Newton fékk ekki starf í NFL-deildinni á síðasta tímabili eftir að afa spilað með New England Patriots 2020 og Carolina Panthers 2021.
Hann bestu ár voru með Panthers-liðinu og árið 2015 fór hann með liðinu alla leið í Super Bowl.
Nú er kappinn orðinn 33 ára gamall og ekkert lið vil semja hann. Newton gengur illa að sætta sig við þetta og trúir því að það sé ekki geta hans sem ráði þessu.
Í Undefined hlaðvarpsþættinum með Josinu Anderson þá hélt Cam Newton því fram að það sé hárinu hans að kenna að ekkert NFL-lið vilji semja við hann. Það er lengdinni á hárinu.
„Fólk hefur ýjað að þessu við mig. En ég ætla ekki að breyta mér. Fólk hefur verið að segja við mig: Cam, af hverju ferðu ekki til baka til snöggklippt 2015-Cam?“ sagði Cam Newton.
„Það var allt annar ég. Það er hins vegar alltaf verið að segja við mig: Cam, þú hræðir fólk með því hvernig þú lítur út,“ sagði Newton.