem verið er að gera upp. Forseti snæðir svo hádegisverð með eldri borgurum á Stöðvarfirði en heldur að því loknu til Fáskrúðsfjarðar. Þar heimsækir hann hjúkrunarheimilið Uppsali, Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar og Loðnuvinnsluna. Klukkan 17:00 síðdegis á þriðjudag efnir bæjarstjórn til hátíðarsamkomu í Menningarmiðstöðinni á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Miðvikudaginn 10. maí heldur forseti til Reyðarfjarðar þar sem hann heimsækir leik- og grunnskóla bæjarins. Þá snæðir forseti hádegisverð með starfsfólki í mötuneyti Alcoa Fjarðaáls sem er fjölmennasti vinnustaður sveitarfélagsins. Eftir hádegi heimsækir forseti Hjúkrunarheimilið á Eskifirði, netagerðina Egersund og fær kynningu á starfsemi Laxa fiskeldis. Opinberri heimsókn í Fjarðabyggð lýkur síðdegis á miðvikudag með skoðunarferð um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði, þar sem forseti lítur inn á íþróttaæfingum hjá Ungmennafélaginu Val. Að síðustu heimsækir forseti sauðfjárbúið Sléttu í Reyðarfirði, þar sem sauðburður stendur yfir, áður en haldið verður heim til Bessastaða,“ segir í tilkynningunni.
Fjarðabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira