Ræddi aðdáun sína á Jóhönnu Guðrúnu á túrkís dreglinum Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 19:47 Diljá Péturdóttir tók smá snúning á höndum fyrir framan ljósmyndarana á túrkís dreglinum í Liverpool. EPA Íslenski Eurovision-farinn Diljá Pétursdóttir mætti galvösk á túrkís dregilinn í Eurovision-landi í Liverpool í Bretlandi fyrr í dag. Diljá stóð meðal annars á höndum og tók smá snúning þar sem hún stillti sér upp fyrir ljósmyndana. Diljá var klædd í fatnaði hönnuðum af Hildi Yeoman þar sem hún spásseraði niður hinn tvö hundruð metra langa dregil, en flytjendur Eurovision-keppninnar mættu þar hver á fætur öðrum og spjölluðu við fréttamenn. Diljá sagði í samtali við fréttamennina Timur Miroshnychenko og Sam Quek á dreglinum að fatnaðurinn væri sérstaklega þægilegur þar sem hún væri mikið á ferðinni og að hreyfa sig. Þar ræddi hún einnig Jóhönnu Guðrúnu og flutning hennar í Moskvu á laginu Is It True? og hvernig Jóhanna Guðrún hefði veitt sér innblástur til að syngja. „Ég lít mikið upp til hennar,“ sagði Diljá. Sjá má innkomu Diljár á túrkís dregilinn í spilaranum að neðan. Diljá var sömuleiðis spurð hvað hún myndi gera ef hún myndi standa uppi sem sigurvegari sagði hún allar líkur á því að hún myndi fara að gráta. Þá sagði hún að hún myndi líklega henda símanum í ruslið og fara í langan göngutúr. Diljá mun flytja lagið Power á seinna undanúrslitakvöldinu í Liverpool á fimmtudaginn næsta. Diljá Pétursdóttir stillir sér upp á túrkís dreglinum. EPA Að neðan má sjá flutning Jóhönnu Guðrúnar á laginu Is It True? í Eurovision í Moskvu í Rússlandi árið 2009. Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Diljá eftir fyrstu æfinguna: „Þetta var bara geðveikt“ Diljá Pétursdóttir steig í fyrsta skipti á svið í Eurovision höllinni í Liverpool í dag. Um var að ræða fyrstu æfingu íslenska hópsins. Diljá segir æfinguna hafa gengið vel og að nú verði farið í að laga það sem gekk ekki. 2. maí 2023 14:02 Mest lesið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Diljá var klædd í fatnaði hönnuðum af Hildi Yeoman þar sem hún spásseraði niður hinn tvö hundruð metra langa dregil, en flytjendur Eurovision-keppninnar mættu þar hver á fætur öðrum og spjölluðu við fréttamenn. Diljá sagði í samtali við fréttamennina Timur Miroshnychenko og Sam Quek á dreglinum að fatnaðurinn væri sérstaklega þægilegur þar sem hún væri mikið á ferðinni og að hreyfa sig. Þar ræddi hún einnig Jóhönnu Guðrúnu og flutning hennar í Moskvu á laginu Is It True? og hvernig Jóhanna Guðrún hefði veitt sér innblástur til að syngja. „Ég lít mikið upp til hennar,“ sagði Diljá. Sjá má innkomu Diljár á túrkís dregilinn í spilaranum að neðan. Diljá var sömuleiðis spurð hvað hún myndi gera ef hún myndi standa uppi sem sigurvegari sagði hún allar líkur á því að hún myndi fara að gráta. Þá sagði hún að hún myndi líklega henda símanum í ruslið og fara í langan göngutúr. Diljá mun flytja lagið Power á seinna undanúrslitakvöldinu í Liverpool á fimmtudaginn næsta. Diljá Pétursdóttir stillir sér upp á túrkís dreglinum. EPA Að neðan má sjá flutning Jóhönnu Guðrúnar á laginu Is It True? í Eurovision í Moskvu í Rússlandi árið 2009.
Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Diljá eftir fyrstu æfinguna: „Þetta var bara geðveikt“ Diljá Pétursdóttir steig í fyrsta skipti á svið í Eurovision höllinni í Liverpool í dag. Um var að ræða fyrstu æfingu íslenska hópsins. Diljá segir æfinguna hafa gengið vel og að nú verði farið í að laga það sem gekk ekki. 2. maí 2023 14:02 Mest lesið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01
Diljá eftir fyrstu æfinguna: „Þetta var bara geðveikt“ Diljá Pétursdóttir steig í fyrsta skipti á svið í Eurovision höllinni í Liverpool í dag. Um var að ræða fyrstu æfingu íslenska hópsins. Diljá segir æfinguna hafa gengið vel og að nú verði farið í að laga það sem gekk ekki. 2. maí 2023 14:02