Í gæsluvarðhaldi fyrir að falsa að fyrrverandi sambýliskonan væri á lífi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. maí 2023 11:33 Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi þar til á föstudag. Hann á, samkvæmt erlendum lögregluyfirvöldum, það til að láta sig hverfa sporlaust. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni, sem er grunaður um fjársvik og skjalafals. Maðurinn er sagður hafa í áraraðir haldið því fram að fyrrverandi sambýliskona hans væri á lífi en hún lést árið 2014. Maðurinn dvaldi hins vegar í húsnæði Félagsbústaða, sem var skráð á konuna, tók út lyfseðilskyld lyf hennar og notaði fjármuni sem hún fær enn frá Tryggingastofnun. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn síðastliðinn þriðjudag, 2. maí, og sætir maðurinn gæsluvarðhaldi þar til föstudagsins 12. maí. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að 4. apríl síðastliðinn hafi lögregla verið kölluð á heimili mannsins vegna meints heimilisofbeldis hans gegn núverandi sambýliskonu. Sambýliskonan greindi þar frá því að fyrrverandi sambýliskona mannsins hafi látist fyrir mörgum árum og maðurinn taki enn út lyf í hennar nafni. Þá hafi maðurinn reynt að fá núverandi sambýliskonuna til að nota símanúmer hinnar látnu. Neitaði að konan væri látin Sagðist konan telja að maðurinn væri að reyna að fá hana til að koma fram sem fyrrverandi sambýliskonuna, þar sem íbúðin væri skráð í hennar nafni. Þá hafi hún boðist til að koma dánarvottorði fyrrverandi sambýliskonunnar til Íslands svo hægt væri að ganga frá hennar málum hér á landi. Maðurinn hafi hins vegar reiðst við það og meinað henni að gera það. Í skýrslutöku neitaði maðurinn því að fyrrverandi sambýliskona hans væri látin og kvaðst hafa talað við hana tveimur vikum áður en hún hafi farið erlendis fyrir síðustu jól. Þá kemur fram í úrskurðinum að hin látna sé hjá Félagsbústöðum skráður eigandi að íbúðinni og maðurinn ekki skráður íbúi í eigninni. Þá hafi konan þegið félagsbætur frá Tryggingastofnun ríkisins allt til dagsins í dag. Á sögu um að hverfa sporlaust Þann 19. apríl hafi lögreglan rætt símleiðis við bróður hinnar látnu sem tjáði lögreglu að hún hafi látist árið 2014. Samdægurs, þann 19. apríl, barst lögreglu dánarvottorð. Hinn ákærði er samkvæmt úrskurðinum erlendur ríkisborgari, þó ekki komi fram hvar, og hefur þar langan sakaferil og þekktur fyrir að hverfa sporlaust. 27. apríl síðastliðinn gerði lögregla húsleit á heimilinu þar sem fannst útrunnið vegabréf hinnar látnu og íslykill hennar. Þá fundust tvær stílabækur með innskráningarupplýsingum hennar og mannsins, meðal annars bankaupplýsingar, Paypal upplýsingar og fleiri. Á opinni tölvu á heimilinu fannst reikningur í nafni konunnar á bland.is þar sem verið var að selja vörur. Maðurinn var handtekinn sama dag. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn síðastliðinn þriðjudag, 2. maí, og sætir maðurinn gæsluvarðhaldi þar til föstudagsins 12. maí. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að 4. apríl síðastliðinn hafi lögregla verið kölluð á heimili mannsins vegna meints heimilisofbeldis hans gegn núverandi sambýliskonu. Sambýliskonan greindi þar frá því að fyrrverandi sambýliskona mannsins hafi látist fyrir mörgum árum og maðurinn taki enn út lyf í hennar nafni. Þá hafi maðurinn reynt að fá núverandi sambýliskonuna til að nota símanúmer hinnar látnu. Neitaði að konan væri látin Sagðist konan telja að maðurinn væri að reyna að fá hana til að koma fram sem fyrrverandi sambýliskonuna, þar sem íbúðin væri skráð í hennar nafni. Þá hafi hún boðist til að koma dánarvottorði fyrrverandi sambýliskonunnar til Íslands svo hægt væri að ganga frá hennar málum hér á landi. Maðurinn hafi hins vegar reiðst við það og meinað henni að gera það. Í skýrslutöku neitaði maðurinn því að fyrrverandi sambýliskona hans væri látin og kvaðst hafa talað við hana tveimur vikum áður en hún hafi farið erlendis fyrir síðustu jól. Þá kemur fram í úrskurðinum að hin látna sé hjá Félagsbústöðum skráður eigandi að íbúðinni og maðurinn ekki skráður íbúi í eigninni. Þá hafi konan þegið félagsbætur frá Tryggingastofnun ríkisins allt til dagsins í dag. Á sögu um að hverfa sporlaust Þann 19. apríl hafi lögreglan rætt símleiðis við bróður hinnar látnu sem tjáði lögreglu að hún hafi látist árið 2014. Samdægurs, þann 19. apríl, barst lögreglu dánarvottorð. Hinn ákærði er samkvæmt úrskurðinum erlendur ríkisborgari, þó ekki komi fram hvar, og hefur þar langan sakaferil og þekktur fyrir að hverfa sporlaust. 27. apríl síðastliðinn gerði lögregla húsleit á heimilinu þar sem fannst útrunnið vegabréf hinnar látnu og íslykill hennar. Þá fundust tvær stílabækur með innskráningarupplýsingum hennar og mannsins, meðal annars bankaupplýsingar, Paypal upplýsingar og fleiri. Á opinni tölvu á heimilinu fannst reikningur í nafni konunnar á bland.is þar sem verið var að selja vörur. Maðurinn var handtekinn sama dag.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent