Hilmar átti frábært tímabil og var einn af bestu leikmönnum tímabilsins. Hilmar varð annar stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni og endaði í þrettánda sæti á listanum yfir alla stigahæstu leikmenn deildarkeppninnar.
Hilmar var með 18,0 stig og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í deildarkeppninni en hann hækkaði sig upp í 25,2 stig og 6,4 stoðsendingar í leik í úrslitakeppninni.
Haukar eru þegar búnir að missa Daniel Mortensen til Grindavíkur og því er mikilvægt að missa ekki fleiri lykilmenn.