Trump fundinn sekur um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 19:16 Carroll (t.h.) sakaði Trump (t.v.) um að hafa ráðist á síg í stórverslun og nauðgað sér árið 1995 eða 1996. AP/samsett Kviðdómur í New York dæmdi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sekan um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð E. Jean Carroll í dag. Trump var dæmdur til þess að greiða Carroll fimm milljónir dollara í miskabætur, jafnvirði tæpra 690 milljóna íslenskra króna. Carroll, sem var pistlahöfundur fyrir tímaritið Elle, höfðaði einkamál gegn Trump og sakaði hann um að hafa nauðgað sér í stórverslun í New York á 10. áratug síðustu aldar. Hún kærði Trump einnig fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann hafði uppi um hana eftir að hún setti ásakanir sínar á hendur honum fram. Trump neitaði allri sök og sakaði Carroll um að ljúga upp á sig til þess að selja fleiri eintök af æviminningum sínum. Hann bar ekki vitni við réttarhöldin. Það tók kviðdómendurna níu aðeins nokkrar klukkustundir að komast að niðurstöðu í dag. Þeir höfnuðu ásökun Carroll um að Trump hefði nauðgað henni en töldu fyrrverandi forsetann sekan um að hafa misnotað hana kynferðislega. Skilgreiningin á kynferðislegri misnotkun er að hafa uppi kynferðislega tilburði við manneskju án samþykkis hennar samkvæmt lögum í New York. „Ég hef alls enga hugmynd um hver þessi kona er. Þessi dómur er hneisa, framhald á mestu nornaveiðum sögunnar,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlinum Truth eftir að dómurinn féll. Forsetaframboð Trump bætti við að niðurstöðunni yrði strax áfrýjað. Lægri þröskuldur í einkamálum Mál Carroll gegn Trump var einkamál en ekki sakamál. Dómurinn fer því ekki á sakaskrá Trump og hann á ekki yfir sér fangelsisdóm. Lægri þröskuldur er fyrir því að sanna ásakanir í einkamálum en sakamálum. Dómari sagði kviðdómendum að ef þeir teldu meira en helmingslíkur á að Trump hefði nauðgað Carroll ættu þeir að dæma hann skaðabótaskyldan. Teldu þeir líkurnar minni gætu þeir fundið hann sekan um vægara kynferðisbrot. Ummæli Trump um að Carroll lygi upp á sig lét hann falla á samfélagsmiðli í haust. Kviðdómendurnir töldu að Carroll hefði sannað að Trump hefði vitað að fullyrðingar hans væru rangar og að hann hefði sett þær fram af meinfýsni. Sagði hann hafa ráðist á sig í mátunarklefa Carroll lýsti því fyrir dómi að hún hefði rekist á Trump þegar hún var í stórversluninni Bergdorf Goodman árið 1996. Hún var þá þekktur pistlahöfundur en Trump rak fasteignaveldi í New York. Hann hafi beðið hana um að hjálpa sér að kaupa gjöf og hún slegið til. Trump hafi viljað kaupa nærföt og beðið Carroll um að máta þau fyrir sig. Hún hafi ekki viljað það en Trump hafi engu að síður ýtt henni í átt að mátunarklefa. Carroll sagðist ekki hafa tekið hann alvarlega þar sem létt hafi verið yfir honum og þau daðrað. Gamanið hafi kárnað inni í mátunarklefanum. Trump hafi kysst hana með valdi og svo nauðgað henni. „Hann skellti aftur hurðinni og ýtti mér upp að veggnum. Hann ýtti mér svo fast að höfuðið mitt skall í vegginn. Ég var mjög ringluð. Ég reyndi að ýta honum frá mér en hann ýtti mér aftur og aftur upp að veggnum og höfuðið mitt skall aftur og aftur í vegginn,“ sagði Carroll. „Hann beygði sig niður og kippti niður um mig sokkabuxunum. Ég var að ýta honum aftur. Það var mjög skýrt að ég vildi ekki að neitt fleira myndi gerast.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. 4. maí 2023 07:23 „Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. 28. apríl 2023 08:59 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Carroll, sem var pistlahöfundur fyrir tímaritið Elle, höfðaði einkamál gegn Trump og sakaði hann um að hafa nauðgað sér í stórverslun í New York á 10. áratug síðustu aldar. Hún kærði Trump einnig fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann hafði uppi um hana eftir að hún setti ásakanir sínar á hendur honum fram. Trump neitaði allri sök og sakaði Carroll um að ljúga upp á sig til þess að selja fleiri eintök af æviminningum sínum. Hann bar ekki vitni við réttarhöldin. Það tók kviðdómendurna níu aðeins nokkrar klukkustundir að komast að niðurstöðu í dag. Þeir höfnuðu ásökun Carroll um að Trump hefði nauðgað henni en töldu fyrrverandi forsetann sekan um að hafa misnotað hana kynferðislega. Skilgreiningin á kynferðislegri misnotkun er að hafa uppi kynferðislega tilburði við manneskju án samþykkis hennar samkvæmt lögum í New York. „Ég hef alls enga hugmynd um hver þessi kona er. Þessi dómur er hneisa, framhald á mestu nornaveiðum sögunnar,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlinum Truth eftir að dómurinn féll. Forsetaframboð Trump bætti við að niðurstöðunni yrði strax áfrýjað. Lægri þröskuldur í einkamálum Mál Carroll gegn Trump var einkamál en ekki sakamál. Dómurinn fer því ekki á sakaskrá Trump og hann á ekki yfir sér fangelsisdóm. Lægri þröskuldur er fyrir því að sanna ásakanir í einkamálum en sakamálum. Dómari sagði kviðdómendum að ef þeir teldu meira en helmingslíkur á að Trump hefði nauðgað Carroll ættu þeir að dæma hann skaðabótaskyldan. Teldu þeir líkurnar minni gætu þeir fundið hann sekan um vægara kynferðisbrot. Ummæli Trump um að Carroll lygi upp á sig lét hann falla á samfélagsmiðli í haust. Kviðdómendurnir töldu að Carroll hefði sannað að Trump hefði vitað að fullyrðingar hans væru rangar og að hann hefði sett þær fram af meinfýsni. Sagði hann hafa ráðist á sig í mátunarklefa Carroll lýsti því fyrir dómi að hún hefði rekist á Trump þegar hún var í stórversluninni Bergdorf Goodman árið 1996. Hún var þá þekktur pistlahöfundur en Trump rak fasteignaveldi í New York. Hann hafi beðið hana um að hjálpa sér að kaupa gjöf og hún slegið til. Trump hafi viljað kaupa nærföt og beðið Carroll um að máta þau fyrir sig. Hún hafi ekki viljað það en Trump hafi engu að síður ýtt henni í átt að mátunarklefa. Carroll sagðist ekki hafa tekið hann alvarlega þar sem létt hafi verið yfir honum og þau daðrað. Gamanið hafi kárnað inni í mátunarklefanum. Trump hafi kysst hana með valdi og svo nauðgað henni. „Hann skellti aftur hurðinni og ýtti mér upp að veggnum. Hann ýtti mér svo fast að höfuðið mitt skall í vegginn. Ég var mjög ringluð. Ég reyndi að ýta honum frá mér en hann ýtti mér aftur og aftur upp að veggnum og höfuðið mitt skall aftur og aftur í vegginn,“ sagði Carroll. „Hann beygði sig niður og kippti niður um mig sokkabuxunum. Ég var að ýta honum aftur. Það var mjög skýrt að ég vildi ekki að neitt fleira myndi gerast.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. 4. maí 2023 07:23 „Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. 28. apríl 2023 08:59 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. 4. maí 2023 07:23
„Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. 28. apríl 2023 08:59
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila