„Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 8. maí 2023 13:31 Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs og bæjarfulltrúi, segir óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki tekist að gera samning við ríkið um að liðsinna flóttafólki líkt og önnur sveitarfélög hafa gert. Stöð 2 Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. Vinir Kópavogs ályktuðu um málið á aðalfundi félagsins sem fór fram í lok apríl síðastliðnum og segir Helga Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, mikinn einhug í félagsfólki. Þeim finnist málið vera skammarblett fyrir næst stærsta sveitarfélag landsins. „Samningurinn var tilbúinn af hálfu ríkisins í ágúst í fyrra og við höfum verið að ýta á um það að við tækjum þátt í þessu sameiginlega verkefni sem íslenska ríkið bauð fram til að taka á móti fólki sem er að flýja ömurlegar aðstæður í sínu heimalandi og þarf útbreiddan faðm og aðstoð,“ segir Helga og bendir á að frá því í ágúst hafi öll sveitarfélög í kringum Kópavog samþykkt móttöku sem og stærstu sveitarfélög landsins. „Þannig það er okkur óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að gera samninga um að liðsinna flóttafólki. Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið,“ segir Helga. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hafi ekki gefið neinar skýringar sem Vinir Kópavogs telji fullnægjandi. „Það er talað um húsnæðisskort og aðstöðuskort en það er ekkert, held ég, sem er öðruvísi hvað það snertir í Kópavogi heldur en í öðrum sveitarfélögum sem hafa tekið þátt í þessu samfélagslega verkefni, að liðsinna fólki í neyð.“ Helga segir málið ítrekað hafa verið rætt á vettvangi bæjarráðs og í bæjarstjórn en að engar haldbærar skýringar hafi verið gefnar. „Við upplifum þetta bara hreinlega sem skammarblett að taka ekki þátt í verkefni af þessum toga. Það er eins og við höfum ekki þá samkennd með fólki í neyð sem er mikilvægt að hafa.“ Kópavogur Flóttafólk á Íslandi Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Mosfellsbær tekur á móti áttatíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum. 16. mars 2023 13:54 Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Vinir Kópavogs ályktuðu um málið á aðalfundi félagsins sem fór fram í lok apríl síðastliðnum og segir Helga Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, mikinn einhug í félagsfólki. Þeim finnist málið vera skammarblett fyrir næst stærsta sveitarfélag landsins. „Samningurinn var tilbúinn af hálfu ríkisins í ágúst í fyrra og við höfum verið að ýta á um það að við tækjum þátt í þessu sameiginlega verkefni sem íslenska ríkið bauð fram til að taka á móti fólki sem er að flýja ömurlegar aðstæður í sínu heimalandi og þarf útbreiddan faðm og aðstoð,“ segir Helga og bendir á að frá því í ágúst hafi öll sveitarfélög í kringum Kópavog samþykkt móttöku sem og stærstu sveitarfélög landsins. „Þannig það er okkur óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að gera samninga um að liðsinna flóttafólki. Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið,“ segir Helga. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hafi ekki gefið neinar skýringar sem Vinir Kópavogs telji fullnægjandi. „Það er talað um húsnæðisskort og aðstöðuskort en það er ekkert, held ég, sem er öðruvísi hvað það snertir í Kópavogi heldur en í öðrum sveitarfélögum sem hafa tekið þátt í þessu samfélagslega verkefni, að liðsinna fólki í neyð.“ Helga segir málið ítrekað hafa verið rætt á vettvangi bæjarráðs og í bæjarstjórn en að engar haldbærar skýringar hafi verið gefnar. „Við upplifum þetta bara hreinlega sem skammarblett að taka ekki þátt í verkefni af þessum toga. Það er eins og við höfum ekki þá samkennd með fólki í neyð sem er mikilvægt að hafa.“
Kópavogur Flóttafólk á Íslandi Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Mosfellsbær tekur á móti áttatíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum. 16. mars 2023 13:54 Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Mosfellsbær tekur á móti áttatíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum. 16. mars 2023 13:54
Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03