Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 18:07 Mariia Alekhina á tónleikum með Pussy Riot í Sviss í fyrra. Vísir/EPA Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. Alekhina, sem er 35 ára gömul, kom til landsins eftir lygilegan flótta frá Rússlandi í fyrra. Íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson er sagður hafa sannfært ónefnt Evrópuríki að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast beint til Litháen frá Hvíta-Rússlandi. Shtein, sem er 26 ára gömul, komst einnig frá Rússlandi á ævintýralegan hátt í fyrra. Hún sagði breska blaðinu The Guardian að hún hafi dulbúið sig sem matarsendil til þess að flýja úr stofufangelsi í Moskvu. Lucy Shtein (lengst til vinstri) á blaðamannafundi í Portúgal í fyrra. Við hlið hennar er Alekhina og tvær aðrar liðskonur Pussy Riot.Vísir/EPA Pussy Riot vakti heimsathygli þegar liðsmenn hennar trufluðu messu í Kristkirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Alekhina var ein þriggja meðlima hópsins sem var handtekin og síðar dæmd fyrir „skrílslæti sem byggðust á trúarhatri“. Á undanförnum misserum hefur Vladímír Pútín Rússlandsforseti sett aukna hörku í að bæla niður allt andóf í Rússlandi. Alekhina sagði New York Times í fyrra að hún hefði talið að nú væri tími til kominn að flýja land. Fólk af ellefu þjóðernum Alls eru átján af ellefu þjóðernum á listanum sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. Auk Alekhinu eru fjórir Rússar á listanum. Þeim til viðbótar eru tveir Íranar, tveir Indverjar, tveir Bretar, Skoti, Taílendingur, Ísraeli, Filippseyingur, Ítali, Ganverji og Bandaríkjamaður á listanum. Sá yngsti á listanum er fimmtán ára en sá elsti sjötíu og fimm ára. Uppfært 20:23 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði aðeins að ein liðskona Pussy Riot væri á lista allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Mariia Alekhina. Upplýsingum um Lucy Shtein var bætt við fréttina. Andóf Pussy Riot Rússland Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Alekhina, sem er 35 ára gömul, kom til landsins eftir lygilegan flótta frá Rússlandi í fyrra. Íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson er sagður hafa sannfært ónefnt Evrópuríki að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast beint til Litháen frá Hvíta-Rússlandi. Shtein, sem er 26 ára gömul, komst einnig frá Rússlandi á ævintýralegan hátt í fyrra. Hún sagði breska blaðinu The Guardian að hún hafi dulbúið sig sem matarsendil til þess að flýja úr stofufangelsi í Moskvu. Lucy Shtein (lengst til vinstri) á blaðamannafundi í Portúgal í fyrra. Við hlið hennar er Alekhina og tvær aðrar liðskonur Pussy Riot.Vísir/EPA Pussy Riot vakti heimsathygli þegar liðsmenn hennar trufluðu messu í Kristkirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Alekhina var ein þriggja meðlima hópsins sem var handtekin og síðar dæmd fyrir „skrílslæti sem byggðust á trúarhatri“. Á undanförnum misserum hefur Vladímír Pútín Rússlandsforseti sett aukna hörku í að bæla niður allt andóf í Rússlandi. Alekhina sagði New York Times í fyrra að hún hefði talið að nú væri tími til kominn að flýja land. Fólk af ellefu þjóðernum Alls eru átján af ellefu þjóðernum á listanum sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. Auk Alekhinu eru fjórir Rússar á listanum. Þeim til viðbótar eru tveir Íranar, tveir Indverjar, tveir Bretar, Skoti, Taílendingur, Ísraeli, Filippseyingur, Ítali, Ganverji og Bandaríkjamaður á listanum. Sá yngsti á listanum er fimmtán ára en sá elsti sjötíu og fimm ára. Uppfært 20:23 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði aðeins að ein liðskona Pussy Riot væri á lista allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Mariia Alekhina. Upplýsingum um Lucy Shtein var bætt við fréttina.
Andóf Pussy Riot Rússland Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent